Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 36
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is fjölbreyttar málstofur verða á sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu í dag og á morgun. mynd/anton brink fimmtudagurinn, 24. nóvember l Íslenskur sjávarútvegur og utan- ríkismál l Sala og dreifing á íslenskum fiski á HORECA l Sögur af þróun í sjávarútvegi á Ís- landi l Tæknibreytingar við fiskveiðar og fiskleit l Vottun og áhrif á sölu íslenskra sjávarafurða l Fullnýting í verðmætar afurðir l Orkunotkun og orkusparnaður við veiðar og siglingu föstudagurinn, 25. nóvember l Laxeldi á Íslandi í alþjóðlegri samkeppni – Staða – Framtíðar- sýn - Stefna l Þróun í olíuverði – ógnir og tæki- færi í okkar viðskiptalöndum l „Fiskifræði sjómannsins“ og Hafró l Aukin verðmætasköpun í upp- sjávarfiski og grænu skrefin l Staða og tækifæri á bolfiskmörk- uðum Málstofur á sJávarútvegs- ráðstefnunni í Hörpu 2016 einar Þór lárusson heldur erindi um fullnýtingu þorsks í nýjar afurðir. Á málstofunni verða einnig fluttir sjö örfyrirlestrar um afurðir sem orðið hafa til úr aukahráefnum. mynd/anton brink Einar Þór Lárusson hefur í mörg ár unnið að vöruþróun og nýsköp­ un í matvælaiðnaði og hlaut meðal annars nýsköpunarverðlaun Ís­ lenska sjávarklasans í septem­ ber síðastliðnum. Á málstofunni fjallar Einar um nýtingu á auka­ afurðum í sjávarútvegi en síð­ astliðin 3 ár hefur Einar unnið verkefni á vegum Haustaks á Reykjanesi um slógnýtingu og endurnýtingu á fiskisalti. Á vef Íslenska sjávar klasans kemur fram að Einar hefur komið að fjölda verkefna fyrir saltfiskiðn­ aðinn á Íslandi og kom að mótun Fisktækniskólans og Codlands í Grindavík. Þar segir einnig að fjölmörg fyrirtæki og matarfrum­ kvöðlar innan Sjávar klasans hafi notið liðsinnis Einars við vöru­ þróun. „Þetta gengur út á að full­ nýta þorskinn svo engu sé hent. Við veiðum fiskinn, flökum hann og tökum af honum hausinn. Úr hausnum tökum við svo gelluna og kinnarnar eða þurrkum hausinn heilan eins og hann kemur fyrir eða söltum. Allt það sem verður eftir er hægt að nýta og búa eitt­ hvað til úr,“ útskýrir Einar. „Hér áður fór roðið í bræðslu og hryggurinn líka. Hins vegar er hægt að gera afurðir úr þessu öllu. Úr roðinu er til dæmis búið til kollagen og úr hryggsúlunni er hægt að búa til kalsíum­kollagen­ blöndu. Ég vann verkefni fyrir Þor­ björn og Vísi og Haustak þar sem við tókum slógið fyrir líka, brut­ um það niður og bjuggum til úr því olíu og mjöl svo ekkert varð eftir af fiskinum nema sandur og önglar.“ Einar segir mikla möguleika leynast í sjávarútvegi og að nýta megi afurðir enn meira en nú er gert. Þá verði ör þróun á næstu árum í vörum tengdum heilbrigðis­ geiranum sem unnar eru úr fiskaf­ urðum, jafnvel meiri en í matvæla­ iðnaði. „Það er hægt að brjóta hráefn­ ið enn meira niður en við höfum þegar gert og búa til dæmis til lyf sem nýtast manninum. Stærri framleiðendur hafa tæki og tól og peninga til að sinna þessu en smærri framleiðendur geta líka gert mikið. Allt er dýrt í starti en það skilar sér. Við eigum eftir að sjá það á komandi árum að fá má verðmeiri afurð út úr þeim hlutum fisksins sem við hugsum illa um í dag og þá helst einhver lækninga­ lyf. Einhverntíma verður það svo að flakið sjálft verður í raun orðið að aukaafurð,“ segir Einar. Á málstofunni fara einnig fram sjö örfyrirlestrar sem fjalla um afurðir sem unnar hafa verið úr aukahráefnum. IceProtein®, hágæða þorskprót- ín úr afskurði, Hólmfríður Sveins­ dóttir Lækningavörur úr hliðarafurðum þorsks, Bjarki Stefánsson Markaðssetning og branding auka- afurða (framúrstefnuhugmynd), Hrönn M. Magnúsdóttir Kítósan – Fjölhæft trefjaefni úr rækjuskel, Hélène Liette Lauzon Fullvinnsla á Reykjanesi, Davíð Tómas Davíðsson Auðgun á tilbúnum fiskréttum og grænmetisréttum með Omega-3, Grímur Þór Gíslason Margildi – Ný uppspretta Omega- 3 (framúrstefnuhugmynd), Snorri Hreggviðsson fiskflakið sjálft gæti orðið að aukaafurð Málstofa verður haldin á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu sem ber yfirskriftina fullnýting í verðmætar afurðir. Meðal fyrirlesara er einar Þór lárusson en hann fjallar um meðhöndlun á aukahráefni. Sjö örfyrirlestrar fara fram um aukaafurðir. Er fyrirtækið þitt Ready Business? Til að skara fram úr í viðskiptaumhverfi nútímans þurfa fyrirtæki að vera lipur og vel tengd. Til að fyrirtæki geti talist Ready Business þurfa þau að vera sveigjanleg og notast við alhliða samskiptalausnir til að ná sem bestum árangri við síbreytilegar aðstæður markaðarins. Slík fyrirtæki eru tilbúin að breyta áskorunum í tækifæri, aðlaga sig að þörfum viðskiptavina sinna og hámarka afköst starfsmanna. Kynntu þér málið á readybusiness.vodafone.is eða hringdu í 599-9500 Vodafone Við tengjum þig SUNNUDAGA KL. 20:35 SUNNUDAGA KL. 20:35 SjÁVarÚtVegSrÁðStefnan 2016 kynningarblað 24. nóvember 20162 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 9 -7 3 6 8 1 B 6 9 -7 2 2 C 1 B 6 9 -7 0 F 0 1 B 6 9 -6 F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.