Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 4
„... feikilega skemmtileg og lífleg saga … ekki er verra þegar boðskapurinn er færður í svo glæsilegan og skemmtilegan búning.“ HELGA BIRGISDÓTTIR / HUGRÁS www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39 sveitarstjórnir Fulltrúi Fram­ sóknarflokks í bæjarráði Grinda­ víkur sakar meirihlutann um sýndarmennsku í ráðningarferli nýs bæjarstjóra. „Með ástæðulausri uppsögn núver­ andi bæjarstjóra sem getur kostað bæjarfélagið allt að 18 milljónum króna hlýtur meirihluti bæjarstjórnar að hafa ákveðinn aðila í huga,“ bókaði fulltrúi Framsóknarflokksins. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis­ flokks og Lista Grindvíkinga sögðust harma að gefið væri í skyn að þegar sé búið að ráðstafa stöðunni. „Þær ásak­ anir eiga ekki við nein rök að styðjast og eru hreinn rógburður,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og lýstu furðu sinni á því að framsóknarfulltrúinn ætlaði „ekki að taka þátt í því fag­ lega ráðningarferli sem fram undan er í stöðu bæjarstjóra.“ Semja á við Hagvang um að annast ráðningar­ ferlið. – gar Sakar meirihlut- ann um sýndar- mennsku Kjaramál „Mér skilst að fleiri upp­ sagnir séu á döfinni, núna á föstu­ dag,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norð­ lingaskóla. Um það bil 70 kennarar hafa lagt inn uppsagnarbréf á síð­ ustu dögum. Þar á meðal sögðu 30 kennarar upp störfum sínum í gær. Ragnar Þór er einn þeirra kennara sem sögðu upp í gær. Samninganefndir Félags grunn­ skólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað hjá ríkissáttasemjara í um tíu daga. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segist vera bjartsýnn á að samkomulag náist. „Við værum ekki að þessu nema við teldum að við gætum samið,“ segir Ólafur. „Ástæða þess að kennarar eru að segja upp í hrönnum núna er að menn ætla sér ekki að glíma við ástandið ef samningurinn verður felldur af kennurunum. Menn eru ekki tilbúnir í verkfallsátök, bæði vegna þess að þeir hafa enga trú á að það komi neitt út úr því og svo líka af þeirri ástæðu að þeir hafa einfaldlega ekki efni á því,“ segir Ragnar Þór. Boðað hefur verið til fundar í dag hjá ríkissáttasemjara en fundum helgarinnar lauk án árangurs. Samið er í þriðja sinn en grunnskólakenn­ arar hafa nú þegar hafnað tveimur kjarasamningum. – þh Fleiri kennarar munu segja upp störfum Ragnar Þór Pétursson kennari. FRéttablaðið/GVa Róbert Ragnarsson fráfarandi bæjarstjóri. Hornafjörður Íbúar Hafnar í Hornafirði og starfsmenn leikskólans Lönguhóla í sveitarfélaginu mótmæla fyrirhuguðum endurbótum á hús­ næði leikskólans. Var bæjarstjórn afhentur undirskriftalisti  á fundi bæjarráðs í vikunni þar sem hvatt er til þess að nýr leikskóli verði byggður nær grunnskólanum og íþróttasvæði bæjarfélagsins. Leikskólinn Lönguhólar er í grónu íbúðahverfi og er að mati mótmæl­ enda talið eðlilegt að byggja nýjan leikskóla og tengja leikskólann betur við stoðstofnanir í bænum. Einnig sé mikilvægt að koma leikskólanum út úr íbúðahverfinu í bænum. Bæjarráð Hornafjarðar hefur ákveðið að halda fund með starfsfólki leikskóla og í framhaldi af honum verður fundur með öðrum íbúum. – sa Vilja nýjan leikskóla Frá Höfn í Hornafirði FRéttablaðið/PjetuR stjórnmál Hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt, hátekjuskatt, hærri fjármagns­ tekjuskatt og hærra auðlindagjald stóðu í Viðreisn í stjórnarmynd­ unarviðræðunum sem runnu út í sandinn í gær. Á tveggja manna fundi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sem haldinn var um miðjan dag í gær, tilkynnti hann henni að sannfæring hans fyrir þessu samstarfi væri engin. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingflokkur Vinstri grænna hafi óttast að þetta yrði niðurstaðan frá upphafi viðræðnanna. Fréttablað­ ið hafði enda greint frá því áður en formlegar stjórnarmyndunarvið­ ræður flokkanna hófust að nokkrir þingmenn Vinstri grænna væru spenntari fyrir samstarfi við Fram­ sóknarflokkinn. Sú afstaða hefur styrkst enn frekar í ljósi nýjustu tíðinda og líklegt er að flokkurinn muni reyna að sameina Framsókn inn í fimm flokka jöfnuna. Til þess að það gerist verður Björt fram­ tíð þó að slíta sig frá Viðreisn og ákveða, ásamt Pírötum, að láta af útilokun flokksins gagnvart Fram­ sókn. Þorsteinn Víglundsson, þing­ maður Viðreisnar, var fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Hann segir að þar hafi ýmsar hugmyndir um aukna tekjuskatt­ heimtu verið lagðar fram sem byggja ekki á hugmyndum helstu skattasérfræðinga landsins. „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stór­ auka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum saman­ burði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“ Eins og fram hefur komið sam­ þykkti Alþingi samgönguáætlun og aukið fjármagn til almanna­ trygginga, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára. Aðgerðirnar eru ófjármagnaðar og átti eftir að gera ráð fyrir þeim áður en ráðist yrði í útgjöldin sem lagt var upp með fyrir kosningar. Þorsteinn segir að verulega bratt hafi verið farið í þessa útgjaldaaukningu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi einfaldlega verið talað um að eyða of miklum peningum ofan á þessa upphæð. Það yrði ekki fjár­ magnað öðru vísi en með skatta­ hækkunum, að mati Þorsteins. Þorsteinn segir að hátekjuskatt­ urinn hafi þó ekki verið það sem steytti helst á. „Við erum í raun með þrjú þrep þó það sé verið að fækka þeim í tvö. Skattprósentan í efra þrepi er 46 prósent og það má spyrja sig hversu hátt menn ætla. Sú skattprósenta var ákveðin af ríkisstjórn Vinstri grænna og Sam­ fylkingar en nú vilja menn ganga enn lengra.“ Miklu frekar hafi hugmyndir um auðlegðarskatt staðið í Viðreisnar­ fólki. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð fyrir gífur­ legum vonbrigðum með viðræðu­ slitin í gær. „Allir þessir flokkar hafa talað fyrir því að bæta veru­ lega í heilbrigðiskerfið og mennta­ kerfið. Við settum ýmsar hug­ myndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar, að sjálfsögðu ekki.“ snaeros@frettabladid.is Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru á borðið. VG horfir nú til Framsóknarflokksins. Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópnum, ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, samflokksmann sinn, í spennuþrungnu andrúmsloftinu sem ríkti á alþingi í gær. FRéttablaðið/eyÞóR Við settum ýmsar hugmyndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar. Katrín Jakobsdóttir 70 grunnskólakennarar hafa sagt upp á síðustu dögum. 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 f i m m t u D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 9 -6 E 7 8 1 B 6 9 -6 D 3 C 1 B 6 9 -6 C 0 0 1 B 6 9 -6 A C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.