Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 6
sjávarútvegur Tillaga Íslands um að stöðva veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg árin 2017 og 2018 var felld á ársfundi Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) í síðustu viku. Í tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu segir að þessi niðurstaða fundarins sé mikil vonbrigði fyrir Ísland. Þess í stað var samþykkt tillaga um 7.500 tonna heildarveiði 2017. Kom einnig fram á fundinum að Rússar munu setja sér einhliða kvóta upp á 25 þúsund tonn, þannig að heildarveiðin getur orðið um 30 þúsund tonn. Ráðið fer með stjórn fiskveiða utan lögsagna einstakra ríkja á Norðaustur-Atlants- hafi. Aðild að því eiga Danmörk (f.h. Færeyja og Grænlands), Evrópusam- bandið, Ísland, Noregur og Rússland. „Um er að ræða tvo sérstaka karfastofna, sem báðir hafa verið ofveiddir um árabil og eru í útrým- ingarhættu ef ekkert er að gert,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Rússland viðurkennir ekki stofn- mat ICES fyrir karfa við Reykjanes- hrygg og setur sér einhliða kvóta sem á þessu ári er því nær þrefalt meiri en ráðlögð heildarveiði. Evrópu- sambandið og Danmörk hafa síðan talið óásættanlegt að Rússar sætu einir að veiðunum og lagt fram til- lögu um takmarkaðar veiðar. Ísland hefur lagt til stöðvun veiðanna, eins og áður sagði. Alþjóðlegir rannsóknaleiðangrar gefa til kynna að stofnstærð efri stofns úthafskarfa hafi minnkað úr 2,2 milljónum tonna árið 1994 í um 91 þúsund tonn árið 2013. Ekki var farinn leiðangur árið 2015 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir vegna þess að Rússar drógu sig út mánuði áður en hann hófst. Næsti leiðangur er áætlaður í júní/júlí 2018. Mat neðri stofns úthafskarfa í alþjóðlegum karfaleiðangri árið 2015 er það lægsta síðan mælingar hófust árið 1999. – shá Tillaga Íslands um veiðibann á karfa felld á fundi fiskveiðiráðsins Afli úthafskarfa er ekki svipur hjá sjón miðað sem var um árabil – ofveiði er stað- reynd. FréttAblAðið/SteFán „Þetta er bók um það hvernig þú bregst við lífinu … Funheitur höfundur hún Álfrún. Það er nautn að lesa þessa bók alveg út í gegn.“ EIRÍKUR GUÐMUNDSSON / KILJAN „Rosalega þétt ... mjög lærður höfundur ... Sterkt verk.“ EGILL HELGASON / KILJAN „Hér er ekki verið að teygja lopann, heldur kemur höfundur sér beint að efninu og vandar afar vel til verka.“ VERA KNÚTSDÓTTIR / VÍÐSJÁ www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 sveitarfélög „Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2017 er unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þetta verklag endurspeglar þann skilning á fjármálum bæjarins að allir kjörnir fulltrúar beri þar ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Þrátt fyrir þessa niðurstöðu hafa flokkarnir fimm ólíkar áherslur og áætlunin breytir ekki þeirri staðreynd. Hagsmunir bæjarbúa eru að allir þeir full- trúar sem þeir kusu komi að þess- ari vinnu,“ segir áfram í tilkynn- ingunni. „Samkvæmt áætluninni mun skuldahlutfall bæjarins lækka umtalsvert og hraðar en aðlög- unaráætlun gerði ráð fyrir. Það verður komið niður í um 140 pró- sent í árslok 2017 og því komið vel undir hið lögboðna 150 prósent hlutfall.“ – gar Samstaða um fjárhagsáætlun sPáNN Yfirvöld í Barcelona krefjast 600 þúsunda evra, sem samsvarar um 72 milljónum íslenskra króna, af leigumiðlunarsíðunum Airbnb og Homeaway fyrir að hafa miðlað húsnæði án leyfis. Samkvæmt lögum í Katalóníu frá 2012 verður að fá leyfi til að leigja út íbúðir til ferðamanna og þær þarf að skrá. Leigumiðlunarsíð- urnar voru einnig sektaðar í fyrra en upphæðin í ár er talsvert hærri, að því er segir á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter. – ibs Börsungar sekta leigumiðlanir ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri Kópavogs. sakamál „Við gerðum ráð fyrir að það yrði sakfellt í þessu máli,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssak- sóknari en hann segir of snemmt að segja til um hvort dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur dæmdi í gær Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í eins árs fangelsi, og Magn- ús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, í tveggja ára fangelsi, fyrir aðkomu þeirra að Aurum-málinu. Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi Glitnis, voru sýknaðir í málinu. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik en Jón Ásgeir og Bjarni fyrir hlutdeild í umboðs- svikunum. Málið snerist um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins FS38, sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Lánið var veitt FS38 í júlí 2008 til þess að fjármagna kaup á 25,7 prósenta hlut í Aurum Holding Limited, af Fons hf. sem er einnig í eigu Pálma. Hluta lánsins, einum milljarði króna, var ráðstafað inn á persónu- legan bankareikning Jóns Ásgeirs. Féð nýtti Jón Ásgeir meðal annars til þess að greiða niður 705 millj- óna króna yfirdráttarheimild sína hjá Glitni. Héraðssaksóknari taldi að þar með hefði Jón Ásgeir fengið hlut í ávinningi af brotinu og notið hagnaðarins. Þetta er í annað sinn sem kveð- inn er upp héraðsdómur í Aurum- málinu. Í fyrri dóminum voru allir sakborningar sýknaðir en hann var ómerktur þegar í ljós kom að einn meðdómari málsins hafði verið van- hæfur til að fjalla um málið. Sverrir Ólafsson var fundinn vanhæfur þegar bent var á tengsl hans og Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í Al-Thani-málinu. Sverrir og Ólafur eru bræður. „Ég er ánægður fyrir hönd Bjarna og ég ætla að gera mér vonir um að nú eftir átta ár séu þessu máli lokið hvað hann varðar. Það hafa komið að þessu máli sex dómarar og þeir hafa allir sýknað hann,“ segir Helgi Sigurðsson, verjandi Bjarna Jóhannessonar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vera ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en hann er undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar. „Það er löngu ljóst, að sá tími er orðinn löngu óhóflegur sem Jón Ásgeir hefur þurft að standa frammi fyrir dómurum þessa lands,“ segir Gestur. Hann segir jafnframt að málsmeðferðin hafi ekki verið lögum samkvæmt og að gögnum hafi verið haldið frá í málinu. Hann muni fara með það mál lengra. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir að tekið hafi verið á öllum þessum atriðum í málflutningi og þessum ásökunum  hafi verið  mótmælt af ákæruvaldinu. Enginn sakborninganna var við- staddur dómsuppkvaðninguna í dag. Lárus afplánar fimm ára fang- elsisvist vegna Stímsmálsins og Magnús Arnar tveggja ára fangelsi vegna BK-44 málsins, en þeir hlutu þá dóma í desember í fyrra. Refs- ingar þeirra vegna Aurum-málsins koma sem hegningarauki við fyrr- greinda dóma. thorgeirh@frettabladid.is Lárus og Magnús sakfelldir en Jón Ásgeir og Bjarni sýknaðir Aurum-málið var til lykta leitt í héraðsdómi í gær. Málið snerist um umboðssvik sem fólust í sex milljarða lánveitingu. Lárus Welding hlaut eins árs fangelsisdóm en Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. Fjórmenningarnir voru allir sýknaðir í fyrstu meðferð héraðsdóms en sá dómur var ómerktur af Hæstarétti þegar í ljós kom að einn dómaranna var vanhæfur. FréttAblAðið/GVA Það er löngu ljóst, að sá tími er orðinn löngu óhóflegur sem Jón Ásgeir hefur þurft að standa frammi fyrir dómurum þessa lands. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs 2 5 . N ó v e m b e r 2 0 1 6 f ö s t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 C -E A E C 1 B 6 C -E 9 B 0 1 B 6 C -E 8 7 4 1 B 6 C -E 7 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.