Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 68

Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 68
„Þetta er fyrsta bók okkar allra þannig við erum ánægðar og stoltar,“ segir Katrín Rut Bessadóttir, ein af þeim sem komu að bókinni Eldhús grænkerans. Hanna Hlíf Bjarnadóttir deilir uppskriftum sínum og Rut Sigurðardóttir myndaði réttina í bak og fyrir. „Hanna er gúrmepía, hefur verið græn- metisæta í meira en 30 ár og búin að vera að safna og búa til uppskriftir allan tím- ann. Rut smellir af eins og henni er lagið og ég skrifaði og sá um allt utanumhald um textann og stíliseraði í myndatökum,“ segir Katrín en stelpurnar bjóða til gleði vegna útgáfu bókarinnar á KEX hosteli í dag þar sem bókin verður á kostakjörum og veitingar úr henni til að smakka. Bókin inniheldur um 120 uppskriftir að grænmetisréttum og er fyrsta íslenska matreiðslubók sinnar tegundar. Katrín segir að réttirnir henti öllum og bókin til- valin fyrir þá sem vilja auka vægi græn- metisrétta á matarborði fjölskyldunnar. Sjálf er hún grænmetisæta og búin að vera það í tæpt ár og eiginmaður hennar á góðri leið, fréttahaukurinn Helgi Seljan. „Hann er hrifinn og hefur tekið þessum breytingum afar vel. Það er yfirleitt aldrei kjöt eða fiskur á borðum heima hjá okkur lengur. Kannski ef hann er einn með börnin, þá er pulsupasta eða eitthvað álíka,“ segir hún og hlær. „Sjálf ákvað ég að hætta að borða kjöt fyrir tæpu ári af ýmsum ástæðum. Mig langaði bara ekki lengur í kjöt, kannski vegna þess að ég vissi meira og ég gat ekki sætt mig við verksmiðjubúskap.“ Hún segir að það sé ekki dýrt að vera grænmetisæta og hún sjái mun á pen- ingaveskinu eftir ferð í verslun. „Það kom mér á óvart. Ég var ekki búin að gera ráð fyrir því og var ekkert að pæla í því enda afar óhagsýn húsmóðir. Ég kaupi eðlilega mikið af grænmeti og baunum og í þessi örfáu skipti sem ég kaupi kjöt þá finn ég alveg mun. Fyrir hverja máltíð heima hjá mér, þegar ég er að elda fyrir 3-4, fer kostnaðurinn ekki yfir 3.000 krónur. Þegar kjöt og fiskur bætast við þá er þetta fljótt að telja.“ Hún bendir á að maturinn í bókinni sé bragðgóður og djúsí eins og hún kemst að orði. Þá eru þetta ekkert endilega allt bráðhollar uppskriftir. „Það sem er líka rauði þráðurinn og er Hönnu hugleikið er matarsóun og að reyna að sporna við henni. Við erum að henda allt of miklum mat í ruslið. Í bókinni erum við að kenna hvernig er hægt að nýta afganga og elda upp úr þeim. Það er alltaf hægt að nota hráefnið betur. Þetta er ekki endilega hollustubók, ég hugsa vanalega miklu meira um að matur sé góður en hollur, þó að það sé vissulega plús. Þetta er djúsí og góður matur, bara inniheldur ekki kjöt eða fisk. Við erum að vona að það séu ekki endilega bara grænmetisætur sem kaupa bókina heldur líka hinir. Það er mikil- vægt fyrir heiminn og umhverfið og fyrir okkur á þessari jörð að við aukum vægi grænmetis í okkar fæði,“ segir Katrín. benediktboas@365.is Hugsa miklu meira um að matur sé góður en hollur Katrín Rut Bessadóttir fagnar í dag enda rúllar fyrsta bók hennar, Eldhús grænkerans, úr prentsmiðjunni. Hún segir að bókin sé ekki aðeins fyrir grænmetisætur heldur fyrir alla enda séu réttirnir svo góðir að eiginmaður hennar sé að breytast rólega í grænmetisætu. Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Katrín Rut Bessadóttir stoltar með bókina. MYND/ANNA LEA Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Freyja Kolbrún Þorvaldsdóttir lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 14.11. sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir vill fjölskyldan senda til starfsfólks 11G LSH fyrir góða umönnun, nærgætni og alúð. Hörður Sigþórsson Birgitta Harðardóttir Hrafnhildur Harðardóttir Guðmundur A. Sigurðsson Ásta Pála Harðardóttir Albert Sveinsson Árni Jón Harðarson Kolbrún Hrönn Harðardóttir Ólafur Eyberg Rósantsson ömmubörnin og langömmubörnin. Minning þín er ljós í lífi okkar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, Sigtryggs Ingvarssonar frá Skipum, Grænumörk 5, Selfossi. Sigríður Ingvarsdóttir Ásdís Ingvarsdóttir Okkar yndislegi og ástkæri Örvar Jakobsson Starmýri 2, Reykjavík, lést á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg 11. nóvember. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13. Bjarni Jakob Stefánsson Ásta Þórarinsdóttir Sólrún Jakobsdóttir Guðný Inga Guðbjörnsdóttir Stefán Gylfi Valdimarsson Þórdís Jakobsdóttir Þórarinn Ölversson Jóna Sigríður Gunnarsdóttir Okkar ástkæru, hjónin Sigríður Friðriksdóttir og Sverrir Símonarson Boðaþingi 24, Kópavogi, létust 14. og 16. nóvember. Útför þeirra fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi mánudaginn 28. nóvember kl. 15.00. Guðrún Kristinsdóttir Símon Sverrisson Margrét og Hafsteinn Hjálmarsbörn Erna Birna, Ægir Örn, Andrea og Karín Rós Símonarbörn og barnabarnabörn. 1783 Síðustu bresku hermennirnir yfirgefa New York-borg. 1897 Púertó Ríkó fær sjálf- stæði frá Spáni. 1940 Breska herstjórnin á Íslandi lýsir allt hafsvæði milli Vestfjarða og Græn- lands hættusvæði. 1952 Leikritið Músagildr- an eftir Agöthu Christie er frumsýnt í London. 1963 Forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, er jarðsunginn í Washington. 1973 Gríska forsetanum George Papa- dopoulos er steypt af stóli. 1982 Þyrla rekst í loftnetsvír og brotlendir skammt frá Sjónvarps- húsinu við Laugaveg í Reykjavík. Merkisatburðir Svíinn Alfred Nobel var allt í senn efnafræð- ingur, verkfræðingur, uppfinningamaður og vopnaframleiðandi og fékk einkaleyfi á sprengiefninu dínamíti á þessum degi fyrir 150 árum. Það sem Nobel uppgötvaði var ný leið sem gerði sprengiefnið sem hann hafði fundið upp hættuminna og hentugra í meðferð og hann kallaði það dínamít. Hann kynnti það til sögunnar í fyrsta sinn árið 1867 í Surrey í Englandi. Alfred Nobel var verulega auðugur maður og í síðustu útgáfunni af erfðaskrá hans voru ákvæði um að stór hluti auðæva hans færu í stofnun sérstakra verðlauna. Frá árinu 1901 hafa Nóbelsverðlaunin verið veitt þeim sem skara farm úr í eðlis- fræði, efnafræði, læknisfræði, bókmenntum og þeim sem hafa stuðlað að friði í heim- inum. Verðlaunin eru að öllu jöfnu afhent í Stokkhólmi við hátíðlega athöfn, nema friðarverðlaunin sem hafa frá upphafi verið afhent í Ósló. Þar er einnig Friðarsafn en það var vinkona Nobels, friðarsinninn Bertha von Suttner, sem átti frumkvæðið að þeim. Þ ETTA G E R Ð I ST 2 4 . N ÓV E M B E R 1 8 6 5 Nobel fær einkaleyfi á dínamíti  Alfred Nobel 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R50 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 D -3 4 F C 1 B 6 D -3 3 C 0 1 B 6 D -3 2 8 4 1 B 6 D -3 1 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.