Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 46

Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 46
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. ÚTGEFANDI: 365 MIÐLAR | ÁBYRGÐARMAÐUR: Svanur Valgeirsson UMSJÓNARMENN EFNIS: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 SÖLUMENN: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Elín Albertsdóttir elin@365.is Ana StaniceviĆ hlustaði á íslenska tónlist þegar hún var unglingur og var alltaf ákveðin í að læra íslensku. MYND/EYÞÓR Ana á ferðalagi um Kotor í Svartfjalla- landi. Ana er félagslynd og söngelsk. Hún syngur með tveimur íslensk- um kórum og kann flest helstu jólalögin. Ana verður með jóla- tónleika ásamt félögum sínum í Söngfjelaginu um aðra helgi í Langholtskirkju. „Ég kom hing- að til að læra íslensku. Það hefur verið draumur minn frá því ég var barn að læra þetta tungumál. Einnig hef ég gríðarlegan áhuga á íslenskri menningu og bókmennt- um. Eftir háskólanám í bókmennt- um og skandinavískum fræðum í Belgrad kenndi ég um tíma norsku þar auk þess að vera í doktorsnámi. Ég fór líka í lýðháskóla í Noregi til að læra norskuna betur en langaði mikið til að læra íslensku og fær- eysku. Ég ákvað því að láta þann draum rætast,“ segir Ana. ÍSLENSKUR KÆRASTI „Það var eitthvað sem heillaði mig við Norðurlönd þegar ég var barn. Maður ímyndar sér eitt og annað og ég sá snjó og ævintýri í hillingum. Tónlistin heillaði og ég las allar bækur sem ég komst í. Ég veit ekkert hvaðan þessi áhugi kemur. Ísland stóð sannarlega undir væntingum mínum og mér finnst mjög gaman að vera hér. Tungumálið þykir mér enn afar áhugavert þótt ég kunni það núna. Einnig er menningin í Reykja- vík ótrúlega spennandi. Það er svo margt í boði. Þá er landslagið stórbrotið, náttúran og umhverfið allt,“ segir Ana sem hefur eignast íslenskan kærasta og er ekkert á leið úr landinu. „Mér þykir tilver- an hér óvenjuleg miðað við þann heim sem ég kem frá og fólkið líka. Íslendingar eru ólíkir íbúum á meginlandinu. Þið eruð eyjar- skeggjar og mér finnst ég vera orðin það líka. Ég er búin að læra miklu meira en ég bjóst við og er alltaf að uppgötva nýja hluti,“ segir hún. „Ég hóf íslenskunám við Há- skóla Íslands þegar ég kom hingað fyrst, lauk því og var í framhald- inu boðið að kenna íslensku sem annað tungumál. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt. Ég er bæði að kenna háskólafólki íslensku sem fer síðan heim aftur og svo þeim sem koma hingað til að setjast að. Þetta eru ólíkir hópar sem gerir starfið fjölbreytt og eftirsóknar- vert. Auk þess læri ég sjálf mikið af samskiptunum og því er starf- ið bæði dýrmætt og gefandi. Eftir skólann fer ég síðan á kóræfingu,“ segir Ana og brosir. „Ég hef verið í kórum frá blautu barnsbeini, aðal- lega skólakórum en einnig skand- inavískum kór í háskólanum í Bel- grad. Þar sungum við Lúsíulög sem mér þykir mjög vænt um.“ DANSANDI ÁTRÚNAÐARGOÐ Ana fór á tónleika hér á landi fyrir tveimur árum þar sem margir kórar komu fram. „Þegar Söngfje- lagið kom á svið fannst mér kór- inn einstakur. Allir voru í litskrúð- ugum fötum og ég varð fyrir hug- ljómun. Ég fann að þau sungu með sálinni,“ segir Ana og segist hafa verið dáleidd af stjórnandanum, Hilmari Erni Agnarssyni. „Þegar hann stjórnaði var eins og hann dansaði fallegasta dans í heimin- um,“ segir hún. Á þeim tíma vissi Ana ekki að Hilmar hafði verið í pönkhljómsveitinni Þey sem hún hlustaði mikið á sem unglingur. „Svo skemmtilega vildi til að formaður kórsins var meðkenn- ari minn í háskólanum og bauð mér að vera með. Ég fór á æfingu og þar með varð ekki aftur snúið. Jólatónleikarnir okkar verða með írsk/keltneskum blæ ásamt ís- lenskum jólalögum. Einnig verð- ur frumflutt íslenskt jólalag eftir einn kórmeðlim, Olgu Guðrúnu Árnadóttur, sem er mjög spenn- andi og sérstakt. Núna er ég líka komin í Lúsíukórinn á Íslandi og mun syngja Lúsíu-lög með þeim um jólin. Ég hef kynnst menning- unni á Íslandi vel í gegnum kór- ana. Kóramenningin á Íslandi er afar sérstök,“ segir Ana. ÞÝÐIR BÆKUR Á SERBNESKU Til marks um lítið land er gaman að segja frá því að þegar blaða- maður hitti Önu á kaffihúsi í mið- bænum sat skáldið Sjón þar ásamt fleirum. Ana var uppnumin enda er hún nýbúin að þýða bók hans, Mánastein, yfir á serbnesku. Bókin kemur út þar í landi um áramót- in. „Svona er Ísland, maður rekst á ótrúlegasta fólk í bænum. Mig langar að þýða fleiri bækur og kynna íslenskar bókmenntir fyrir löndum mínum. Það væri gaman að búa til menningarbrú á milli Ís- lands og Serbíu. Næst langar mig að þýða skáldsöguna Síðasta ástar- játningin eftir Dag Hjartarson.“ ÓLÍKAR JÓLAHEFÐIR Ana ætlar að halda íslensk jól en heldur jafnframt í heiðri jól rétt- trúnaðarkirkjunnar sem hún til- heyrir menningarlega. „Ég hef gaman af jólaskreytingunum hér á landi, þær lýsa upp skammdeg- ið. Serbnesk jól eru ekki fyrr en 7. janúar og eru ólík ykkar jólum. Í minni trú eru ekki gefnar gjafir og við höfum ekki jólatré. Eikargrein er sett upp og jólin eru lágstemmd. Þau eru fyrst og fremst fjölskyldu- samvera. Margar skemmtilegar hefðir eru þó ríkjandi á mínum jólum, fyrir utan að borða góðan mat. Pabbi náði í hey og breiddi á gólfið. Í því voru faldar örsmá- ar gjafir, til dæmis sælgæti eða hnetur. Foreldrar mínir léku hænu og hana á meðan börnin leituðu að gjöfunum. Sá sem finnur gjöf á hana. Mér fannst þetta alltaf mjög skemmtilegt. Mamma bakar ávallt sérstakt jólabrauð og felur inni í því eina mynt. Sá sem finnur mynt- ina verður hamingjusamur á árinu. Allir vilja þess vegna finna mynt- ina en þetta er ekkert ólíkt íslensk- um möndlugraut,“ útskýrir Ana. Annar siður sem tengist jólum í Serbíu er þannig að sá sem kemur fyrstur í húsið á jóladag kemur með hamingju, góða heilsu og ást fyrir fjölskylduna. „Ég reyndi allt- af að vakna snemma, hlaupa út og vera svo fyrst til að koma í húsið. Annar siður er að setja eikargrein í eldstæði þannig að hún neisti en neistarnir tákna hamingju og gott líf.“ DÝRLINGUR Í ÆTTINNI Langalangafi Önu, Petar Zimonjić, er dýrlingur í orþódoxakirkjunni eða rétttrúnaðarkirkjunni. Ana heldur mikið upp á sögur af honum en hann var í raun bróðir langa- langömmu hennar og var ókvænt- ur prestur. Hann starfaði í Saraj- evo í Bosníu-Hersegóvínu og er frægur þar í landi fyrir góðverk sín og hjálpsemi við þá sem minna máttu sín. Hann sameinaði fólk af ólíkum trúarbrögðum og tókst að varðveita kýrillíska stafrófið sem páfinn á þeim tíma vildi útrýma. „Langalangafi minn var líflátinn í seinni heimsstyrjöldinni. Ég tengi svolítið við rétttrúnaðarkirkjuna vegna sögu minnar. Amma mín bjó heima hjá okkur þegar ég var barn og sagði mér margar falleg- ar sögur af honum. Sjálf er ég nú- tímamanneskja, ekkert sérstak- lega trúuð en tónlistin í rétttrún- aðarkirkjunni þykir mér falleg og áhrifarík.“ Á HEIMASLÓÐUM Borgin mín, Valjevo, er ein falleg- asta borg í Serbíu en mér fannst gaman að flytja til Belgrad. Hún er sömuleiðis falleg borg og menningar lífið blómstrar þar. Serbía liggur inni í landi svo það var venja að fara til Svartfjalla- lands á sumrin til að fara á strönd- ina þegar ég var krakki. Ég ferð- aðist mest um Balkanskagann með norskum samnemendum mínum þegar ég var í skólanum í Noregi og upplifði löndin með þeim. Ég hef ekki enn komið til Ítalíu þótt stutt sé að fara þangað,“ svarar Ana þegar hún er spurð um ferðalög á heimaslóðum. „En ég hef eignast ítalska vini hér á Íslandi,“ bætir hún við. „Þegar ég ferðast leita ég frekar í norður, til Finnlands, Sví- þjóðar, Noregs og Danmerkur.“ Ana segir að fjölskylda hennar skilji vel að hún vilji vera á Íslandi miðað við áhuga hennar á landinu alla tíð. „Systir mín hefur komið í heimsókn og foreldra mína lang- ar mikið að koma. Vonandi verður það einn daginn,“ segir Ana sem hlakkar mikið til tónleikanna með Söngfjelaginu sem verða í Lang- holtskirkju 4. desember kl. 16 og 20. Ana er líka byrjuð að læra á selló eftir að hún kom til Íslands og þar rætist enn einn draumur hennar. „Ég er að upplifa íslenska drauminn,“ segir hún og brosir. Fa rv i.i s // 1 11 6 20% ALLAR VÖRUR AFSLÁTTUR · BLACK FRIDAY · 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R2 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ I ∙ L Í F S S T Í L L 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 D -3 0 0 C 1 B 6 D -2 E D 0 1 B 6 D -2 D 9 4 1 B 6 D -2 C 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.