Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 28
Undanfarin ár hefur orðið mikilvæg vakning varðandi ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfis- og loftslagsmálum. Það á ekki síst við um framleiðslufyrir- tæki í alþjóðlegri samkeppni þar sem kröfur viðskiptavina um rekj- anleika allra þátta framleiðslunnar hafa stóraukist á stuttum tíma. Áhersla kaupenda á upplýsingar um áhrif framleiðslunnar á loftslag og umhverfi hefur stóraukist með aukinni alþjóðlegri umræðu og vit- undarvakningu um loftslagsmál, t.d. með Parísarsamkomulaginu sem undirritað var fyrir tæpu ári. Þessi áhersla er að sjálfsögðu mjög jákvæð því hún leggur þá ábyrgð á herðar framleiðslufyrir- tækjum að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar eins og mögulegt er og á sama tíma að sjá til þess að hægt sé að sýna fram á áhrifin til samanburðar fyrir viðskiptavini. Oddi er framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Við fram- leiðum prentvörur og umbúðir fyrir um 3.500 innlenda og erlenda viðskiptavini. Meðal stærstu sam- starfsaðila okkar eru fyrirtæki í Kennarar hafa dregist verulega aftur úr öðrum starfshópum í launum, og jafnframt er samfélagið orðið margslungnara og flóknara en fyrir nokkrum ára- tugum og barnahópurinn marg- breytilegri. Kennarar eru að vonum ýmist vígreifir í erfiðri baráttu eða þeir hugsa hryggir til þess að hætta störfum með börnum og snúa sér að öðru. Í umræðum síðustu daga um óánægju kennara með laun sín, vinnuaðstæður og þá vanvirðingu sem þeim er sýnd hafa þeir tilgreint framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar sem eina ástæðu þess að þeir telji starfsskilyrði sín rétt- læta hærri laun. Þessi menntastefna, sem tekin var upp 1995 og nú er lögfest á Íslandi, gerir ráð fyrir því að öll börn, óháð uppruna, trú, litarhætti, kynhneigð, fötlun eða öðrum sérkennum, eigi rétt á því að ganga í eigin heima- skóla. Stefnan er byggð á mannrétt- indahugmyndum og helst í hendur við stefnu um samfélag sem ein- kennist af fjölbreytni fremur en ein- sleitni, lýðræði og félagslegu réttlæti þar sem leitast er við að veita öllum þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Stefnan kallar á samvinnu kennara og annars starfsfólks skóla og fagfólks innan og utan skólanna, og á nokkuð breytt vinnubrögð. Ekki nóg að gert Þegar stefnan var tekin upp fylgdi því viðurkenning á því að kenn- arar þyrftu að fá stuðning til að breyta kennsluháttum sínum svo hægt væri að koma betur til móts við ólíkar námsþarfir nemenda í almennum bekkjum. Þess vegna hefur nemendum meðal annars verið fækkað í bekkjardeildum (eru nú að meðaltali um 20 í bekk í Reykjavík og færri úti á landi). Víða hafa uppeldisfulltrúar, sérkennarar og þroskaþjálfar verið ráðnir til að vinna með almennum kennurum við það að sinna einstaklingum. Enn fremur er sérfræðiþjónusta skóla kennurum til ráðgjafar og stuðnings. Grunnmenntun kenn- ara hefur líka breyst og starfandi kennarar hafa í auknum mæli til- einkað sér nýja kennsluhætti sem auðvelda vinnu með mjög fjöl- breyttum hópum. Þó er ekki nóg að gert. Fram hefur komið í fjölmörgum rannsóknum að kennarar eru almennt fylgjandi stefnunni um skóla án aðgreiningar en telja þó að aukið fjármagn þurfi að fylgja til að gera hana framkvæmanlega. Sama viðhorf kemur fram hjá foreldrum barna með fötlun eða sérþarfir. Við erum sama sinnis. Raunar erum við þeirrar skoðunar að upptaka stefn- unnar, sem er ein mesta breyting sem gerð hefur verið á skólastarfi frá upphafi, hafi hvorki verið nægi- lega vel undirbúin, né henni fylgt eftir með þeirri kynningu, þjálfun, ráðgjöf og eftirliti sem hefði auð- veldað framkvæmd svo umfangs- mikillar kerfisbreytingar. Ef menntamálayfirvöld, ráðu- neyti og sveitarfélög, sem gert hafa þessa stefnu að sinni, vilja að hún þróist á jákvæðan hátt ættu þessir aðilar að taka umkvartanir kenn- ara alvarlega og styðja þá við þetta þróunarstarf í þágu allra nem- enda. Sá stuðningur þarf að felast í viðurkenningu á því að þetta sé krefjandi og mikilvægt verkefni sem þarfnist umtalsverðra og raun- hæfra úrbóta. Réttlætir stefnan um skóla án aðgreiningar hærri laun kennara? Kolefnisspor og ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum Nú stendur yfir herferð til að fá fólk til að taka þátt í rannsókn sem ber yfir- heitið: „Blóðskimun til bjargar“. Það eina sem þarf að gera til að taka þátt í rannsókninni er að skrá sig á netinu og svo á málinu að vera lokið fyrir langflesta. Það er þó full ástæða fyrir fólk að staldra aðeins við og hugsa sig vel um áður en þátttaka er ákveðin. Skimunin mun skaða, en getur kannski gert gagn Læknisfræðilegar skimanir geta vald- ið valdið fólki skaða. Í þessari rann- sókn er það fyrst og fremst fólk sem mælist með forstig mergæxlis í blóði sem væri í slíkri áhættu. Jafnvel þótt hlutfall þeirra sem eru með forstig og munu þróa krabbamein sé mjög lágt, þá mun eftirlit hópsins á sex mán- aða fresti sífellt minna þá á þennan möguleika. Fjöldi rannsókna hefur þegar verið gerður á einstaklingum sem fá upplýsingar um forstig alvar- legra sjúkdóma. Þær sýna að slík vitn- eskja felur í sér álag sem getur jafnvel skaðað heilsu. Vegna þessa hefur ítrekað verið varað við því að fram- kvæma skimanir og leita að forstigs- þáttum sem ekki er vitað hvernig eigi að meðhöndla. Litlar líkur eru því á að upplýsing- arnar um forstigið muni lengja líf þeirra sem með það greinast. Einn- ig geta við rannsóknir á heilbrigðu og einkennalausu fólki komið í ljós aðrir þættir en leit beinist að. Oft er óljóst hvort þeir eru sjúkdómsvaldar eða ekki. Slíkt getur leitt til þess að meðhöndlað er ástand sem ekki hefði leitt til sjúkdóms (í þeirri von að hindra sjúkdóm) og meðhöndlunin ber í sér áhættu sem getur skaðað ein- staklinginn. Skortur á gegnsæi Samkvæmt tölum þeirra sem stýra rannsókninni mun um 1% þess hóps sem greinist með forstig á ári hverju þróa með sér mergæxli. Gera verður ráð fyrir að þeim sem greinast með mergæxli verði boðin krabbameins- meðferð. Ekki er ljóst af upplýsinga- bæklingi hvort sjúklingarnir muni fá hefðbundna meðferð eða hvort eigi að reyna ný lítt rannsökuð krabba- meinslyf. Við eftirgrennslan okkar á þessu atriði til Vísindasiðanefndar kom í ljós að rannsóknaráætlun þessa þjóðarátaks liggur ekki á lausu. Okkur (AS) hefur verið neitað um að sjá hana vegna viðskiptahagsmuna. Þess er getið að rannsóknaráætlunin inni- haldi tilgátur um meðhöndlun á mer- gæxli sem síðar kunni að njóta einka- leyfisverndar og höfundaverndar. Hér ræður kannski miklu að fjárfestinga- fyrirtækið «Black Swan» fjármagnar rannsóknina að mestu? Það krabbamein sem hér er verið að rannsaka er rúmlega 1% allra krabbameina sem greinast á Íslandi, um 25 tilfelli á ári hverju og meðal- aldur við greiningu er um 70 ár. Gera má ráð fyrir að á hverjum tíma séu í íslensku heilbrigðiskerfi um 90-100 manns með sjúkdóminn. Eftir að rannsóknin hefst verða til viðbótar við þá 100 sem nú eru í eftirliti og meðhöndlun a.m.k. nokkur þúsund einstaklingar sem krefjast athygli í gegnum þétt eftirlit. Kröftum heil- brigðisstarfsfólks verður því beint í skoðun á heilbrigðu fólki sem allflest myndi aldrei fá þann sjúkdóm sem þó öll athyglin beinist að. Er mögu- legt að það leiði til lengri biðlista í rannsóknir, eins og blóðrannsóknir og segulómun, og biðtíma til lækna? Það er mikilvægt að fá skýr svör við slíkum spurningum. Þjóðarátak án leyfilegrar umræðu Að lokum er vert að minnast á þá nálgun rannsakenda að gera rann- sókn, sem vekur flóknar siðferðilegar spurningar, að þjóðarátaki. Margt gott getur hugsanlega komið út úr þessari rannsókn, sérstaklega ef litið er til framtíðarþekkingar og í alþjóð- legu samhengi. Erfiðara er að koma auga á mögulegan ávinning fyrir þátt- takendur og jafnvel fyrir íslenskt sam- félag til skemmri tíma litið. Mögu- legur skaði er á hinn bóginn ljósari. Það er því umhugsunarvert þegar almenningur er laðaður til þátttöku með auglýsingarherferð og markaðs- átaki. Sú nálgun grefur undan megin- reglu vísindasiðfræðinnar um upplýst samþykki. „Blóðskimun til bjargar“: Hverju á að bjarga og á kostnað hvers? Umhverfismál og loftslags- mál koma okkur öllum við, þau eru ekki einkamál ríkis- valdsins. Litlar líkur eru því á að upplýsingarnar um forstigið muni lengja líf þeirra sem með það greinast Ef menntamálayfirvöld, ráðuneyti og sveitarfélög, sem gert hafa þessa stefnu að sinni, vilja að hún þróist á jákvæðan hátt ættu þessir aðilar að taka umkvartanir kennara alvarlega og styðja þá við þetta þróunarstarf í þágu allra nemenda. ✿ Samanburður á kolefnisspori við framleiðslu á karfapokum hjá Odda og fyrirtækjum á helstu samkeppnismörkuðum 3200 2900 2600 2300 2000 2030 Oddi 2279 Litháen 2546 Danmörk 2584 Þýskaland 2970 Pólland 3162 Kína Gunnar Sverrisson forstjóri Odda Gretar L. Marinósson Dóra S. Bjarnason Ólafur Páll Jónsson Anna Kristín Sigurðardóttir Berglind Rós Magnúsdóttir Brynja Elísabet Halldórsdóttir Hanna Ragnarsdóttir Kristín Björnsdóttir kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Hermína Gunnþórsdóttir kennari við Háskólann á Akureyri Ástríður Stefánsdóttir læknir og dósent í hagnýtri sið- fræði við Háskóla Íslands Jóhann Ág. Sigurðsson prófessor, Þróunarsvið Heilsugæslunnar og Heimilis- læknisfræði HÍ matvælaframleiðslu og útflutningi sem þarfnast hágæða umbúða sem skila afurðum ferskum alla leið á áfangastað. Þó að mikilvægi umhverfismála hafi ætíð leikið stórt hlutverk varð- andi framleiðslu á umbúðum urðu ákveðin vatnaskil í upphafi ársins þar sem kaupendur fóru í auknum mæli að krefjast þess að sölufyrir- tæki gætu sýnt fram á útreikninga um kolefnisspor bæði vörunnar og umbúðanna. Við hjá Odda vorum þá búin að láta reikna út fyrir okkur kolefnisspor framleiðslu á helstu vöruflokkum okkar, t.d. pappaum- búðum, öskjum og plastpokum, með samanburði við helstu sam- keppnisaðila erlendis. Kolefnissporið skiptir máli Niðurstöðurnar eru skýrar. Í öllum flokkum er framleiðslan hjá Odda umtalsvert betri að þessu leyti en hjá helstu samkeppnisaðilum, þar sem umbúðir sem framleiddar eru hjá Odda hafa allt að 93% minna kolefnisspor en sambærilegar vörur framleiddar erlendis. Niðurstaðan sýnir að sú stefna Odda að leggja áherslu á að fara vel með hráefni og draga úr umhverfis- áhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt hefur skilað ótvíræðum árangri. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að framleiðslan raski umhverfinu eins lítið og mögulegt er. Oddi hefur í um 20 ár verið leiðandi í umhverfisábyrgð meðal íslenskra fyrirtækja og hefur tekið skýr skref til að minnka umhverf- isáhrif framleiðslunnar. Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykja- víkurborgar árið 1997. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfis- verðlaun umhverfisráðuneytisins, og Svansvottun í byrjun árs 2010. Það er mikilvægt að fyrirtæki nálgist ekki nýjar áherslur um ábyrgð í umhverfismálum sem kvöð heldur sem tækifæri til að gera betur. Alþjóðleg áhersla á að fyrir- tæki geti sýnt fram á kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif framleiðsl- unnar veitir íslenskum fyrirtækjum möguleika á mikilvægu samkeppn- isforskoti t.d. hvað varðar nýtingu á umhverfisvænni orku til framleiðslu á útflutningsvörum. Við getum gert betur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hrósaði Íslandi í heimsókn sinni fyrir skömmu fyrir að vera skínandi fyrir- mynd í loftslagsmálum á heimsvísu. En hann sagði einnig að við gætum gert enn betur. Og það er alveg rétt. Við getum gert miklu betur og við eigum að gera miklu betur. Umhverfismál og loftslagsmál koma okkur öllum við, þau eru ekki einkamál ríkisvaldsins. Við þurfum hvert og eitt að sýna ábyrgð og frum- kvæði, bæði sem einstaklingar og sem stjórnendur og starfsfólk fyrir- tækja. Hjá Odda vinnum við eftir skýr- um markmiðum í umhverfismálum t.d. með endurvinnslu, umhverfis- vænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Við fylgjumst mjög vel með kolefnisspori framleiðslunnar því að við viljum gera eins vel og mögulegt er í loftslagsmálum og sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu í heild. Við hjá Odda gleðjumst að sjálfsögðu yfir því að kolefnisspor vörunnar okkar er með því besta sem gerist í heim- inum. En við látum ekki þar við sitja og munum leggja okkur fram við að gera enn betur í framtíðinni. visir.is Lengri útgáfa af greininni er á Vísi Kg C o2 íg ild i p er to nn 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r28 S K o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 9 -B 3 9 8 1 B 6 9 -B 2 5 C 1 B 6 9 -B 1 2 0 1 B 6 9 -A F E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.