Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2016, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.11.2016, Qupperneq 30
Herdís kenndi með hljóðlestraraðferð í fjörutíu og fimm ár. Gleðin er mikilvæg, segir hún. Fréttablaðið/Eyþór Herdís, Herdís! Það kemur saga út úr mér!“ Þetta hrópaði eitt sinn sex ára drengur í tíma hjá Herdísi Egilsdóttur, kennara í lestrarkennslu í Ísaks­ skóla. „Þetta er svo mögnuð stund, þegar þessi heimur lýkst upp fyrir börnum. Þau verða frá sér numin af gleði. Gleðinni megum við ekki gleyma,“ segir Herdís sem hefur gefið út kennsluhandbók í lestri. Bókina kallar hún einmitt: Það kemur saga út úr mér! Handbók sem er ætluð þeim sem vilja stuðla að læsi barna. Herdís tileinkar bókina Ísaki Jónssyni, stofn­ anda Ísaksskóla. Í Ísaksskóla kenndi Herdís mörg hundruð börnum að lesa með hljóðlestraraðferðinni í fjörutíu og fimm ár með gleðina að leiðar­ ljósi. „Ég var átján ára gömul þegar ég útskrifaðist úr Kennaraskólanum og hóf störf við skólann. Ég lærði aðferð­ ina hjá Ísaki sem var brautryðjandi í kennslu yngri barna.“ Í hljóðlestri eru orð ekki slitin í sundur, það eru tengsl milli hljóða sem verður lestur með æfingu. Hljóð­ lestraraðferðin byggir á því að börn læri hljóðin og þekki táknin þeirra. „Ég hef mikla trú á hljóðlestrar­ aðferðinni því með henni renna börn svo auðveldlega inn í lesturinn,“ segir Herdís.  Hún segir  lestrarvanda barna mikla áskorun. „Það er vegna þess að við eigum við ofurefli að etja, sem er tæknin og innreið hennar í líf okkar,“ segir Herdís. „ Nú til dags veit ég að það er erfiðara að gera lestur spenn­ andi vegna keppinauta í afþreyingu og tækni. En það er nú samt hægt. Því ekkert kemur í stað þess að lesa. Við megum samt ekki fyllast vanmætti, verðum að halda áfram starfi okkar hægt og rólega. Án niðurrifs. Fullorðið fólk verður að vera tilbúið þegar börn sýna lestri áhuga. Grípa það eins og brothættan dýrgrip og fara vel með. Kennarar sá fræjum og svo fylgj­ umst við með vextinum. Sum börn þurfa meiri tíma en önnur, þetta hefur allt sinn gang. Við bætum við næringu, hlúum að. Gerum það með jákvæðni og uppörvun en ekki gagn­ rýni,“ segir Herdís. „Það að kunna að lesa er dýrmætt. Leikur og gleði nær til ungra barna og þau vilja læra.“  Ekki neyða börn Herdís segir mikilvægt að leyfa börnum að skynja  getu sína þegar þau hafa lært að lesa. „Segjum sem svo að barnið þitt sé búið að læra alla stafina. Það vill lesa stóra fullorðins­ bók. Þá megum við ekki segja nei, þetta er ekki fyrir þig. Þetta er fyrir fullorðna. Við eigum bara að hvetja þau til að prófa að lesa en segja þeim að ef þeim finnist þetta ekki spenn­ andi sé til fullt af öðrum skemmti­ legum bókum. Heimur bókmennta sé stór og spennandi. Þau geti lesið allar bækur sem til eru, af því að staf­ irnir eru ekki fleiri í fullorðinsbók­ unum heldur koma þeir bara  oftar fyrir. Börnum á að finnast þau vera með undraverða hæfileika. Því það er rétt. Við eigum frekar að segja við börn að það sé alls ekki víst að allar bækur séu skemmtilegar fyrir þau. Séu þau að lesa bók sem þeim finnst ekki spennandi eigi þau bara að fara og fá sér nýja bók. Ekki neyða börn til að klára leiðinlegar bækur. Það er vís leið til þess að fá þau til að hætta að finnast skemmtilegt og undravert að kunna að lesa. Forvitnin er mikilvæg þessi fyrstu ár í lestri,“ segir Herdís. „Ekki myndum við láta kúga okkur til að klára bækur. Af hverju ætti það að vera öðruvísi fyrir börn?“ Söngur og leikur Með bókinni fylgja stafaspjöld sem Herdís hengdi upp á vegg um leið og stafurinn hafði verið kenndur. Hún notaði gælunöfn yfir stafina. S var slöngustafur, Ó var óhappastafur, D var dropastafur til að mynda. Þá rifj­ ast upp sögur og hljóð tengd stafn­ um. Herdís lét börnin teikna, syngja, leika sögur um stafi, dansa, klippa og líma og föndra. „Það fer eftir þroska og áhuga barnanna. Ef þau vilja hlusta þá er gullið tækifæri. Ef kennara tekst að fá börn í alvörunni til að hlusta, þá gengur vel. Bæði læs og ólæs börn hafa gaman af sögum og leikjum í kringum stafi og hljóð. Oft var ég með fluglæs börn sem vildu alls ekki missa af leikj­ unum. Mér finnst leiðinlegt þegar ég heyri fullorðið fólk eða kennara segja við börn: Þú átt að vera búinn að læra þetta! Sumir staglast á þessu þegar þeim finnst börnum ganga hægt og illa að læra að lesa. Það má alls ekki segja þetta við börn. Það brýtur þau niður og það hefur engan tilgang.“ Ekki ólæs þjóð Herdís vonar að Íslendingar verði aldrei meðal ólæsra þjóða. „Jú, þetta er ójafn bardagi. En ég held að við getum unnið hann og legg mitt af mörkum og ég trúi að við þurfum að koma til móts við barnið fyrr. Strax og barnið vill líta á bók. Allt niður í tveggja ára,“ segir Herdís. Hún gefur út bókina  orðin átta­ tíu og tveggja ára gömul. Hún hlær og segir marga forviða yfir því hvað henni  gangi til á gamals aldri að stússast svona. „Það kemur engum við hvað ég er gömul og síst af öllum sjálfri mér, ég bý enn að gleðinni og trúi á hljóðlestraraðferðina. Ég vona að bókin mín komi til góða í kennslu og ég vona að við verðum ekki ólæs þjóð,“ segir Herdís.   Við getum unnið þennan ójafna bardaga „Gleði og leikur er lykill að læsi,“ segir Herdís Egilsdóttir kennari. Með það að leiðarljósi sé hægt að vinna ójafnan bardaga við tækni og afþreyingu. Hún vonar að íslensk þjóð verði ekki ólæs og hefur gefið út kennsluhandbók í lestri sem byggir á hljóðlestraraðferð sem hún kenndi í fjörutíu og fimm ár. Ekki neyða börn til að klára leiðinlegar bækur. Það er vís leið til þess að fá þau til að hætta að finnast skemmti- legt og undravert að kunna að lesa. Herdís Egilsdóttir   Kennsluhandbók Herdísar, það kemur saga út úr mér! þarna má líka sjá stafablöðin sem hægt er að hengja upp á vegg. Fréttablaðið/Eyþór Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r28 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 C -D C 1 C 1 B 6 C -D A E 0 1 B 6 C -D 9 A 4 1 B 6 C -D 8 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.