Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 72

Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 72
Hann er einn á svið-inu, í öfugri peys-unni, hálfflæktur í seríunni og með hangikjöt í hárinu. Bergur Þór Ingólfs- son leikari hefur skapað nýja per- sónu, Einar, sem er alger einstæð- ingur en leiðist aldrei. Dótið í kring um hann er dæmigert háaloftsdót, gömul föt og ferðatöskur og ein- hvern veginn hefur gömul eldavél slæðst með. Við vitum ekki hvort Einar er tölvumaður en tölvan er að minnsta kosti ekki sýnileg. Hér er æfing í gangi á leikritinu Jólaflækju. Rennslinu er að ljúka á Litla sviðinu og eftir það tyllum við Bergur okkur niður við borð í anddyri Borgarleikhússins þar sem hann lýsir því hvernig þessi sýning kom til og hvað hann sé að bralla þar. „Mig langar alltaf að leika mér. Grufla aðeins í sköpunarmættinum og gera eitthvað nýtt,“ segir Bergur Þór grallaralegur. Nú kveðst hann hafa fengið tækifæri til að búa til sýningu á þann hátt sem hann hafi alltaf langað til. „Æfingatímabilið er spuni, bara eins og að vera ellefu ára að leika sér með dót og athuga möguleikana. Ég er með ákveðinn einstakling, hann Einar sem er alltaf einn, borðar einn og býr einn en finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Hann er hins vegar mikill klaufabárður og ég lýsi því hvernig hann tekst á við það að lokast uppi á háalofti á aðfanga- dagskvöld og halda jólin þar. Það er í senn raunalegt og spaugilegt.“ Leikritið Jólaflækja sprettur meðal annars frá minningum Bergs frá því hann var lítill. „Þá var ekki margt í sjónvarpinu, að minnsta kosti ekki mikið barnaefni,“ rifjar hann upp. „Reyndar voru Tommi og Jenni í fimm mínútur fyrir fréttir á mánudögum. Ég horfði alltaf á þá og líka Harold Lloyd sem var á föstu- dögum ef ég man rétt. Ég sæki svo- lítið í þetta – í einfaldleikann.“ Einar er fullorðinn maður og Berg- ur segir Jólaflækju bæði fyrir börn og fullorðna. „Ég held að börn geti alveg fundið til með eldra fólki og sett sig í spor þess,“ segir hann. „Þessi sýning er hugsuð sem aðventuafþreying fyrir hvern sem er.“ Jólaflækja verður frumsýnd á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu á morgun klukkan 13. Sýningin er innan við klukkutími að lengd og er látbragðsleikur. Hún er þó ekki hljóðlaus því Garðar Borg- þórsson gerði tónlist við sýninguna og Bergur „fékk að búa til smá“ að eigin sögn. Hann tekur fram að Móeiður Helgadóttir sé höfundur leikmyndar og búninga. Bergur hefur á síðustu árum sett upp vinsælar og fjölmennar barna- og fjölskyldusýningar. Má þar nefna Mary Poppins og Billy Elliot. „Þetta voru stórar og flóknar sýningar með yfir hundrað manna ímeil-lista. Það er góð tilbreyting að vera bara með þrjá á póstlistanum núna og þurfa ekki að snúa öllu leikhúsinu við. Bara að dunda sér, eins og þegar ég var ell- efu ára inni í herbergi með Aksjón- karlinn minn, en fá samt að búa til sögu og sýningu og nýta allt sem ég hef lært frá því ég var ellefu ára.“ Mig langar alltaf að leika mér og gera eitthvað nýtt Bergur Þór Ingólfsson hefur gert grátbroslegan gamanleik án orða um klaufabárðinn Einar sem lokast uppi á háalofti á aðfangadagskvöld. Jólaflækja verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á morgun. „Best að skreppa upp á háaloftið og ná í jólaskrautið,“ gæti Einar verið að hugsa þarna efst í stiganum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is TÓNLIST Sigrún Eðvaldsdóttir, Joaquin Páll Palomares, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir HHHH Strengjakvartettar eftir Beethoven og Brahms Norðurljós í Hörpu Sunnudagur 20. nóvember Fyrstur í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudaginn var kvartett op. 18 nr. 3 eftir Beethoven. Spilamennskan var unaðslega tær og nákvæm, kraft- mikil og full af lífi. Sigrún Eðvalds- dóttir og Joaquin Páll Palomares léku á fiðlu, Þórunn Ósk Marinós- dóttir á víólu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Þau spiluðu sem einn maður. Verkið markar endinn á fyrsta skeiði æviferils Beethovens. Hefð er fyrir því að skipta starfi hans í þrjú tímabil. Það fyrsta einkennist af heiðríkju og æskufjöri. Í öðru tíma- bilinu er allsráðandi hetjuskapur og barátta við örlögin. Beethoven var þarna farinn að tapa heyrn, en hann var staðráðinn í að láta það ekki eyðileggja fyrir sér. Hann þjálfaði sig í að semja tónlist án þess að þurfa að heyra hana. Á lokatímabilinu var hann búinn að sætta sig við örlög sín. Hann var orðinn heyrnarlaus og því mjög einangraður frá mann- legu samneyti. En það var friður yfir verkum hans og oft mikil gleði sem kalla mætti háleita. Þó að kvartettinn sem hér var fluttur sé ekki eins djúpur og þeir síðustu sem Beethoven samdi, er hann ákaflega fallegur. Það er eitt- hvað einstaklega þægilegt við hann. Hægt er að hlusta á hann í andakt á fullum styrk, en líka hafa á fón- inum í bakgrunni, til að skapa góða stemningu. Hitt verkið á efnisskránni var kvartett op. 51 nr. 1 eftir Brahms. Hann var anal týpa, eins og það er kallað. Fullkomnunaráráttan og sjálfgagnrýnin var gífurleg. Margir í kringum hann útnefndu hann arf- taka Beethovens og það var þungur kross að bera. Hann fann til svo mikillar ábyrgðar að hann henti fullt af tónsmíðum sínum. Eða þá að hann var sífellt að laga þær til. Kvartettinn sem hér um ræðir er sá fyrsti eftir Brahms sem var gef- inn út. Hann hafði þá samið tutt- ugu kvartetta þar á undan – sem hann notaði fyrir eldivið! Þetta er meistaraleg tónlist, alsett grípandi melódíum. Úrvinnslan er frumleg, en þó rökrétt. Fjórmenningarnir á tónleikunum léku hann af aðdáun- arverðri festu og öryggi. Fiðlurnar voru dásamlega fókuseraðar, víól- an safarík og sellóið djúsí. Hvergi var röng nóta. Rétti skaphitinn var í túlkuninni. Hún var markviss og snörp, framvindan spennuþrungin með glæsilegum hápunktum. Inn á milli voru draumkenndar stundir sem einkenndust af nostursam- lega mótuðum blæbrigðum. Smá- atriðin voru skýr og falleg, heildar- myndin úthugsuð og tignarleg. Þetta var flott. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Magnaðir tónleikar með frábærri tónlist og spilamennsku á heimsmælikvarða. Sá sem ekki varð eldinum að bráð „Sellóið var djúsí,“ segir í dómnum. Bryndís Halla Gylfadóttir lék á það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R54 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 D -0 D 7 C 1 B 6 D -0 C 4 0 1 B 6 D -0 B 0 4 1 B 6 D -0 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.