Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 6
Heilbrigðismál Notkun Íslendinga á metýlfenídatlyfjum hefur þrefald­ ast á síðustu tíu árum. Kostnaður Sjúkratrygginga vegna metýlfen­ ídatlyfja nam nærri sex hundruð milljónum króna í fyrra. Ekkert lát er á komu fíkla til SÁÁ þar sem lyf af þessu tagi eru fyrsta val sprautufíkla sem leita í örvandi efni. Ritalin og Concerta eru lang­ algengustu metýlfenídatlyf á Íslandi, notuð fyrir ADHD­sjúklinga en einnig misnotuð af fíklum. Halldór Gunnar Haraldsson, verkefnastjóri fjárhagsáætlana hjá Sjúkratryggingum Íslands, segir enga þjóð í heiminum nota metýl­ fenídatlyf í sama magni og Íslend­ ingar. Árið 2006 greiddu Sjúkra­ tryggingar Íslands með um 900 þúsund skömmtum á ári en í fyrra var sú tala komin upp í 2,9 milljónir skammta. Langstærsti hópurinn sem notar lyfin í dag er á aldrinum 20 til 39 ára. „Það er vitað að hluti efnanna fer á svartan markað, bæði til sprautu­ fíkla sem leita í örvandi efni en einnig höfum við heyrt af háskóla­ fólki sem notar örvandi lyfið til að vaka yfir nótt fyrir próf og þess háttar. Það er hins vegar eðli máls­ ins samkvæmt að við vitum lítið um það þar sem þetta er á svörtum markaði,“ segir Halldór Gunnar. SÁÁ kannaði ítarlega notkun metýlfenídatlyfja árin 2010, 2012 og 2015 og sýna niðurstöður þeirra að ekkert lát er á komu sprautu­ fíkla í meðferð sem velja þennan lyfjaflokk fyrst til að sprauta sig með. Því er ljóst að með hluta af þeim 600 milljónum sem varið er í lyfjaflokkinn frá SÍ er braskað á svörtum markaði og endar hann Þrjár milljónir ADHD skammta seldar í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan markað. Nærri þrjár milljónir dagskammta af Ritalini og Concerta fóru til Íslendinga í fyrra. hjá sprautufíklum. Einnig getur verið að sprautufíklar séu sjálfir áskrifendur að lyfjunum. Til skýringar byggir greining ADHD á huglægu mati viðkomandi læknis, líkt og með aðrar geðraskan­ ir. Læknir þarf að sækja um greiðslu­ þátttöku til Sjúkratrygginga Íslands og þar sem greining er oft býsna matskennd hefur starfsfólk Sjúkra­ trygginga takmarkaðar forsendur til að synja umsókn um lyfjaskírteini vegna metýlfenídatlyfja. sveinn@frettabladid.is 30 20 10 0 ✿ Örvandi lyf, lyf notuð við ADHD og lyf sem efla heilastarfsemi Samanburður við Noreg og Svíþjóð 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 10 ,2 2 4, 41 1, 77 11 ,8 3 12 ,6 5 6, 14 3, 35 14 ,4 6, 59 4, 49 16 ,2 5 7, 15 6 16 ,9 7 7, 48 7, 5 19 ,0 8 7, 59 8, 84 21 ,4 9 7, 81 9 ,7 7 22 ,1 7 8, 3 1 0, 58 26 ,0 9 8, 92 11 ,7 4 5, 33 2, 4 n Ísland n Noregur n Svíþjóð Heimild: Sjúkratryggingar Íslands Fjöldi dagskammta á hverja 1.000 íbúa Hlíðasmári 14 | 201 Kópavogi | www.tannbjorg.is | Sími 564 2425 Brynja Björk Harðardóttir tannlæknir hefur hafið störf á ný á tannlæknastofunni Tannbjörgu eftir að hafa búið og starfað í Stokkhólmi í 11 ár. Allir nýir og gamlir kúnnar velkomnir, börn og fullorðnir. Rústir einar Reykur rís upp úr húsarústum í sýrlensku borginni Daraa í samnefndu héraði landsins eftir loftárás hers ríkisstjórnar forsetans Bashars al-Assad. Uppreisnarmenn stýra nú stærstum hluta Daraa-héraðs en höfuðborgin sjálf er á valdi Assads. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í nærri sex ár og hafa að minnsta kosti fjögur hundruð þúsund manns látið lífið og milljónir flúið land. NoRdiCphotos/AFp lÖgreglumál Erlendur karlmaður sem grunaður er um að hafa rænt fjögur apótek undanfarna tvo mán­ uði mun áfram sæta gæsluvarðhaldi. Um þetta úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness í gær, en maðurinn skal sæta varðhaldi fram til þrítugasta nóvember. Varðhaldi átti að ljúka í gær. Ránin á maðurinn að hafa framið á Suðurnesjum, í Ólafsvík, Reykjavík og í Kópavogi. Greint er frá því á mbl.is að fyrsta ránið hafi átt sér stað í bílaapótekinu í Kópavogi þann 26. september. Hafi þá maður með hulið andlit komið inn og ógnað starfsfólki með hníf að vopni. Hin ránin þrjú voru hins vegar öll framin í nóvembermánuði. – þea Lengja varðhald meints ræningja sVÍÞJÓð Svíþjóð er það land innan Evrópusambandsins þar sem fæstir segjast eiga mjög erfitt með að ná endum saman. Erfiðustu aðstæðurnar eru hjá einstæðum með börn í öllum aðildarríkjunum. Aðeins tvö prósent þeirra 12 þús­ unda Svía sem spurðir voru af sænsku hagstofunni segjast eiga mjög erfitt með að ná endum saman og hefur þeim fækkað nokkuð frá 2008. Hjá aðildarríkjum Evrópusam­ bandsins er meðaltal þeirra sem búa við mjög bág kjör 10 prósent. Þeim fer fækkandi í átta löndum, þar á meðal Póllandi, Ítalíu og Möltu. Í hinum aðildarríkjunum fjölgar þeim hins vegar. – ibs Færri búa við bág kjör Gjafakort fyrir tvo á gamanleik eins og þeir gerast bestir Úti að aka 9.950 kr. Miði fyrir tvo á þessa vinsælu fjölskyldusýningu og geisladiskur með tónlistinni Blái hnötturinn 10.600 kr. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort fyrir tvo ásamt gómsætri leikhúsmáltíð fyrir sýningu eða í hléi Ljúffengt leikhúskvöld 12.950 kr. Sérstök jólatilboð Gefðu töfrandi kvöldstund í jólagjöf! Gjafakort Borgarleikhússins 2 4 . n Ó V e m b e r 2 0 1 6 F i m m T u D A g u r6 F r é T T i r ∙ F r é T T A b l A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 9 -8 2 3 8 1 B 6 9 -8 0 F C 1 B 6 9 -7 F C 0 1 B 6 9 -7 E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.