Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 70
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 16.11.16 - 22.11.16 1 2 5 6 7 8 109 43 Petsamo Arnaldur Indriðason Pabbi prófessor Gunnar Helgason Þín eigin hrollvekja Ævar Þór Benediktsson Elsku Drauma mín Vigdís Grímsdóttir Svartalogn Kristín Marja Baldursdóttir Aflausn Yrsa Sigurðardóttir Drungi Ragnar Jónasson Tvísaga Ásdís Halla Bragadóttir Dagbók Kidda klaufa Jeff Kinney Ljúflingar-Prjónað á smáa og stóra Hanne Andreassen/Torunn Steinsland Bloggfærsla Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur um heil-brigðismál í Rússlandi frá því í október vakti gríðarlega athygli í rússneskum miðlum. Í nýjasta tölu- blaði Newsweek er saga hennar rakin og sagt hvernig bloggfærslan hafi verið kveikjan að því að rúss- neska þjóðin sé loks að vakna til vit- undar um heilbrigðismál í landinu. Ekki er langt síðan að Vladimír Pútín, forseti landsins, boðaði 33% niðurskurð í heilbrigðismálum, laun í læknastéttinni eru lág og dæmin sem Newseek tekur í frásögn sinni um heilbrigðismál í landinu eru langt frá því að vera eðlileg.  „Ég eyddi færslunni á sínum tíma því þetta var orðið þannig að ég fékk ekki frið fyrir rússnesku fjölmiðla- fólki. Það var endalaust verið að hringja og biðja mig um við- tal,“ segir Hanna en hún og Nikita Bazev,  eigin- maður hennar,  eru að flytja á ný til Íslands. Saga hennar var sögð um allt Rússland og þegar ríkissjónvarpið birti söguna tók Hanna færsluna út. „Foreldrar N i k i t a fengu ekki heldur frið og bróðir hans varð e i n n - ig fyrir áreiti. Þá þurfti yfirmaður sjúkrahússins sem ég fór á að svara allskonar erfiðum spurningum um málið og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Hanna Rún. Mikil umræða var um mál Hönnu Rúnar í rússneskum miðlum og skoðaði hún nokkur ummæli ásamt manni sínum. „Ég bað hann að þýða nokkur ummæli og sum voru jákvæð og sammála því sem ég hafði sagt. Önnur voru ekki jafn falleg. Það voru margir Rússar búnir að kvarta undan ástandinu en um leið og stelpa frá Evrópu kemur og kvartar þá á loksins að gera eitthvað. Eftir þennan storm fékk ég marga tölvupósta frá fólki sem þakkaði mér fyrir að stíga fram og segja frá þessum aðstæðum. Því ef Rússar gera það gæti það endað illa.“ Hanna bendir á að þýðingin hafi greinilega eitthvað skolast til því hún hafi aldrei sagt að gólfið væri mold- argólf og skíturinn væri upp um alla veggi. En aðstaðan hafi ekki verið í lagi og langt frá því að vera boðleg. „Það voru einhverjir sem sögðu að ég væri bara bitur útlendingur en ég elska Rússland. Maðurinn minn er Rússi og sonur okkar er hálfur Rússi. En þetta var bara ekki í lagi. Hreinlæti og annað skiptir máli þegar maður fer á sjúkrahús. Pabbi minn sagði einmitt að ef sláturhús á Íslandi liti svona út eins og klósettið á spítalanum sem ég fór á yrði því lokað.“ Umfjöllun um Hönnu Rún í Rúss- landi hefur breyst á síðustu vikum og samkvæmt Newsweek er eins og Rússland sé að vakna til lífsins. „Að breyta heilbrigðiskerfinu í landinu, það er ekkert svo slæmt,“ segir hún og brosir. „Ég var svolítið hrædd fyrst því það er ekkert sniðugt að abbast upp á ranga aðila í landinu. En það vita allir af þessu vandamáli og íslenskar konur láta ekki bjóða sér hvað sem er,“ segir Hanna sem er þó þakklát að hafa fengið hjálp frá rússneska kerfinu á sínum tíma. benediktboas@365.is Stígur fram gegn kerfi Pútíns Hönnu Rún Bazev Óladóttur hefur verið hampað í Rússlandi eftir að hún benti á ömurlegt ástand heilbrigðismála í landinu. Hið virta blað Newsweek gerir færslu Hönnu að umfjöllun í nýjasta blaði sínu. Í grein newSweek 2% Rússa treystir heilbrigðiskerfinu. 17.500 bæir og þorp eru ekki með læknisþjónustu. Rússar voru í síðasta sæti þegar Bloomberg skoðaði heilbrigðis- mál í þróuðum löndum. Rússnesk yfirvöld ætla að skera niður í heilbrigðismálum um 33%. Sumir læknar fá um 30 þúsund krónur á mánuði í Rúss- landi. 300.000 krabba- meinssjúklingar hafa látist án þess að fá nokkra með- ferð. Hanna Rún Bazev, Nikita Bazev og guttinn þeirra Vladimir Óli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r54 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 9 -6 9 8 8 1 B 6 9 -6 8 4 C 1 B 6 9 -6 7 1 0 1 B 6 9 -6 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.