Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 57
Björn Ingi Hilmarsson og Oddur Júlíus-
sson hafa verið á ferð um landið með
Lofthrædda örninn Örvar sem er nú
lentur í Þjóðleikhúsinu.
Síríus Konsum fléttast við íslenskt þjóðlíf á einstæðan hátt. Um áratugaskeið hefur þetta ljúffenga
gæðasúkkulaði gegnt ótrúlegustu hlutverkum, bæði á hátíðarstundum og í daglegu lífi; í bakstrinum
þegar mikið liggur við, drukkið heitt með rjóma á köldum degi, verið nesti á ferðalögum um hálendið
og gómsætur moli með kaffinu, svo eitthvað sé nefnt. Síríus Konsum kakó er framleitt úr besta
fáanlega hráefni. Sættu þig ekki við málamiðlanir þegar kakó er annars vegar.
VELDU SÍRÍUS KONSUM KAKÓ
www.noi.is
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ
ORATORS
- félag laganema við
Háskóla Ísland
stubb í þeirri veiku von að sigrast á
lofthræðslunni. Trúðsleikur af þessu
tagi er ekkert grín í framkvæmd en
Oddur heillaði áhorfendur upp úr
skónum og skemmti af miklum krafti.
Farandsýningar eru oft í eðli sínu
rammaðar inn með einfaldri umgjörð
og Björn Ingi er ekki að finna upp
hjólið í þeim efnum. Leiktjöld eru
sjaldgæf í nútímaleikhúsi en þau
passa þessari sýningu og mynda fal-
lega tengingu við eldri leikhúshefðir.
Nútímatæknin er stundum hreinn
óþarfi. Bæði ljósahönnun og bún-
ingahönnun voru með lágstemmd-
ara móti en þó snotur. En fallegustu
augnablikin skapar Oddur, undir
handleiðslu Björns Inga, þegar hann
vippar sér úr einum karakter í annan,
stundum eru allir þrír vinirnir að tala
saman. Þannig birtast mismunandi
stærðarvíddir áhorfendum á ljós-
lifandi hátt í gegnum flotta og skýra
líkamsbeitingu.
Björn Ingi treystir kannski um of
á hæfileika Odds til að halda athygli
áhorfenda og skemmtilegra hefði
verið að sjá dæmi um enn fleiri leik-
hústöfra en sýningin er samt sem
áður töfrandi í einfaldleika sínum.
Boðskapurinn er skýr: Þú verður að
reyna, taka áhættu og síðast en ekki
síst hafa trú á sjálfum þér. Þetta þurfa
fleiri en börnin að heyra á óvissu-
tímum og í íslenska skammdeginu.
Sigríður Jónsdóttir
Niðurstaða: Oddur Júlíusson fer á
flug í blíðri og bráðskemmtilegri sýningu.
Nýstárleg skáldsaga á traustum grunni
festing á hversu föstum fótum Einar
stendur í íslenskum sagnaheimi
og skáldskaparlist. Augljósustu
dæmin eru vísanir Storms í Pass-
íusálma Hallgríms Péturssonar, en
hann „nennir nú ekki að fara út í þá
passíusálma“ þegar illa hentar og
siðferðið er brostið. En sálmarnir
eru jú undirstaða íslensks siðferðis
í gegnum aldirnar. Í hina röndina
heillast Stormur, fyrir tilstilli Ein-
ars, af Agli Skallagrímssyni sem er
líkast til nafntogaðastur og virtastur
íslenskra siðblindingja og skálda
allt frá landnámsöld. Þannig lætur
Einar bókmenntirnar ramma per-
sónugerð og siðferði hins mælska
og bráðskemmtilega en húðlata og
sjálfhverfa Storms án minnstu fyrir-
hafnar.
Þessi nálgun er líka einkar viðeig-
andi þar sem Einar er hér alls ekki
að endurtaka leikinn frá því í Stormi
frá 2003, heldur mun fremur að
virkja persónur verksins til þess að
eiga í ákveðinni samræðu um sagna-
listina. Um hið rétta og sanna, sem
verður alltaf með einum eða öðrum
hætti þess sem ritar, og um líf og eðli
frásagna. Hér er því líka á ferðinni
skemmtileg skoðun á eðli skáld-
skaparlistarinnar og þess sérstaka
sambands sem myndast á milli höf-
undar og persóna hans.
Af þessum sökum eru Passíu-
sálmar Einars kannski ekki alveg
jafn frásagnardrifnir og kraftmikil
bók og margt af hans bestu verkum.
En það þarf þó ekki nokkur lesandi
að óttast að láta sér leiðast í sam-
neyti við sagnamanninn Einar og
persónurnar hans.
Magnús Guðmundsson
Niðurstaða: Bráðskemmtileg
endurkoma Storms í nýstárlegri
skáldsögu sem stendur engu að síður
föstum fótum í íslenskri sagnahefð.Einar Kárason kemur talsvert við sögu sjálfur í sinni nýjustu bók. FréttaBLaðIð/GVa
M e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 41F i M M t u D a g u r 2 4 . N ó v e M B e r 2 0 1 6
2
4
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:5
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
6
9
-7
D
4
8
1
B
6
9
-7
C
0
C
1
B
6
9
-7
A
D
0
1
B
6
9
-7
9
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K