Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 46
Í dag 15.55 Zenit - Maccabi Sport 3 17.55 Sparta - Southampton Sport 2 19.05 KR - Njarðvík Sport 20.00 Genk - Rapid Vín Sport 3 20.00 Man. Utd - Feyenoord Sport 2 Domino’s-deild karla 19.15 Skallagrímur - Stjarnan 19.15 Grindavík - Snæfell 19.15 KR - Njarðvík Olís-deild karla 18.30 ÍBV - FH 19.15 Selfoss - Fram Meistaradeild Evrópu, riðlakeppni A-riðill Arsenal - PSG 2-2 0-1 Edinson Cavani (18.), 1-1 Olivier Giroud, víti (45+1.), 2-1 Marco Veratti, sjálfsmark (60.), 2-2 Lucas Moura (77.). Ludogorets - Basel 0-0 Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel. Staðan: Arsenal 11, PSG 11, Basel 2, Ludogo- rets 2. B-riðill Besiktas - Benfica 3-3 0-1 Goncalo Guedes (10.), 0-2 Nélson Semedo (25.), 0-3 Ljubomir Fejsa (31.), 1-3 Cenk Tosun (58.), 2-3 Ricardo Quaresma (83.), 3-3 Vincent Aboubakar (89.). Napoli - Dynamo Kiev 0-0 Staðan: Napoli 8, Benfica 8, Besiktas 7, Dynamo 2. C-riðill Mönchengl. - Man. City 1-1 1-0 Raffael (23.), 1-1 David Silva (45+1.). Celtic - Barcelona 0-2 0-1 Lionel Messi (24.), 0-2 Messi, víti (55.). Staðan: Barcelona 12, Man. City 8, Mönc- hengladbach 5, Celtic 2. D-riðill Rostov - FC Bayern 3-2 0-1 Douglas Costa (35.), 1-1 Sardar Azmoun (44.), 2-1 Dmitri Poloz, víti (49.), 2-2 Juan Bernat (52.), 3-2 Christian Noboa (66.). Atlético - PSV 2-0 1-0 Kevin Gameiro (55.), 2-0 Antoine Griez- mann (66.). Staðan: Atlético 15, Bayern 9, Rostov 4, PSV 1. Nýjast Undankeppni EM 2017 Ísland - Portúgal 65-54 Stig Íslands: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 5/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunn- arsdóttir 2. Olís-deild karla Haukar - Valur 34-29 Mörk Hauka: Guðmundur Árni Ólafsson 11/3, Daníel Þór Ingason 8, Adam Haukur Baumruk 5, Janus Daði Smárason 4, Heimir Óli Heimisson 3, Elías Már Halldórsson 2, Þórður Rafn Guðmundsson 1. Varin skot: Giedrius Morkunas 12, Grétar Ari Guðjónsson 1. Mörk Vals: Josip Juric 9/4, Anton Rúnarsson 6, Heiðar Þór Aðalsteinsson 4, Sveinn Aron Sveinsson 3, Sturla Magnússon 2, Atli Már Báruson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Ýmir Örn Gíslason 1. Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 14. 2 4 . n ó v E M B E r 2 0 1 6 F I M M T U D A G U r30 s p O r T ∙ F r É T T A B L A ð I ð Góður endir á undankeppninni Flottum sigri fagnað Ísland bar sigurorð af Portúgal, 65-54, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í körfubolta. Íslenska liðið endaði því í 3. sæti riðilsins en það vann tvo leiki og tapaði fjórum. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í gær með 16 stig og átta fráköst. Karla- og kvennalið Íslands í körfubolta og karlalandsliðið í handbolta eru ósigruð í Laugardalshöllinni á árinu 2016. FRéttABLAðið/eRNiR FóTBOLTI Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteins- syni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. For- maðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knatt- spyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endan lega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð. Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og mál- efnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir for- maðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orð- rómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frá- bærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“ Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-lands- lið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk við- brögð við væntanlegu mótfram- boði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frá- bærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslauna- greiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. For- maðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörð- un. Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi for- manni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosninga- baráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann fram- kvæmdastjóri sambandsins þann- ig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands. henry@frettabladid.is Þessi tíðindi komu mér á óvart Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. Formannsslagur? Guðni Bergsson íhugar að fara gegn Geir. MyNDiR/eyþóR & ANtON SAMSett MyND/ViLHeLM Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ sport 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 9 -A E A 8 1 B 6 9 -A D 6 C 1 B 6 9 -A C 3 0 1 B 6 9 -A A F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.