Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 78

Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 78
Reykskynjari, optískur 1.386 kr. Tilboðsverð í vefverslun Listaverð: 1.980 kr. Öryggismiðstöðin | Sími 570 2400 | oryggi.isELDVARNIR Mikið úrval reykskynjara, slökkvitækja og eldvarnarpakka í vefverslun á oryggi.is. # miðnótt í Öræfum # 13. nóvember 2015 Hún tekur af sér grímuna og horfir í spegilinn, á ljósleitan blettinn sem glóir á enni hennar. Hér í frostinu líkist bletturinn einni af stjörnunum á himninum. Hún fer í göngu upp af bænum flesta morgna og fær að horfa á þær. Stjörnurnar á himninum, sem stundum tindra niður á jökulinn. Þær eru fallegar. Bletturinn hefur fylgt henni frá fæðingu þótt glitið hafi ekki komið í ljós fyrr en síðar, þegar hún var ellefu og flutti á Freyju­ götuna og byrjaði á lyfjunum. Hún eignaðist vin í hverfinu, Bensa Valkoff, sem stóð á sama um blettinn. Hann settist bara einn daginn við ljósastaurinn fyrir framan húsið hennar og sagði að fyrst hún væri flutt í hverfið gætu þau allteins orðið vinir. Hann átti litla systur, Margréti, sem fylgdi þeim hvert fótmál. Oftast voru þau fjögur saman, því Bjössi, vinur Bensa, slóst yfirleitt í hópinn. Síðan hefur langur tími liðið og nú er aðeins vitað um þrjú þeirra. Það rifjast upp fyrir henni þar sem hún stendur fyrir framan spegilinn að líklega var það á þessum degi fyrir þrjátíu og þremur árum, 13. nóvember 1982, sem litla systir Bensa Valk­ off hvarf. Upphaf skáldsögunnar Blómið, saga um glæp eftir Sölva Björn Sigurðsson Það er bara eitthvert lang-tímabrjálæði sem verður til þess að maður fer að takast á við svona verk-efni,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson, þýðandi og rithöfundur, spurður um hvað hafi orðið til þess að hann réðst í verkefni á borð við það að þýða bundin ljóð Arthurs Rimbaud. Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingar- verðlaunanna og á meðal tilnefndra verka er Uppljómanir og Árstíð í hel- víti eftir Arthur Rimbaud í þýðingum Sölva Björns og Sigurðar Pálssonar. Sölvi Björn bætir því við að þetta hafi óneitanlega hvílt á honum árum saman. „Ég byrjaði að lesa Rimbaud þegar ég fór til Frakklands árið 1998 en hafði nú eitthvað kynnst þessum ljóðum áður. Ég var að læra frönsku og fannst þetta vera einhver flottasti penni sem ég hafði nokkurn tíma lesið og hann er það ennþá tuttugu árum seinna. Vinur minn var þarna með mér á þessum tíma og einhvern veginn leiddumst við út í það að dunda okkur við það, svona frekar en að horfa á sjónvarpið, að þýða Rimbaud saman. Við kölluðum þetta Rembing um tíma enda var þetta tals- vert snúið. Rimbaud er svo kjarnaður í öllu sem hann skrifar að maður verður að vanda hverja einustu setningu mjög vel eins og hann gerði sjálfur. Það er eiginlega furðulegt til þess að hugsa að jafn ungur maður og hann hafi haft þessa yfirsýn. Þessa evr- ópsku yfirsýn yfir hugmyndafræðina sem bjó þarna að baki. En einhvern veginn nær hann að búa til heim- spekirit sem er skáldskapur og sagn- fræðirit sem er skáldskapur og hann gerir það í svo fáum orðum að það er eiginlega ennþá í senn aðdáunarvert og hvatning fyrir mann sjálfan þegar maður skrifar.“ Þýðingar sameina Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskar bókmenntir að fá þýðingar á góðum bókmenntum inn í íslenskt samfélag. Bæði nýjum bókmenntum sem og klassískum verkum á borð við ljóð Rimbaud sem voru ort fyrir meira en hundrað árum síðan. Sölvi Björn tekur undir þetta og segir að þessi ljóð Rimbaud séu einmitt svo tilvalin til þess að ná svo mörgu inn þó seint sé. En ég held að svona bókmenntir kannski lúri innra með fólki sem les mikið og lengi. Við erum náttúrulega Rembingur og spennusaga um tilfinningar Sölvi Björn Sigurðsson er tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna með Sigurði Pálssyni fyrir þýðingar á ljóðum Arthurs Rimbaud. En Sölvi Björn er einnig með nýja skáldsögu í jólabókaflóðinu. Tilnefndir þýðendur ásamt broti af umsögn dómnefndar um verkin Árni Óskarsson fyrir þýðingu sína á Fjársjóðseyjunni eftir Robert Louis Stevenson. Nákvæm og metn­ aðarfull túlkun Árna Óskarssonar á tærum stíl Stevensons kemur andrúmslofti sögunnar til skila á áreynslulausri og auðugri íslensku. Olga Holownia ásamt Áslaugu Agn- arsdóttur, Braga Ólafssyni, Magnúsi Sigurðssyni og Óskari Árna Óskars- syni fyrir þýðingu á ljóðasafninu Neyðarútgangur eftir Ewu Lipska. Neyðarútgangur er vel heppnað samvinnuverkefni undir ritstjórn Olgu Holownia þar sem þýðendurnir fimm leysa hverja þrautina á fætur annarri svo úr verður heilsteypt og veglegt ljóðasafn á tærri og lipurri íslensku. Hallgrímur Helgason fyrir þýðingu sína á Óþelló eftir William Shake- speare. Þýðing Hallgríms er afar vönduð, fyndin og léttleikandi og skilar merkingu textans á auðskiljan­ legu og skýru máli. Sigurður Pálsson og Sölvi Björn Sigurðsson fyrir þýðingar á ljóða- söfnunum Uppljómanir & Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud. Sigurði Pálssyni og Sölva Birni Sigurðssyni tekst með vönduðum og hugvits­ samlegum þýðingum einkar vel að viðhalda sköpunarkrafti texta sem endurnýjar sig í hvert sinn sem hann er lesinn. Ófeigur Sigurðsson fyrir þýðingu á skáldsögunni Verndargripur eftir Roberto Bolaño. Þýðing Ófeigs Sigurðssonar gerir orðfæri Bolaños og einkennandi setningabyggingu góð skil og í henni streymir frjó og kröftug rödd höfundar áreynslulaust fram á mergjuðu og skýru máli. Í dómnefnd sátu Tinna Ásgeirsdóttir (formaður), Ingunn Ásdísardóttir og Davíð Stefánsson. TilnEfningAR Til ÍSlEnSku þýðingAvERðlAunAnnA 2016 Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur og þýðandi, hefur í nægu að snúast í jólabókaflóðinu. FRéttABLAðið/EyÞÓR fámenn þjóð og það tekur tíma að byggja brúna.“ Út frá mikilvægi þýðinga þá bendir Sölvi Björn á að „þýðing bæði sam- einar tvo tíma, maður færir oft eldri bókmenntir inn í nútímann, og svo ryður þetta í burt menningarveggj- um og sameinar einhvern veginn hugmyndastrauma sem eru tengdir öllum. Það er eitthvað sammannlegt í besta skáldskapnum sem er ástæðan fyrir því að hann fer yfir á önnur mál.“ Bók um samkennd En Sölvi Björn er líka með nýja skáld- sögu, Blómið, saga um glæp, nú í jóla- bókaflóðinu. Skyldi þýðingavinnan og þá sérstaklega vinnan við Rim- baud hafa áhrif á þá vinnu? „Já, hann er alltaf með mér. Ég hef nú þýtt svona endrum og eins frá unga aldri og þetta er algjörlega sama vinnan. Það er gott að vita af einhverjum sem styður mann í einsemdinni við skrifin. Ein- hverjum sem skilur.“ En hvað er Sölvi Björn að takast á við í skáldsögunni? „Þetta er svona spennusaga um tilfinningar. Þetta er bók um missi og langferðina að hamingjunni. Samfundi og fortíðina sem hvílir á bak við hinar hversdags- legu athafnir og hvernig fólk vinnur úr þeim. Og hvernig þeir geta dunið á fyrirvaralaust þegar maður horfist allt í einu í augu við lífið. Það er ekki bara dagurinn í dag heldur margt sem býr að baki þeim degi sem bjó mann til. Þannig að þetta er svona bók um sam- kennd og það hvernig maður tekst á við það að vera í sambandi við annað fólk.“ Sölvi Björn segir að það sé mikill munur á þeirri vinnu að vera að fást við ljóðið og skáldsöguna. „Ljóðið er mynd sem klárast og tæmir sig en skáldsagan er alltaf stærri en maður sjálfur. Áskorunin felst þá soldið í því að hafa hemil á forminu og hvernig maður mótar allar myndirnar sem heimta að láta framkalla sig og raðar þeim saman þannig að aðrir geti notið.“ 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r60 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 C -F 4 C C 1 B 6 C -F 3 9 0 1 B 6 C -F 2 5 4 1 B 6 C -F 1 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.