Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1892, Page 112
110
|>essi skýrsla sýnir, að þeir eru mjög fáir, sem hafa yfir 4000 krónur í atviunutekj-
ur. Fyrir utan kaupstaðina eru það að eins tveir, og báðir í suðuramtinu og af kaup-
stöðunum eru þeir nálega allir í Eeykjavík, því þar eru 21 með yfir 4000 krónu atvinnu-
tekjum, þar sem á Akureyri eru að eins tveir og á ísafirði aðeins einn, sem hefur það.
Skýrslurnar hjer að frarnan bera og með sjer, að helmingur af öllum skattskyldum at-
vinnutekjum kemur á Eeykjavík, þótt þar sje eigi meir en hjer um bil þriðjungur allra
þeirra, sem greiða skatt af atvinnutekjum.
það hefur eigi fyr en nú verið tekið upp í skýrslurnar um tekjur og tekjuskatt,
hve margir þéir eru, sem sjálfir hafa talið fram tekjur sinar. Tala þeirra hefur verið sem
hjer segir:
Árin. Tekjuskattsgreiðendur alls. Framteljendur alls. Hve margir af 100:
1887 1552 783 50
1888 1569 892 57
1889 1596 911 57
Fyrsta árið hefur tekjuskatturinn þannig verið ákveðinn hjá helmingi gjaldenda
eptir framtali þeirra sjálfra, og tvö síðari árin hefur þeim, sem sjálfir segja til tekjanna,
heldur fjölgað, eins og líka ætti að vera.