Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 30
Hér klæðist Bergur buxum sem hann hannaði úr kápu af gamalli konu og gömlum Hugo Boss frakka sem pabbi hans átti. Peysan er keypt í Supreme í London og skórnir eru Yeezy Boost 350 Pirate Black. Úlpan er keypt í ,,vintage“-búð í París, rúllukragapeysan var keypt í Supreme- búðinni í London og buxurnar koma úr JÖR. Frá því Bergur Guðnason man eftir sér hefur hann haft mikinn áhuga á tísku og hönnun. Strax sem lítill strákur hafði hann sterka skoðun á því hvernig föt ættu að líta út á fólki, hvað passaði með hverju og hvað virkaði ekki. „Á þessum árum var ég strax farinn að velta fyrir mér klæðnaði fólks í kringum mig og farinn að spá í hvað mætti gera öðruvísi, breyta eða laga.“ Þessar pælingar hans voru þó ekki nóg að hans sögn, hann þurfti að fá að tjá sig og koma þeim út með einhverju móti. Því segir hann að fatahönnunarbrautin í Listahá- skóla Íslands hafi verið fullkominn vettvangur fyrir hann en þar hefur hann stundað nám undanfarin þrjú ár. „Áður en ég hóf nám þar var ég lærlingur hjá JÖR og vann portfol- io-möppuna mína á þeim tíma. Ég lærði mjög mikið á dvöl minni þar, fékk að vera með í allri hönnuninni og láta skoðun mína heyrast. Þessa dagana er ég hins vegar að byrja á hönnun útskriftarlínunnar sem ég mun sýna næsta vor.“ Hvernig lýsir þú stílnum þínum? Það er svolítið erfitt því hann er alltaf að breytast. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á rapptón- list og sæki mikinn innblástur þangað. Annars finnst mér skemmtilegt að prufa allt, ýta mér út í eitthvað sem mér finnst óþægilegt, því maður veit aldrei hvað virkar og hvað ekki. Hvernig fylgist þú með tískunni? Netið er mjög þægileg leið til að fylgjast með því nýjasta hverju sinni. Annars finnst mér gaman að skoða bækur eftir ólíka hönn- uði og skoða mismunandi tímabil í tískusögunni. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég vinn í JÖR og því er hún eðli- lega í miklu uppáhaldi. Við erum einmitt að opna nýja verslun á Skólavörðustíg á næstunni sem verður mjög spennandi. Erlendis eru það verslanir eins og Selfrid- ges í London og Printemps í París sem eru skemmtilegar. Svo fer ég alltaf í hönnunarhúsin og ímynda mér að ég sé með tíu millur í vasanum og hugsa hvaða föt ég myndi kaupa. Ég geri þetta raun- verulega. Annars er alltaf gaman að kíkja í Supreme og ég get eytt miklum tíma í að róta í „vintage“ búðum erlendis. Að rekast á eitt- hvað „vintage“ frá Margiela, Dior eða Louis er svipuð tilfinning og þegar maður finnur 1-2 svarta óopnaða Doritos-poka inni í skáp. Hverjir eru uppáhalds hönnuðir þínir? Virgil Abloh er í uppáhaldi hjá mér. Af öðrum má nefna Gosha Rubchinskiy og Stéphane Ashpool hjá Pigalle sem er geggj- aður. Svo eru auðvitað Raf Sim- ons og Rick Owens alltaf flottir. Áttu þér uppáhaldsflík? Föt sem ég hef hannað eru kannski uppá- haldsflíkurnar mínar þótt ég gangi ekki mikið í þeim. Þeir sem þekkja mig vita að skórnir mínir eru alltaf í miklu uppáhaldi. Bestu og verstu kaup þín? Þegar ég lít til baka er listinn yfir slæm kaup mjög langur. Djöfull sem maður átti mikið af ljótu dóti þegar maður var yngri. Annars keypti ég mér orginal svartan bomber-jakka í Spútnik fyrir nokkrum árum sem ég hef notað alveg endalaust. Notar þú fylgihluti? Ég er mikið fyrir bakpoka og töskur auk þess sem ég nota stundum derhúfur. Ég hef hins vegar aldrei gengið með úr, armbönd eða hálsmen eins og sumir gera því mér finnst það óþægilegt. Fólk er kyNNiNgarBlað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðLaR | ÁBYRgðaRmaðuR: Svanur Valgeirsson umSJónaRmenn efniS: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 SÖLumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Hettupeysan er frá Supreme í London, buxurnar eru keyptar í topshop og skórnir eru Yeezy Boost 750 ,,grey/ gum“. mYndiR/eYÞóR Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) NÝ SENDING FRÁ GERRY WEBER jólalínan komin Skoðið laxdal.is /London Calling Laugavegi 63 • S: 551 4422 Verðlækkun hjá okkur sl. 12 mánuði er 15-20% Starri freyr Jónsson starri@365.is 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ T í s k A 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 9 -A E A 8 1 B 6 9 -A D 6 C 1 B 6 9 -A C 3 0 1 B 6 9 -A A F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.