Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 56
Leikhús
Lofthræddi örninn Örvar
HHHHH
Höfundur: Lars Klinting
Þjóðleikhúsið – Kúlan
Leikgerð: Peter Engkvist og Stalle
Ahrreman
Leikstjórn og leikmynd: Björn Ingi
Hilmarsson
Leikari og tónlist: Oddur Júlíusson
Búningar: Berglind Einarsdóttir
Lýsing: Hermann Karl Björnsson
Þýðing: Anton Helgi Jónsson
Leiksýningin Lofthræddi örninn
Örvar var frumsýnd á höfuðborgar-
svæðinu, nánar tiltekið í Kúlu Þjóð-
leikhússins, síðastliðinn laugardag.
Á síðustu vikum hafa fjölmörg börn
á landsbyggðinni fengið heimsókn frá
Örvari sem er vel og til fyrirmyndar
hjá Þjóðleikhúsinu. Rúm tuttugu ár
eru síðan taugaveiklaði og lofthræddi
örninn Örvar ferðaðist síðast landið
um kring en þá stóð Björn Ingi Hilm-
arsson á fjölunum en leikstýrir nú auk
þess að hanna sviðsmyndina.
Í stuttu máli fjallar verkið um örn-
inn Örvar sem á bágt með að komast
yfir lofthræðslu sína en með hjálp
vina sinna, hins mennska Odds og
sérstaklega músarrindilsins Eðvarðs,
er hann staðráðinn í því að fljúga
hátt um himingeiminn. Leikgerðin
er unnin upp úr klassískri bók eftir
sænska barnabókahöfundinn Lars
Klinting. Handritið er svolítið brota-
kennt þar sem ýmsum frásagnar-
stílum s.s. tónlist og rímuðu tali er
blandað á frekar óskipulegan hátt en
það kemur ekki endilega að sök.
Því það er ungi leikarinn Oddur
Júlíusson sem er sál og hjarta sýn-
ingarinnar. Hann er lipur á sviði,
ljúfur í framkomu og með einkar
góða raddbeitingu. Athygli yngstu
áhorfendanna heldur hann alveg frá
byrjun þegar hann samdi lag nánast
úr engu með aðstoð ukulele og tón-
hermis. Hápunktur sýningarinnar er
óteljandi tilraunir Odds í hlutverki
Örvars til að klöngrast upp viðar-
Lítil sýning með
stórt hjarta
Bækur
Passíusálmarnir
HHHHH
einar kárason
Útgefandi: Mál og menning
Kápuhönnun: Alexandra Buhl / For-
lagið
Prentun: Oddi
Fjöldi síðna: 211
Það eru vandfundnir þeir höf-
undar sem hafa til að bera viðlíka
sagnagáfu og Einar Kárason þegar
kemur að því að segja sögur af
Íslendingum. Sérstaklega dálítið
öðruvísi Íslendingum, þeim sem
lifa og hrærast aðeins á jaðri hins
hversdagslega lífs. Fólks með viður-
nefni og sérvisku og með sögur í
farteskinu. Persónur Einars eru svo
ljóslifandi fyrir tilstilli mannlegra
ágalla sinna, orðfæris og hegðunar
að maður getur tæpast verið viss
um hverjir voru eða eru til í raun og
veru. Þær lifa á mörkum veruleika
og skáldskapar og það er heillandi
að fá að gægjast inn í þann heim.
Í nýjustu bók Einars, Passíu-
sálmarnir, snýr kunnugleg persóna
úr galleríi skáldsins aftur á bók.
Eyvindur Jónsson Stormur, úr skáld-
sögunni Stormur frá 2003, hefur
sent rithöfundinum sínar athuga-
semdir og sýn á það sem Einar lýsti
í þeirri bók og gripið til varnar fyrir
persónu sína og sjónarmið. Utan
um texta Storms fléttar svo Einar
frásagnir og viðhorf fleiri kunnra
persóna ásamt sinni hlið á kynnum
sínum af þessum sérstæða karakter.
„Þetta var ekki langt, þó kannski
svona þriðjungur af meðalskáld-
sögu eins og þessari; það var reynd-
ar skrifað á samskonar blöð og ég
sjálfur nota og með sama letri, en
það segir svo sem ekkert, þetta
er mjög algengt hvoru
tveggja. “ (Passíusálm-
arnir, bls. 7)
Þ e t t a h l j ó m a r
kannski eilítið rugl-
ingslega en er það engu
að síður ekki, þvert
á móti eru Passíu-
sálmar Einars einkar
þægileg og skemmti-
leg bók aflestrar. Frá-
sögnin öll er svo vel
byggð og haganlega
fléttuð að meira
að segja lesendur
sem kunna að vera
í þeirri ólíklegu
stöðu að hafa
aldrei lesið skáld-
söguna um Storm
þurfa ekkert að
óttast. Þeir félagar
Einar og Stormur
taka líka fullt tillit
til þeirra og vísa
eftir þörfum í fyrri
frásögn skáldsins.
Passíusálmar Ein-
ars eru um margt ein
hans frumlegasta og
óvæntasta skáldsaga.
En í senn er hún stað-
Nýstárleg skáldsaga á traustum grunni
2 4 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 F i m m T u D A G u r40 m e n n i n G ∙ F r É T T A B L A ð i ð
2
4
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:5
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
6
9
-6
E
7
8
1
B
6
9
-6
D
3
C
1
B
6
9
-6
C
0
0
1
B
6
9
-6
A
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K