Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 76

Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 76
NautNiN er samofiN maNNiNum og alltaf spurNiNg hverNig farið er með haNa. Ég tel að sýNiNgiN geti kveikt spurN- iNgar og umræðugruNd- völl. KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR A Ð V E N T U T Ó N L E I K A R HÁTEIGSKIRKJU SUNNUDAGINN 27. NÓVEMBER KL . 17.00 OG 20.00 Miðaverð: 3 .000 kr. í forsölu 3 .500 kr. við innganginn. Miðar fást hjá kórkonum, í síma 896 6468 eða á netfanginu postur@kvennakorinn.is. ÁGOTA JOÓ st jórnandi Að tónleikum loknum býður kórinn gestum upp á léttar og jólalegar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir velkomnir. Nautn / Conspiracy of Pleasure er sam­starfssýning Lista­safns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri, sem var sett upp fyrir norðan í sumar en er nú komin suður yfir heiðar og verð­ ur opnuð í Hveragerði klukkan 14 á morgun, laugardag. Inga Jónsdóttir safnstjóri þar segir hana hafa tekið smá breytingum við flutninginn. Bæði hafi ný verk bæst við og hver sýning sé aðlöguð því rými sem hún er sýnd í. „Það er alltaf blæbrigða­ munur því hver staður kallar á breytta útfærslu,“ útskýrir hún. Inga segir ánægjulegt að eiga samstarf þvert á hálendið. „Það eru listamenn bæði að norðan og sunnan sem sýna og þeir taka þátt í uppsetningunni. Fimm þeirra eru með innsetningar sem þeir þurfa að aðlaga nýjum stað. Hluti af verki Jóhanns Torfasonar er til dæmis silkiþrykk á vegg.“ Nautn er marglaga sýning að sögn Ingu. „Þar eru margar tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun og neyslu. Upphaflega ætlaði ég að hafa sýninguna hér á næsta ári en ákvað svo að opna hana núna fyrir jól þegar neyslu­ hyggjan er í hámarki. Myndlist er gott tjáningarform og það er margt í samfélaginu sem kallast á við það sem sýningin fjallar um,“ fullyrðir hún og nefnir dæmi. „Helgi Hjaltalín tekur svolítið á lýðskrumi og auglýs­ ingum þar sem allt er sett í fallegan búning án þess að hugað sé að inni­ haldinu. Jóhann Ludwig Torfason er með svartan húmor, gráglettin verk sem nístir undan um leið og brosað er út í annað. Birgir Sigurðsson er einn sýnenda og hann verður með gjörning við opnunina klukkan 14 á morgun.“ Sú af listakonunum sem er bein­ tengdust við erótíkina í sínum verk­ um er Guðný Kristmannsdóttir sem bæði fjallar um sköp og sköpun, að því er Inga lýsir. „Anna Hallin er líka Nautn – Erótík og tengsl við munúð efnisins sýningin Nautn verður opnuð á morgun í listasafni Árnesinga í hveragerði. inga Jónsdóttir listasafnstjóri segir hana með tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun, neyslu og átökin við efnið. Inga Jónsdóttir safnstjóri, Jóhann Ludwig, Helgi Hjaltalín, Birgir, Anna, Eygló og Guðný. Lengst til hægri er Hlynur Hallsson safnstjóri. Mynd/dAníEL StArrrASon listameNN Á sýNiNg- uNNi NautN eru: Jóhann Ludwig torfason, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Birgir Sigurðsson, Anna Hallin, Eygló Harðardóttir og Guðný Krist- mundsdóttir. Bækur utan þjónustusvæðis – krónika HHHHH Ásdís Thoroddsen Útgefandi: Sæmundur 2016 Fjöldi síðna: 363. Fyrsta skáldsaga Ásdísar Thorodd­ sen, Utan þjónustusvæðis – krón­ ika, lýsir lífinu í afskekktum firði einn vetur í aðdraganda hruns. Þar lifa gamlar íslenskar hefðir, eins og nágrannaerjur, baktal um náung­ ann, þöggun og óþol gagnvart því sem er öðruvísi, góðu lífi og sam­ félag sveitarinnar lætur nútímann ekki komast upp með neinn moð­ reyk. Allir eru tengdir eða skyldir öllum og nánast ógjörningur fyrir utanaðkomandi fólk að komast inn í samfélag innfæddra, jafnvel eftir tuttugu ára búsetu í hreppnum. Miðpunktur og söguhetja Utan þjónustusvæðis er Heiður, sam­ býliskona skólastjórans, kennari án réttinda, kona með fortíð og dálítið vafasama nútíð, en ekki síst óþægi­ legar skoðanir og atti tjúd. Eins og gefur að skilja á hún sér ekki upp­ reisnar von í þessu lokaða samfélagi og hverfist sagan að miklu leyti um það hvernig sveitungunum tekst að hrekja hana á brott. Fleiri utangarðs­ menn koma við sögu, hópur Pólverja er sestur að í firðinum til að vinna í fiskvinnslu, á heimili Heiðar og Kristjáns skólastjóra er í nauðungar­ vist vandræðaunglingur að sunnan og um sveitina ráfar drykkjukonan Kristín í misannarlegu ástandi. Á móti þessum aðkomumönnum sem eru hreyfiafl sögunnar teflir Ásdís rótgrónum sveitungum, mektar­ mönnum og staffírugum frúm og úr verður heiftarleg togstreita þar sem hefðin og forpokunin reyna að kæfa nýgræðinginn. Sagan er dálítið rysjótt í stíl og frásagnartækni, stórgóð þegar hún rís hæst en dálítið flöt og ófullgerð í nokkrum lægðum. Málfarið er kjarnyrt og hefðbundið, nánast um of og virka samtölin stundum eins og afturgöngur úr skáldsögum fyrri tíma, en það er kannski með ráðum gert. Höfundi liggur heilmikið á hjarta og kemur því röggsamlega til skila; einangrun og einsýni eru af hinu illa og samfélag sem ekki er opið fyrir nýjum áherslum og hugs­ unarhætti er dauðadæmt. Sterkasti þráður sögunnar er þó kynferðis­ legt ofbeldi gegn börnum og þögg­ unin um það; alla grunar, allir hafa heyrt en enginn gerir neitt. Þess í stað eru magnaðar upp kjaftasögur um staðlausa stafi og pínulitlar fjaðrir gerðar að fimm hænum á augabragði. Annar sterkur undirtónn sögunn­ ar eru þjóðsagnavísanir og minni, einkum í sögur af skessum sem tál­ draga menn og breyta þeim í tröll og ungum fögrum stúlkum sem ekki eiga annan kost en að ganga í björg. Þær sögur endurspeglast í nútíma frásagnarinnar á áhrifamikinn og eftirminnilegan máta. Raunar má segja að hér sé öll saga íslenskra sveita til grundvallar og þá um leið saga þjóðarinnar sem eitt sinn var svo einangruð. Ásdís er kvikmyndagerðarkona og þess sér stað í lýsingum hennar og myndrænni byggingu sögunnar á mjög jákvæðan hátt, en stundum er það þó til trafala þegar áherslan liggur of þungt á að sýna persónur og sögusvið utan frá í stað þess að kíkja í huga þeirra og tilfinninga­ líf. Að öllu samanlögðu er þó Utan þjónustusvæðis hin skemmtilegasta lesning og vekur til umhugsunar um margt sem ekki fer hátt í almennri umræðu. Friðrika Benónýsdóttir NiðursTaða: Skemmtileg og á köflum áhrifarík skáldsaga sem tekur á viðkvæmum málum. Ókyrrð við fjörðinn með erótískar tilvísanir en allar eru þær Guðný, Anna og Eygló Harðar­ dóttir með sterk tengsl við munúð efnisins ef svo má segja.“ Hlynur Hallsson, safnstjóri Lista­ safnsins á Akureyri, opnar sýning­ una Nautn á morgun. „Ég opnaði sýninguna fyrir norðan og við skiptum svona með okkur verkum,“ segir Inga og tekur fram að sýningin sé opin öllum aldurshópum, það sé alltaf ókeypis inn og allir velkomnir. „Nautnin er samofin manninum og alltaf spurning hvernig farið er með hana. Ég tel að sýningin geti kveikt spurningar og umræðugrund­ völl. Hún getur verið áhugaverður og náttúrulegur hvati til að fjalla um ýmislegt sem hugsanlega væri við­ kvæmara að fjalla um annars staðar.“ 2 5 . N ó v e m B e r 2 0 1 6 F Ö s T u D a G u r58 m e N N i N G ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 C -E 1 0 C 1 B 6 C -D F D 0 1 B 6 C -D E 9 4 1 B 6 C -D D 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.