Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 94

Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 94
„Roller derby er hröð snertiíþrótt sem er spiluð á hjólaskautum og fer fram á sporöskjulaga braut. Hvort lið samanstendur af fjórum varn- armönnum og einum hlaupara. Hlaupararnir skora stig með því að hringa andstæðingana og mynda varnarmennirnir því vegg til þess að koma í veg fyrir að hlaupari andstæðinganna komist fram hjá þeim. Á sama tíma reyna þeir að hjálpa sínum hlaupara að komast í gegnum vegg andstæðinganna og er þannig vörn og sókn spiluð á sama tíma,“ segir Gabríella Sif Beck, með- limur ferðaliðsins Ragnaraka, spurð út í íþróttina sem er heldur betur að hasla sér völl hér á landi. Gabríella kynntist íþróttinni fyrst þegar hún sá kvikmyndina Whip It eftir Drew Barrymore. „Mér fannst þetta áhugaverð íþrótt og langaði að prófa hana. Ég skráði mig á nýliðanámskeið í byrjun árs og dró vinkonu mína með mér því það var ekki séns að ég þyrði að fara ein. Nú hef ég leikið fjóra landsleiki og er að fara að spila minn annan leik með Ragnarökum á laugardaginn og fæ einfaldlega ekki nóg af derby,“ segir hún. Íþróttin í sinni núverandi mynd rekur uppruna sinn til Texas í Bandaríkjunum, en eftir að hafa verið hálf- gerð gervi-sjónvarps- þáttaíþrótt á níunda áratugnum voru regl- urnar endursamdar og leiknum breytt í alvöru íþrótt. „Í dag eru svo yfir tvö þúsund roller derby deildir út um allan heim,“ segir Gabríella. Á Íslandi eru aðeins tvö lið, ferðaliðið Ragna- rök og landsliðið Team Icel- and og því ekki miklir mögu- leikar til keppni í greininni. „Við erum dugleg að fá lið frá öðrum löndum til að koma og keppa við okkur. Nú þegar höfum við spilað fimm heimaleiki á móti liðum frá Frakklandi, Finnlandi, Sví- þjóð og Englandi meðal annars, en flest lið eru mjög spennt að koma til Íslands þar sem landið er orðið mjög vinsæll ferðamannastaður. Landsliðið okkar keppti síðan á Evrópumóti í Belgíu núna í septem- ber á móti liðum eins og Portúgal, Ítalíu og Wales. Við höfum því ágæta reynslu og erum alltaf að bæta við okkur,“ segir hún. Allir sem eru 18 ára og eldri geta æft roller derby. En haldið er nýliða- námskeið tvisvar til þrisvar á ári og verður næsta námskeið haldið í janúar. „Við auglýsum skráningu á nýliðanámskeiðin á Facebook-síð- unni okkar, Roller Derby Iceland, nokkrum vikum fyrir námskeið. Það þarf ekki að eiga hjólaskauta og eina skyldan er að mæta með sinn eigin hjálm,“ segir hún og hvetur sem flesta til þess að prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Fram undan er nóg um að vera en um helgina keppir ferðaliðið Ragna- rök á móti þýska liðinu Maniac Monsters Mainz. „Leikurinn verður haldinn í Hertz Höllinni á Seltjarnarnesi klukkan 16.30 og kostar bara 1.000 kr. inn og frítt fyrir 12 ára og yngri,“ segir Gabríella. gudrunjona@frettabladid.is Við auglýsum skráningu á nýliðanámskeiðin á Facebook-síðunni okkar, roller Derby icelanD, nokkrum Vikum Fyrir nám- skeið. Það ÞarF ekki að eiga hjóla- skauta og eina skylDan er að mæta með sinn eigin hjálm skautað gegn maniac monsters Roller derby eða hjólaskautaat hefur haslað sér völl hérlendis sem skemmtileg íþróttagrein. Um helgina keppir ferðaliðið Ragnarök við þýska liðið Maniac Monsters Mainz í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi klukkan 16.30. Roller Derby eða hjólaskautaat er sívaxandi íþróttagrein á Íslandi. MynD/Lucas MaRtinez. Hér má sjá ferðaliðið Ragnarök í miðjum leik. MynD/MaksyM GRys- HcHenko Söngvarinn Bruno Mars fer í mars á næsta ári í tónleikaferðalag um heiminn og hefur þetta ferðalag hans verið titlað 24K Magic World Tour. Miðar á tónleika í þessu ferðalagi Brunos fóru  í sölu á mánudaginn og í  engu var sparað  þennan dag. Bruno Mars kom fram á American Music Awards og sýndur var sér- stakur þáttur um hann í Sextíu mín- útum. Þessi aukna athygli á honum virðist hafa skilað sér því að honum tókst að selja milljón miða á einum degi. Geri aðrir betur. Í kjölfarið var bætt við einum fimmtán tónleikum í annars mjög svo þétta dagskrá Bruno Mars – en meðal annars var bætt við heilum fimm tónleikum í New York-borg, fjórum aukakvöldum í London og fjórum í viðbót í Forum-höllinni í Kaliforníu. Þess má einnig geta að viðtalið við Bruno Mars var fyrsta sjón- varpsviðtalið við hann í fjögur ár, en hann hefur látið lítið fyrir sér fara annars staðar en á sviði tónlistar í þennan tíma. Tónleikaferðalagið hefst 28. mars í Antwerpen en því lýkur ekki fyrr en 11. nóvember þegar hann treður upp í The Forum í Los Angeles, þá búinn að spila á nánast hverjum einasta fótboltavelli í Evrópu og Norður-Ameríku. – sþh bruno mars selur milljón miða Bruno Mars mun gera milljónir aðdáenda sinna um allan heim alveg vitlausa nánast allt næsta ár. 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r76 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 C -E A E C 1 B 6 C -E 9 B 0 1 B 6 C -E 8 7 4 1 B 6 C -E 7 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.