Fréttablaðið - 25.11.2016, Síða 38

Fréttablaðið - 25.11.2016, Síða 38
Nýsamþykkt lög án mót­atkvæða á Alþingi um breytingar á almannatrygg­ ingum, að leggja af grunnlífeyri og láta lífeyris sjóðina taka yfir skyldur almannatrygginga, er ekkert annað en eignaupptaka ríkisins á lög­ þvinguðum skyldusparnaði þeirra einstaklinga, sem ættu að njóta óskerts grunnlífeyris og lífeyris­ sjóðsgreiðslna til viðbótar, til að geta lifað efri ár með sæmd. Aðför þingsins að eignarrétti Aðför að eignarrétti einstaklinga, hlýtur að kalla á dómsmál einstakl­ ings, sem brotið er á, gegn þessum lögum, sem verkalýðsforystan og stjórnendur lífeyrissjóða ættu með réttu að fjármagna, en ekki standa gegn. Stjórnunarkostnaður um 30 lífeyrissjóða upp á að minnsta kosti 10 milljarða á ári, ætti að geta borið þann viðbótarkostnað við lögsókn, um svo sjálfsagðan rétt einstaklinga, sem hafa greitt eftir lagaboði í lífeyrissjóði, sem ætti að jafngilda lögmætri inneign en ekki lögum um eignaupptöku. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara, sem eiga að njóta almannatrygg­ inga, eru skertar krónu á móti krónu á móti greiðslum frá lífeyr­ issjóðum, þannig að þessi eignar­ réttur einstaklinga á eigin lífeyri frá lífeyrissjóðum er hirtur af ríkisjóði. Að auki lætur ríkissjóður lífeyris­ sjóðina vera með skatt ríkissjóðs til ávöxtunar eða taps frá réttmætri inngreiðslu til einstaklings. Auðvit­ að hefði hver einstaklingur átt að fá til sín hlut atvinnurekanda, sem hann hefði við þá greiðslu, átt að viðbættri eigin greiðslu að greiða skatt af til ríkisins, en viðkomandi lífeyrissjóður átt að fá mismuninn, sem viðkomandi lífeyrissjóður greiddi síðan út til hans, sem eldri borgara, skattlaust og án nokkurrar skerðingar. Þetta fyrirkomulag um að líf­ eyrissjóðir geymi skattfé ríkis­ sjóðs þekkist hvergi annars staðar í heiminum og hefur komið fram að ríkisjóður hefur tapað háum fjárhæðum á þessu fyrirkomulagi. Eldri borgarar sem fá lífeyrissjóðs­ greiðslur erlendis frá, sem þeir hafa greitt skatt af, verða skertir um þessar greiðslur eftir nýju lög­ unum um 45% umfram kr. 25.000,­ á mánuði. Hugsið ykkur, hvílíkt óréttlæti, samþykkt samhljóða með lögum. Greiða kostnaðinn sjálfir Sagt er að lagabreytingin muni kosta ríkissjóð 11 milljarða. Hið rétta er, að eldri borgarar með hærri lífeyrissjóðsgreiðslur, greiða þennan kostnað sjálfir með afnámi grunnlífeyris almannatrygginga og lækkun frítekjumarks úr kr. 109.000,­ á mánuði í kr. 25.000,­ á mánuði. Þessi lækkun þýðir að þeir eldri borgarar sem unnu sér til bjargar fyrir um 100 þús. á mánuði og greiddu skatt af þeim launum fá 45% skerðingu á 75 þús. krónurnar og halda því eftir af þeim kr. 13.500. Hver lætur bjóða sér upp á að vinna fyrir þennan afrakstur af vinnu? Hver er raunverulegur til­ gangur þessara laga, þar sem stend­ ur skrifað í 1. grein þeirra: „… skal stuðlað að því, að þeir sem lögin taka til, geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi“? Er tilgangurinn að loka þennan hluta eldri borgara, um 5 til 6 þúsund einstaklinga, inni án lífsbjargar, til að deyja? Þessari spurningu verða nýkjörnir alþingismenn að svara og verðandi ríkisstjórn að takast á við. Grunnlífeyrir almannatrygginga lagður af Vítahringur veikinda og vannæringar Undanfarin tvö ár hafa vel­ferðarráðuneytið, Heilsu­gæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis unnið að kerfisbreyt­ ingum á heilsugæslunni. Fyrirmynd þessara breytinga er sænsk og í samræmi við það sem Alþjóðaheil­ brigðismálastofnunin (WHO) boðar. Markmið breytinganna er að auka aðgengi að heilsugæslunni, bæta gæði og skapa fjölbreyttara starfs­ umhverfi innan heilsugæslunnar sem er ætlað að skili sér síðan í betri mönnun. Greiðslukerfið er sett þannig upp að allir sitja við sama borð og dreifing fjármuna er gegnsæ. Áður hafa verið fjögur ólík greiðslukerfi fyrir heilsugæslu á höfuðborgar­ svæðinu. Greiðslurnar eru samsettar úr nokkrum þáttum, en mestir fjár­ munir eru ætlaðir í að sinna börn­ um, öldruðum og fjölveikum. Sett eru fram fjölmörg gæðamarkmið sem heilsugæslustöðvum er ætlað að ná og greitt er fyrir. Til að auka aðgengi almennings að heilsugæslu er ráðgert að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar verði opnaðar  á næsta ári. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er jafnframt að ljúka töluverðum skipulags­ breytingum til þess að mæta þessum nýju áskorunum. Hver heilsugæslu­ stöð mun áfram sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingum verður heimilt að færa sig á aðrar stöðvar eða halda áfram hjá sama lækni á sömu stöð þó þeir flytji í annað hverfi. Hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) verður miðlægur gagnagrunnur sem heldur utan um skráningar ein­ staklinga á heilsugæslustöðvar. Hver og einn getur breytt skráningu sinni á heilsugæslustöð rafrænt í gegnum Réttindagátt á heimasíðu SÍ www. sjukra.is. Einnig er hægt að breyta skráningu með því að fara á viðkom­ andi stöð. Fjármagni til stöðvanna er síðan dreift í samræmi við skrán­ ingu. Þannig flyst fjármögnunin með skjólstæðingnum, sem byggir meðal annars á aldri, kyni, sjúkdómsgrein­ ingum og gæðaþáttum. Þetta er gert til þess að skapa hvata fyrir bætt aðgengi og betri þjónustu. Þegar eru farnar að sjást breyting­ ar varðandi bætt aðgengi á seinni hluta þessa árs miðað við fyrra ár, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæð­ isins vegna þessara kerfisbreytinga. Auknir fjármunir hafa verið settir í heilsugæsluna og er því fé vel varið miðað við þann árangur sem er að byrja að sjást. Það er okkar von að heilsugæslan styrkist áfram og sam­ hliða því verði áfram settir auknir fjármunir í hana enda er það í sam­ ræmi við það sem alþjóðastofnanir mæla með. Heilsugæslan getur því farið að standa undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn í kerfinu og verið sá hornsteinn í heilbrigðis­ þjónustu sem henni er ætlað að vera. Kerfisbreyting Heilsugæslunnar Fyrir nokkru sá læknirinn minn að ég þyrfti að fara í einfalda aðgerð sem framkvæmd er í Hjartagáttinni á Landspítalanum. Þegar verið var að búa mig undir aðgerðina uppgötvaðist að vantaði blóð í kappann og nauðsynlegt að bregðast við því, sem starfsfólk Hjartagáttar og gerði, en sem kallaði á flóknara ferli. Sjúklingurinn skyldi magaspeglaður til þess að reyna að komast fyrir um ástæður blóð­ lekans og síðan blóði bætt á kerfið; tók sú aðgerð um það bil sólarhring allt með öllu. Svo var hin upphaf­ lega aðgerð framkvæmd samkvæmt áætlun og alls stóð heimsókn mín á Hjartagáttina í tæpa tvo sólarhringa. Komandi eftirlit mun leiða í ljós hvort þessi saga fái ekki hamingju­ samlegan endi. Ef það veltur á starfsfólki Land­ spítalans, þá er lítið að óttast. Þar er að finna atvinnumann í hverju rúmi, hvort sem litið er til starfsfólks í býtibúri, sjúkraliða, hjúkrunarfræð­ inga eða lækna. Um það bil tuttugu til þrjátíu starfsmenn komu að mér þá tvo sólarhringa sem ég lá inni og hver einasti þeirra mætti mér af alúð og metnaði til að gera vel. Ég fékk þá bestu þjónustu sem hugsast gat, en starfsfólkið var að niðurlotum komið vegna álags. Það var á hlaupum, að flýta sér frá einum sjúklingi til annars, frá einu verkefni til hins næsta. Og reyndi hvað það gat að láta ekki á asanum bera. Þetta var álag sem hefði ekki talist boðlegt á neinum vinnustað, hvað þá þar sem þiggjendur þjónustu eru háðir því að starfsfólki líði vel og finnist það hafa tíma og aðbúnað til að sinna starfinu eins og sæmir metnaði þess og fagmennsku. Blygðunarlaus árás Það þarf greinilega að minna á hve mikilvæga þjónustu starfsfólk Landspítalans innir af hendi. Þarna komum við, sjúklingar, með eymsli okkar og áhyggjur – svo ekki sé talað um ótta við að vera í lífshættu! – og starfsfólkið mætir okkur af fag­ mennsku, umhyggjusemi og lipurð. Það gefur sér tíma til að hlusta, það mætir hverjum sjúklingi á hans eigin forsendum, því er umhugað um að skapa öryggi og frið í sál sjúklingsins og búa hann þannig undir að takast á við að ná heilsu. Starfsumhverfi fagfólks Land­ spítalans hefur nánast verið rústað með stöðugum niðurskurði í fjár­ veitingum hins opinbera – í fjár­ hagsáætlun ríkisins eru framlög til heilbrigðismála enn skorin niður, sem er ekkert nema blygðunarlaus árás á þetta frábæra fagfólk! Er til of mikils mælst að stjórn­ málamenn sjái til þess að heilbrigðis­ kerfið fái það fjármagn sem þarf til að það geti staðið undir væntingum starfsmanna og þörfum sjúklinga? Hvað þarf til að stjórnmálamenn sýni af sér sömu fagmennsku og starfsfólkið okkar í heilbrigðiskerf­ inu? Áminning til stjórnmála- manna – fjármagn til heilbrigðismála Hver er raunverulegur til- gangur þessara laga, þar sem stendur skrifað í 1. grein þeirra: „… skal stuðlað að því, að þeir sem lögin taka til, geti framfleytt sér og lifað sjálf- stæðu lífi“? Er tilgangurinn að loka þennan hluta eldri borgara, um 5 til 6 þúsund einstaklinga, inni án lífs- bjargar, til að deyja? Þessari spurningu verða nýkjörnir alþingismenn að svara og verðandi ríkisstjórn að takast á við. Halldór Gunnarsson formaður kjararáðs EB í Rangárvallasýslu Jakob S. Jónsson leiðsögumaður Nýlegar rannsóknarniður­stöður sýna að 66% aldraðra sem dvelja á Landspítala eru annaðhvort vannærðir eða í hættu á vannæringu. Því miður kemur þetta ekki á óvart þar sem sá hópur sem dvelur á Landspítala á jafnan við alvarleg veikindi að stríða. Þessi hópur aldraðra er oft með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og hefur lengi átt við vaxandi slappleika og orkuleysi að stríða. Þegar vannær­ ing bætist við eykst hætta á ýmsum sjúkdómum og dauðsfalli. Sá hópur sem dvelur á hjúkrunar­ heimilum er einnig í mikilli hættu á vannæringu en góðu heilli hafa íslensk hjúkrunarheimili staðið sig vel í að koma í veg fyrir þyngdar­ tap íbúanna en um 5% þeirra eru að tapa þyngd sem er langt innan við þau gæðamarkmið sem sett eru fyrir íslensk hjúkrunarheimili og er betri árangur en þekkist víða erlendis. Vannæring vegna lystarleysis Erlendar rannsóknir sýna að á bil­ inu 30­60% aldraðra sem leggjast á spítala eru vannærðir eða í hættu á vannæringu og rannsókn á Land­ spítala frá árinu 2005 sýndi að 58,3% aldraðra sjúklinga voru van­ nærðir. Flestir þessara einstaklinga komu inn á Landspítala vannærðir eða í hættu á vannæringu. Vannær­ ingin stafar ekki af því að fólk eigi ekki mat eða að matur sé ekki í boði heldur er ástæðan fyrst og fremst lystarleysi, orkuleysi og lítill áhugi á mat sem hindrar fólk í því að hafa til mat og borða. Þessi hópur aldraðra býr við alvarlegan heilsu­ vanda en þó ber að hafa í huga að rannsóknir sýna að flestir þeir sem eru komnir á efri ár búa við ágæta færni og heilsu. Aldraðir sem eru fjölveikir og búa einir eða jafnvel með heilsuveilum maka hafa oft ekki orku til að elda og nærast þá á því sem er auðvelt að hafa til. Oft er um að ræða brauð­ meti og mjólkurmat sem ekki upp­ fyllir þörf fyrir hitaeiningar eða orku og inniheldur lítið af próteini. Þann­ ig mataræði leiðir síðan til þess að vöðvar fara að rýrna, fólki er kalt, það er orkulaust og slappt sem síðar leiðir til enn meira lystarleysis. Þá er einstaklingurinn kominn inn i víta­ hring veikinda og vannæringar. Prótein- og orkurík fæða En hvað er hægt að gera? Jú, byrjum á einhverju einföldu og viðráðan­ legu. Hægt er að fá heimsendan mat auk þess sem fjölbreyttur matur fæst í verslunum sem aðeins þarf að hita. Þá er einnig til fjölbreytt úrval af drykkjum sem innihalda prótein. Ráðleggingar mínar til þeirra sem eru vannærðir, dvelja heima og geta ekki fylgt almennum ráðleggingum um hollt mataræði er að reyna að borða kjöt eða fisk daglega, gjarnan tilbúinn mat sem hægt er að hita eða að fara í hádegismat í nálæga þjón­ ustumiðstöð, ef heilsan leyfir. Þessu til viðbótar er gott að eiga til pró­ teindrykki sem henta bragðlaukum hvers og eins. Úrval tilbúinna próteindrykkja er orðið mikið í venjulegum matvöru­ verslunum og má þar nefna Hámark, Hleðslu og skyrdrykki með viðbættu próteini, auk fjölbreytts úrvals drykkja sem fást í lyfjaverslunum. Gott er að bæta svona drykk við það sem borðað er á matmálstímum eða 2­3 sinnum á dag, á morgnana með morgunmatnum og síðan um miðjan daginn eða á kvöldin. Auk þessa er gott að eiga eitthvað sem gefur hitaeiningar og orku sem auð­ velt er að borða t.d. á kvöldin þegar horft er á sjónvarp. Það getur jafn­ vel verið niðurskorin lifrarpylsa eða súkkulaði. Einfalt og fljótlegt, það er það sem þarf ef maður er slappur og veikur. Við berum öll ábyrgð Ekkert stöðvar framgang tímans og við vitum að elli kerling vitjar okkar allra. Hins vegar er vitað að lykillinn að því að tefja eða fyrirbyggja þenn­ an vítahring veikinda og vannæring­ ar er að hreyfa sig, borða fjölbreyttan mat og taka D­vítamín. Meiri fjöl­ breytni í heimsendum mat og meiri aðstoð við að matbúa og borða er mikilvæg fyrir þá sem eru farnir að heilsu. Afleiðingarnar af vannæringu aldraðra eru að öll veikindi verða alvarlegri, sár gróa illa, endurhæfing er tilgangslítil og líkur á því að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili aukast verulega. Ábyrgðin á að bregðast við þessum vanda liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðisyfirvöldum heldur einnig hjá hverjum og einum enda afleiðingarnar alvarlegar bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Ingibjörg Hjaltadóttir sérfræðingur í hjúkrun aldraðra á Flæðisviði Landspítala Ingveldur Ingvarsdóttir deildarstjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands Oddur Steinarsson sérfræðingur í vel- ferðarráðuneyti Óskar Reykdalsson svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá Heilsugæslunni í Árbæ 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R36 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 D -3 9 E C 1 B 6 D -3 8 B 0 1 B 6 D -3 7 7 4 1 B 6 D -3 6 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.