Fréttablaðið - 25.11.2016, Síða 44

Fréttablaðið - 25.11.2016, Síða 44
2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R42 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HANDBOLTI Þjálfarinn farsæli Dagur Sigurðsson skrifaði undir mjög sér- stakan samning í gær. Þá samdi hann við japanska handknattleikssam- bandið fram yfir Ólympíuleikana árið 2024. Það er samningur upp á sjö og hálft ár. Dagur mun yfirgefa þýska hand- knattleikslandsliðið eftir HM í janúar og hefur störf sem þjálfari japanska landsliðsins í febrúar. Hann mun þess utan sjá um alla uppbyggingu á handboltanum í Japan. Í sambandi við Japan í tíu ár „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru tíu ár síðan ég fór vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið og hef verið að aðstoða þá með þjálfara og leikmenn hér í Þýskalandi. Hef tekið leikmann hingað í eitt til tvö ár. Nú hef ég verið með japanskan þjálfara í Berlín sem hefur horft yfir öxlina á mér í tvö ár. Ég hef flogið til Japans einu sinni á ári og haldið fyrirlestur þar,“ segir Dagur um tengsl sín við japanska sambandið. Viðræður á milli hans og japanska sambandsins hófust síðan eftir Ólympíuleikana í Ríó. Dagur var með klásúlu í samningi sínum um að hann mætti fara frá þýska sam- bandinu fyrir smá skaðabætur á þessum tímapunkti og þá klásúlu nýtti hann sér. „Þetta er svolítið annað en að taka við þýska landsliðinu. Í Japan er ég líka að sjá um ráðgjöf, vera með fyrir- lestra og hjálpa liðunum í deildinni. Ég mun koma með Sideline-leik- greiningarforritið til þeirra þannig að allir leikir verða greindir. Aðal- atriðið er síðan að ég verð með liðið fram yfir tvenna Ólympíuleika,“ segir Dagur en Japan heldur Ólympíuleik- ana árið 2020 og Dagur segir að það taki lengri tíma að búa til gott lið. „Þetta er langtímaverkefni. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að fara að búa til eitthvert ofurlið þarna fyrir 2020. Það er of skammur tími. Ég var til í að skoða þetta ef þeir vildu horfa á að lyfta boltanum upp í heild sinni í landinu. Ég mun nánast koma að öllu þarna.“ Verður ótrúlega spennandi Handboltinn er ekki hátt skrifaður í Japan. Er enn jaðarsport þar en japanska handknattleikssambandið á sér framtíðarsýn og hefur skilning á því að það muni taka tíma að gera handboltann vinsælan, og öflugan, í landinu. „Það er verið að horfa á svo margt. Meðal annars markaðs- setninguna á boltanum. Ég þekki vel til þannig að ég veit að ég get hjálpað til með marga hluti. Þetta verður ótrúlega spenn- andi. Þeir sáu að þeir gátu fengið eftir- sóttan þjálfara sem hefur líka þekk- ingu á japanska boltanum. Það eru verðmæti í því fyrir þá að fá mig því aðrir þjálfarar væru kannski í eitt til tvö ár að koma sér inn í hlutina þarna.“ Skynsamleg og yfir- veguð ákvörðun Það vakti mikla athygli um aldamótin er Dagur tók upp á því, á hátindi ferilsins, að fara til Wak- unaga Hiroshima í Japan og gerast spilandi þjálf- ari þar. Því starfi sinnti Dagur í þrjú ár en sú ákvörðun er enn að gefa af sér í dag. Sumum finnst þetta eflaust vera skrítin ákvörðun Dagur Sigurðsson er á leið í annað Japansævintýri á nýju ári, þrettán árum eftir að hann yfirgaf landið á sín- um tíma. Hann yfirgefur eitt besta landslið heims og afþakkaði tilboð frá ríkasta félagi heims til þess að stýra uppbyggingu handboltans í Japan næstu árin. Samningur Dags nær fram yfir næstu tvenna Ólympíuleika. Fagnaði oft með Þjóðverjum. Dagur fagnar hér í leik með þýska landsliðinu á ÓL í Ríó. Eftir leikana fór hann að ræða við japanska sambandið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Engir peningar að flækjast fyrir ákvörðuninni Árangur Dags með þýska landsliðið hefur gert hann að einum eftirsótt- asta þjálfara heims og var hermt í erlendum fjölmiðlum að bæði PSG og Veszprém vildu fá hann til sín. Einnig var sagt að japanska sam- bandið væri að bjóða Degi miklu betri samning en hann er með hjá Þjóðverjunum. Þjálfarinn segir að þær fréttir séu ekki alveg réttar. „Ég get alveg sagt það með góðri sam- visku að peningarnir voru nokkuð jafnir hjá öllum sem voru að falast eftir minni þjónustu. Það var því auðvelt að taka ákvörðun því það voru engir peningar að flækjast fyrir. Þetta var allt mjög svipað hjá öllum,“ segir Dagur en hann vill ekki staðfesta hvaða félög hafi boðið honum samning. „Þetta voru ekki mörg félög en ég ætla ekkert að tjá mig um nein félög. Það eru þjálfarar hjá þeim liðum og ekki skemmtilegt að vera að trufla þeirra störf.“ „Það er alveg hægt að segja það. Sumum finnst þetta eflaust vera skrítin ákvörðun hjá mér en fyrir mér er þetta mjög svo skynsamleg og yfirveguð ákvörðun. Við stefnum á að fjölskyldan flytji heim næsta sumar og ég flýg svo á milli Íslands og Japans. Ég veit ekki alveg hvað ég verð mikið í Asíu en ætli ég eyði ekki helmingnum af hverju ári í Japan,“ segir Dagur og bætir við að þessi langtímasamn- ingur sé stór ástæða fyrir því að hann ákvað að stökkva á tilboðið. Allir að hneigja sig og beygja Er Dagur tók við þýska lands- liðinu á sínum tíma var stefnan sett á að toppa á ÓL í Japan árið 2020. Nú verður hann með annað landslið á þeim leikum. Það gekk mun hraðar hjá honum að búa til alvöru lið hjá Þýska- landi en búist var við og gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þó svo það hafi gengið vel með liðið reyndist Degi það ekki erfitt að ganga frá borði. „Ákvörðunin sem slík var ekki erfið af því að ég er að fá starf í hend- urnar sem ég get stillt upp eins og ég vil hafa það. Það verður samt erfitt að skilja við liðið. Það er annar hlutur finnst mér. Það er svolítið erf- itt að vera búinn að móta lið í þessu stóra handboltalandi og allir farnir að hneigja sig og beygja fyrir mér. Það er hægt að byggja mikið ofan á þetta lið og næstu árin hefðu getað orðið skemmtileg. Væntanlega með fleiri titlum og stuði,“ segir Dagur sem getur þó svo sannarlega gengið stoltur frá borði. „Áður en ég kom til þýska sam- bandsins var búið að gefa það út að stefna á sigur á Ólympíuleikunum árið 2020. Ég var sammála þeirri stefnu að byggja til langs tíma. Svo gekk þetta hraðar en það breytti því ekki að þessi klásúla var í mínum samningi. Öryggisventill fyrir báða aðila.“ Gummi tróð ullarsokk í Dani Dagur sagði frá því í viðtali við íþróttadeild á dögunum að það hefði ekki bara verið dans á rósum að þjálfa þýska landsliðið. Það væru á stundum átök í bakherbergjum. Var umhverfið ein ástæða þess að hann ákveður að stökkva annað? „Nei, það spilaði nú ekki inn í. Það mátti reikna með slíku er ég kem inn í svona stórt batterí. Við sjáum nú hvernig hlutirnir voru hjá Gumma. Það eru alltaf átök en minna þegar vel gengur. Það var búið að ganga betur okkar megin framan af ári en svo náði Gummi að setja ullarsokkinn upp í þá sem var auðvitað stórkostlegt. Svona átök fylgja svona starfi og ef maður vill breyta einhverju hjá stóru og þungu sambandi.“ Langar að búa heima Sá kostur að geta flutt fjölskylduna heim til Íslands var ein af ástæðunum fyrir því að Dagur tók tilboði Japana. Hefði hann verið áfram í Þýskalandi þá hefði fjölskyldan líka verið áfram þar í landi. „Við erum búin að búa úti í 20 ár og okkur langar að búa heima á Íslandi. Núna næ ég að stilla hlutunum upp eins og ég vil hafa þá. Það er mjög stórt að geta komið heim með fjöl- skylduna og svo er samningslengdin líka ákveðinn öryggisventill fyrir okkur. Svo erum við hrifin af Japan og við hlökkum til að geta hoppað á milli Reykjavíkur og Tókýó.“ Dagur Sigurðsson Fæddur: 3. apríl 1973 Leikmannsferill: Uppeldisfélag: Valur 1996-2000: Wuppertal 2000-2003: Wakunaga Hiroshima 2003-2007: Bregenz Þjálfaraferill: 2000-2003: Wakunaga (spilandi þjálfari) 2003-2007: Bregenz (spilandi þjálfari) 2008-2010: Austurríska landsliðið 2009-2015: Füchse Berlin 2014-2017: Þýska landsliðið Það er svolítið erfitt að vera búinn að móta lið í þessu stóra hand- boltalandi og allir farnir að hneigja sig og beygja fyrir mér. Næstu árin hefðu getað orðið skemmtileg. Væntan- lega með fleiri titlum og stuði. Dagur Sigurðsson SPORT Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 D -1 C 4 C 1 B 6 D -1 B 1 0 1 B 6 D -1 9 D 4 1 B 6 D -1 8 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.