Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 54
E ins og nafn sýningar-innar ber vott um erum við að draga fram að Ísland hefur lengi verið tengt umheiminum. Í samtímanum ganga
umræður oft út frá því að tengsl og
flutningar milli ólíkra heimsálfa sé
nýtt í sögunni. En við minnum á að
þverþjóðleiki er gamalt fyrirbæri
og Íslendingar, eins og aðrar þjóðir,
hafa mótast út frá hugmyndafræði-
legri þróun úti í hinum stóra heimi.
Þeir hafa ekki verið eins einangr-
aðir og oft er haldið fram,“ segir
Kristín Loftsdóttir mannfræðingur
um sýninguna Ísland í heiminum,
heimurinn í Íslandi sem opnuð
verður klukkan 15 í dag í Bogasal
Þjóðminjasafnsins.
Kristín tekur fram að sýningin
leitist við að bregða upp lifandi
mynd af efninu. Hún samanstandi
af textum, munum og myndum
og meðal annars sögum einstakl-
inga.
Unnur Dís tekur undir það og
segir hana endurspegla hvernig
fólksflutningar hafi verið hluti af
sögu Íslands og hvernig Íslendingar
hafi verið undir áhrifum annars
staðar frá, hvað varði fjölbreytileika
almennt.
Dæmi eru tekin um búferlaflutn-
inga bæði fyrr á tímum og í samtím-
anum. „Við fjöllum um sögu nokk-
urra einstaklinga sem hafa flutt til
Íslands á síðasta áratug. Þeir voru
beðnir um að velja muni sem tengj-
ast upprunalandinu og þeim finnst
táknrænir fyrir sínar heimaslóðir,“
útskýrir Kristín.
Þær stöllur taka fram að fyrst og
fremst sé ætlun þeirra að vekja for-
vitni fólks og áhuga. „Við erum ekki
að reyna að svara öllum spurn-
ingum sem varða fjölþjóðleika og
tengsl milli þjóða heldur vonum að
fólk labbi út af sýningunni og vilji
vita meira,“ segir Kristín. „Þetta er
eins og að fleyta steinum á vatni.
Við snertum yfirborðið bara á
nokkrum stöðum.“
Sá hluti sýningarinnar sem fjallar
um kynþáttahugmyndir og kyn-
þáttafordóma snýst að vissu leyti
um barnabókina Negrastrákarnir
og áhrif hennar. Bókin var fyrst
gefin út árið 1922 í Bandaríkjunum
og var þýdd á fjölda tungumála. Vel-
flestir Íslendingar þekkja hana með
teikningum Muggs. Kristín segir
bókina sýna í raun hversu þverþjóð-
leg hugmyndin um að mannkynið
skiptist í ólíka kynþætti sé. „Kyn-
þáttahugmyndir voru líka í náms-
bókum þess tíma og öðru prentuðu
máli,“ bendir hún á.
Kristín er upphafsmaður að sýn-
ingunni. „Ég hef alltaf haft áhuga á að
miðla niðurstöðum rannsókna á þann
hátt að sem flestir geti nýtt sér þær og
haft gagn og gaman af. Unnur Dís er
ein af þeim sem lengi hafa rannsakað
búferlaflutninga fólks milli landa. Því
fékk ég hana í lið með mér. Svo dróg-
um við inn í þetta fleiri fræðimenn,“
segir hún og bætir við: „Vonandi
stuðlar þetta tiltæki okkar að aukinni
umræðu í samfélaginu um þessi mál
og sýnir fram á að fólksflutningar eru
hluti af eðlilegu mynstri en ekki eitt-
hvað truflandi í samtímanum.“
Eins og að fleyta steinum á vatni og snerta yfirborð
Kristín og Unnur Dís voru í óðaönn að setja upp sýninguna í Bogasalnum þegar ljósmyndarann bar að. Þær eru báðar doktorar í mannfræði. FréttaBlaðið/anton BrinK
Heimurinn í Íslandi
og Ísland í heimin-
um nefnist sýning
sem mannfræðing-
arnir Kristín Lofts-
dóttir og Unnur Dís
Skaptadóttir hafa
sett upp í Þjóð-
minjasafninu með
textum, munum
og myndum. Hún
verður opnuð í dag.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Við fjöLLUm Um
SögU noKKUrra
einStaKLinga Sem Hafa
fLUtt tiL ÍSLanDS á SÍðaSta
áratUg.
Reykjavík Dance Festival er eina listahátíðin sem er ekki bundin af einu tímabili á ári
heldur snýr aftur á nokkurra mán-
aða fresti með nýjar hugmyndir,
ferskan andblæ og nýjar sýningar.
Ásgerður G. Gunnarsdóttir er
annar listrænna stjórnenda hátíð-
arinnar, ásamt Alexander Roberts.
Ásgerður segir að þau hafi byrjað
að fjölga útgfáfu- eða hátíðardög-
unum árið 2014. „En núna er þetta
orðið níunda útgáfan af hátíðinni
síðan við ákváðum að fara þá leið
að kljúfa hana svona niður í margar
minni hátíðir og það hefur verið að
koma mjög vel út.“
Hver hátíð innan Reykjavík Dance
Festival er oft borin uppi af ákveðnu
þema hverju sinni og Ásgerður segir
að það sé sérstaklega skemmtilegt
að þessu sinni. „Áherslan er á ungl-
inga, bæði verk sem höfða til þeirra
og þá sem þátttakendur. Þannig að í
dag og á föstudaginn þá verða hérna
sýningar sem höfða sérstaklega
til unglinga en á laugardag verður
haldinn hér listaþjóðfundur. Þar
verður ungmennum boðið að koma
og ræða um listina sem hreyfiafl í
samfélaginu í samstarfi við reynd-
ari listamenn á ólíkum sviðum. Það
verða fyrirlestrar frá Andra Snæ
Magnasyni, Elínu Hansdóttur, Unn-
steini Manuel og Unu Torfadóttur,
femínista og aktív ista. Svo bjóðum
við ungmennum að tjá sínar skoð-
anir á því sem þarna kemur fram og
vinnum svo með þetta áfram á þjóð-
fundi ungmenna. Unglingar sem
hafa áhuga að taka þátt í listaþjóð-
fundinum geta sent póst á info@
reykjavikdancefestival.is.“
Fyrsta sýningin fer fram í kvöld,
er komin langt að og hefur ferðast
víða. „Sýningin í kvöld heitir Dare
Night og er með kanadískum hópi
sem heitir Mammalian Diving
Reflex. Þetta er þátttökusýning þar
sem þau eru að vinna með fimmtán
unglingum en sýningin er römmuð
inn af hinum klassíska samkvæmis-
leik sannleikurinn eða kontór. En
það er reyndar enginn sannleikur,
bara kontór og unglingarnir hafa
búið til áskoranir sem áhorfendur
eiga svo að taka þátt í. Það er samt
auðvitað enginn neyddur til þess
gera neitt sem hann eða hún vill
ekki en allt efni sýningarinnar
er búið til af þessum unglingum
sem hópurinn raðar inn í þessa
skemmtilegu umgjörð.“
Ásgerður segir að sýningin á
föstudaginn sé GRRRRLS eftir
Ásrúnu Magnúsdóttur og að þar sé
einnig unnið með unglingum. „Hún
vann þetta verk með 15 unglings-
stelpum og þemað í því er samstaða
kvenna í dag og hvað felst í því að
vera unglingsstelpa. Í beinu fram-
haldi eru svo Erna Ómarsdóttir og
Valdimar Jóhannsson í samstarfi
við Íslenska dansflokkinn með við-
burð sem heitir: Hugleiðing um
menn ingar lega fátækt, en það er
einnig verið að fjalla um þetta sama
tímabil í lífi fólks. Að fjalla um það
að vera unglingur og allt sem því
fylgir. Þetta er hluti af stærra verki
sem þau ætla að frumsýna í mars og
kallast Fórn og það er skemmtilegt
fyrir fólk að geta séð hvernig þetta
þróast.
Við vonum að þessi verk eigi
eftir að höfða til ungs fólks sem
og þeirra sem eru ungir í anda.
Efnistökin miða að minnsta kosti
við unglingana að þessu sinni svo
þetta verður örugglega skemmtileg
hátíðar helgi.“ magnus@frettabladid.is
Listaþjóðfundur, sannleikur eða kontór og margt fleira á RDF um helgina
alexander roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir eru listrænir stjórnendur reykja-
vík Dance Festival. FréttaBlaðið/SteFÁn
Úr kanadísku sýningunni Dare night,
þar sem unglingar skora á áhorfendur.
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r38 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð
menning
2
4
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:5
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
6
9
-5
F
A
8
1
B
6
9
-5
E
6
C
1
B
6
9
-5
D
3
0
1
B
6
9
-5
B
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K