Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 42

Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 42
Nú þegar skammdegi sígur að og kólna tekur í veðri gerum við Norðurlanda­ búar nokkuð sem okkur lætur vel: við höfum það notalegt. Við setjumst að rjúkandi drykkjum og heitum máltíðum með fjölskyldu og vinum. Við kveikjum á kertum og sköpum notalegt andrúmsloft sem er svo sér­ stakt að fjallað er um það í erlendum fjölmiðlum og það notað sem þema í auglýsingum frá stóru, norrænu fyrirtæki þar sem skammdegið er boðið velkomið, því þá er kominn tími til að hafa það notalegt. Margar af þeim samræðum sem nú fara fram við matarborð norrænna heimila hljóta að fjalla um þá þróun sem á sér stað í heiminum. Í ljósi ástandsins í stjórnmálum nær og fjær velta margir fyrir sér hvers konar heimur þetta sé sem við – og ekki síst afkomendur okkar – eigum að byggja í framtíðinni. Hvert stefnum við, íbúar þessarar jarðarkringlu? Hvað merkir þróunin í heiminum fyrir okkur á Norðurlöndum? Hvað hið norræna samstarf snert­ ir, þá deilum við Norðurlandabúar ekki aðeins sögu og landfræðilegri legu heldur einnig ýmsum sam­ eiginlegum grundvallargildum. Við stöndum vörð um lýðræðið í samfélögum okkar, sem einkenn­ ast af trausti – bæði í samfélaginu almennt og í garð stjórnmálaleið­ toga. Velferðarkerfi okkar veita jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegu öryggisneti. Þau tryggja jöfnuð á heimsmæli­ kvarða í samfélögum þar sem stefnt er að því að „fáir eigi of mikið og enn færri of lítið“, eins og Grundtvig orðaði það. Við stefnum að því að tryggja sjálfbær samfélög þar sem hagsmunir komandi kynslóða eru hafðir til hliðsjónar við stjórnun náttúruauðlinda. Við virðum líka fjölbreytileika mannlífsins og viður­ kennum jafnt manngildi allra, en þess sér meðal annars stað í mark­ vissum aðgerðum til að tryggja jafn­ rétti kynjanna. Í ljósi nýjustu þróunar á grann­ svæðum okkar og annars staðar í heiminum getur virst tilefni til að velta því fyrir sér hvort unnt verði að viðhalda þessum gildum – trausti, víð­ sýni, jafnrétti, jöfnuði og sjálfbærni – eða hvort eitthvað beinskeyttara þurfi að koma í þeirra stað. Geta Norðurlöndin spjarað sig í hinum stóra heimi með lífssýn, byggða á gildum, sem stundum kunna að virðast dálítið barnaleg? Opin samfélög heillandi Frá mínu m bæjardyrum séð er svarið tvímælalaust JÁ. Norrænu löndin skipa iðulega efstu sæti í alþjóðlegum samanburði – þykja til að mynda bestu löndin til að eiga viðskipti í[1], lönd þar sem sam­ keppnisstaða[2] og nýsköpun[3] eru á heimsmælikvarða, og þykja jafn­ vel hamingjuríkustu lönd í heimi[4], en allt kemur þetta til af því að gildi okkar skapa verðmæti. Það að traust skuli ríkja – einnig í garð stjórnmálamanna – er líka áhrifaríkt í þeim skilningi að við­ hafa þarf minni eftirlitsráðstafanir í samfélaginu en ella. Traustið eykur samheldni innan samfélagsins. Það leggur grunninn að hagvexti og efnahagslegri framleiðni. Opin samfélög, þar sem traust ríkir og lítið er um spillingu, eru heillandi fjárfestingamarkaðir fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Um leið mynda vinnumarkaðs­ líkön okkar og hið félagslega öryggis net góðan grundvöll fyrir hugvit og nýsköpun. Á Norðurlönd­ um er unnt að taka áhættu – skipta um starfsvettvang eða stofna fyrir­ tæki – án þess að leggja allt í sölurn­ ar. Og hinn efnahagslegi jöfnuður, sem á undir högg að sækja nú um stundir en einkennir þó lönd okkar enn sem fyrr, á þátt í því að skapa öruggara samfélag auk þess að stuðla að því góða heilsufari og miklu lífs­ líkum sem tíðkast á Norðurlöndum. Áherslu okkar á sjálfbærni fylgja auk þess miklir viðskiptamöguleik­ ar fyrir norræn fyrirtæki, sem hafa gripið tækifærin til að selja grænar lausnir. Það er engin tilviljun að sex af tuttugu sjálfbærustu fyrirtækjum heims eru staðsett á Norðurlöndum. [5] Eins og forsætisráðherra Svíþjóð­ ar, Stefan Löfven, hefur margsinnis sagt: Við eigum að beita okkur fyrir aukinni sjálfbærni og gegn fátækt, vegna þess að það er siðferðislega rétt og efnahagslega skynsamlegt. Í heimi sem virðist æ ótryggari eigum við því að halda fast í nor­ rænu gildin – traust, víðsýni, jafn­ rétti, jöfnuð og sjálfbærni. Þannig tryggjum við að sú jákvæða þróun, sem norrænir borgarar hafa notið góðs af árum saman, haldi áfram. Og þannig verðum við áfram fremst í flokki á alþjóðavettvangi og eigum þátt í að tryggja jákvæða þróun hér eftir sem hingað til, bæði á grann­ svæðum okkar og á heimsvísu. Eins og Gandhi komst að orði: ef við viljum sjá breytingar í heiminum verðum við að byrja á okkur sjálfum. Þetta finnst mér við eiga að leggja áherslu á í spjalli okkar við matar­ borðið nú í skammdeginu. Heimildir: [1] World Bank “Ease of Doing Business”-index 2016 [2] World Economic Forum Global Competitiveness Index 2015-16 [3] Global Innovation Index 2016 [4] World Happiness Report 2016 [5] Global 100 index 2016 Norræn gildi skapa verðmæti Dagfinn Høybråten framkvæmda- stjóri Norrænu ráðherranefnd- arinnar  Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. Framfarir í læknisfræði byggjast á samstarfi vísindamanna og almenn­ ings. Ástæða þess að nú er skimað fyrir brjóstakrabbameini og legháls­ krabbameini er sú að stórar rann­ sóknir hafa sýnt fram á að ávinn­ ingur sé af því að greina sjúkdóminn snemma. Blóðskimun til bjargar gengur út á að rannsaka hvort ávinn­ ingur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis. Markmiðið er algjörlega háð því að vel takist til og að þátttaka sé góð. Lífslíkur sjúklinga með merg­ æxli hafa gjörbreyst undanfarin ár og er ekkert annað krabbamein til þar sem jafn margar nýjar lyfjameðferðir hafa komið fram og eru á næsta leiti. Það er einfalt að greina forstigið. Ein blóðprufa. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum skimana á lífsgæði og kvíða. Þess vegna leggjum við gríðarmikla áherslu á að rannsaka það. Sú vitn­ eskja mun væntanlega nýtast almenn­ ingi og áhugafólki um skimanir fyrir öðrum tegundum krabbameina. Þannig benda flestar rannsóknir á að til langs tíma séu neikvæð áhrif vitn­ eskju um forstig krabbameina lítil. Neikvæð áhrif lítil Við höfum sérstaklega rannsakað þetta hjá rúmlega 14.000 sjúkling­ um sem greindir voru með forstig mergæxlis í Svíþjóð og borið saman við næstum 60.000 einstaklinga án forstigs og kom þar í ljós að kvíði, þunglyndi og aðrir áhættu­ sjúkdómar voru ekki auknir, sem bendir til þess að neikvæð áhrif séu lítil. Aftur á móti sáum við talsverð jákvæð áhrif, meðal annars á lífs­ líkur og fylgikvilla. Sumir telja að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstig lengi líf. Rannsóknir okkar benda til hins gagnstæða. Það er grundvöllur fyrir rannsókn­ inni og fyrir leyfisveitingu og styrk frá virtustu mergæxlissamtökum heims. Rannsóknin er kostuð af Black Swan Research Inititative, sem eru samtök sem styrkja eingöngu rann­ sóknir sem þau telja að geti verið liður í því að finna lækningu við mergæxlum og eru rekin án allra hagnaðarsjónarmiða. Eftirlit þeirra sem greinast munu með forstig mergæxlis mun verða í höndum rannsakenda og því munu biðlistar spítalanna eða aðrar rann­ sóknir ekki lengjast. Rannsóknar­ áætlun verkefnisins er öllum opin og hægt er að nálgast hana á heima­ síðu verkefnisins, Blodskimun.is Ávinningur rannsóknarinnar er ótvíræður. Mikilvæg vitneskja um forstig mergæxlis og eftirfylgni þess sem og ávinningur þess að greina mergæxli fyrr mun verða til þess að sjúklingar framtíðarinnar fái bestu mögulegu greiningu. Og sjúklingar með mergæxli fá meðferð við sjúk­ dómi sínum. Blóðskimun til bjargar Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor í blóð- sjúkdómum við Háskóla Íslands Sumir telja að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstig lengi líf. Rannsóknir okkar benda til hins gagn- stæða. Það er grundvöllur fyrir rannsókninni og fyrir leyfisveitingu og styrk frá virtustu mergæxlissam- tökum heims. Í heimi sem virðist æ ótrygg- ari eigum við því að halda fast í norrænu gildin – traust, víðsýni, jafnrétti, jöfnuð og sjálfbærni. Sérvalinn og bragðmeiri brauðostur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6 – 3 3 1 6 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R40 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 D -2 1 3 C 1 B 6 D -2 0 0 0 1 B 6 D -1 E C 4 1 B 6 D -1 D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.