Fréttablaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 12
Bandaríkin „Ég afneita þessum hópi
fólks,“ segir Donald Trump um hóp
bandarískra nýnasista, alt-right-
hreyfinguna eða „hitt hægrið“ svo-
nefnda, sem hefur fagnað sigri hans
í forsetakosningunum með nasista-
kveðjum og grímulausum yfirlýs-
ingum um yfirburði hvítra manna
gagnvart öðru fólki.
Þetta sagði hann í ítarlegu viðtali
við dagblaðið The New York Times,
þar sem hann var spurður hvort
hann hafi hvatt þennan hóp til dáða
með málflutningi sínum í kosninga-
baráttunni.
„Ég vil ekki ýta undir þennan hóp,
og ef ég gerði það þá vil ég skoða
málið og komast að því hvers vegna
það var,“ sagði hinn nýkjörni forseti
Bandaríkjanna.
Hins vegar sagðist Trump ekki
sjá neitt athugavert við að hafa gert
Steve Bannon að helsta ráðgjafa
sínum.
Bannon er fyrrverandi stjórn-
andi Breitbart-fréttasíðunnar, sem
hefur verið einn helsti vettvangur
alt-right-hreyfingarinnar í Banda-
ríkjunum. Bannon hefur fyrir vikið
verið í hávegum hafður meðal liðs-
manna „hins hægrisins“. Og hann
hefur sjálfur verið sakaður um
að aðhyllast hugmyndir þessarar
hreyfingar, þar á meðal kynþátta-
hatur hennar, en Trump vildi alls
ekki kannast við það.
„Ég hef þekkt Steve Bannon lengi.
Ef ég héldi að hann væri rasisti, eða
alt-right-maður,“ sagði Trump, „þá
hefði mér ekki dottið í hug að ráða
hann.“
„Og ef ég héldi að skoðanir hans
væru í þessum flokki, þá myndi ég
strax láta hann fara,“ bætti Trump
við.
Í sama viðtali staðfesti hann að
hann ætli sér ekki að gera neitt úr
hótunum sínum um að draga Hillary
Clinton fyrir dómara.
„Ég vil ekki valda Clinton-hjón-
unum tjóni. Í alvöru. Hún hefur
mátt þola margt,“ sagði hann. „Kosn-
ingabaráttan var illskeytt.“
Breitbart-fréttavefurinn hefur til
þessa staðið nokkuð þétt við bakið
á Trump, en sló því upp að nú hafi
hann svikið þetta kosningaloforð
sitt um að lögsækja Clinton.
Í viðtalinu við The New York
Times ítrekar Trump síðan kvart-
anir sínar undan fjölmiðlum, þar á
meðal New York Times, sem hann
sagði hafa fjallað um sig með afar
neikvæðum hætti.
„Ég myndi segja að The New
York Times hafi verið verst af þeim
öllum,“ sagði hann, en tók jafn-
framt fram að hann bæri mikla
virðingu fyrir blaðinu. Hins vegar
vildi hann gjarnan geta knúið fram
breytta afstöðu hjá því: „Ég held að
það myndi létta mér störfin mikið.“
gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríkin alls
538 kjörmenn
(270 þarf til sigurs)
Clinton: 64.223.958
(48,1%) 232 kjörmenn
trump: 62.206.395
(46,6%) 306 kjörmenn
Talningu er þó enn ekki
lokið í Michigan
mismunur: 2.017.563 atkv.
michigan: 16 kjörmenn
Clinton: 2.270.996
trump: 2.280.524
mismunur: 9.528
Wisconsin: 10 kjörmenn
Clinton: 1.382.011
trump: 1.404.536
mismunur: 22.525
pennsylvanía: 20 kjörmenn
Clinton: 2.861.117
trump: 2.930.082
mismunur: 68.865
Skv. samantekt frá David Wasser
man á The Cook Political Report
(cookpolitical.com)
Kröfur um endurtalningu í þremur
lykilríkjum, Michigan, Pennsyl
vaníu og Wisconsin, eru farnar að
verða háværari. Clinton tapaði í
öllum þessum þremur ríkjum, en
fyrirfram var hún talin eiga nokkuð
öruggan sigur í þeim öllum.
Færi svo að endurtalning sneri
úrslitunum við í þeim öllum, þá
fengi Trump 260 kjörmenn í stað
306, og hefði þar með tapað
kosningunum því 270 kjörmenn
þarf til sigurs.
Að minnsta kosti tveir hópar
einstaklinga hafa verið að taka
saman skýrslu og skora á Clinton
að krefjast endurtalningar vegna
gruns um að átt hafi verið við raf
rænar kosningar í þessum þremur
ríkjum.
Tugir sérfræðinga í netöryggi,
landvörnum og kosningum segjast
hafa áhyggjur af því að erlendir
tölvuþrjótar hafi brotist inn í kosn
ingakerfin, og einkum beinist
grunur þeirra að Rússlandi.
Tölfræðingurinn Nate Silver, sem
heldur úti kosningavefnum five
thirtyeight.com, segir þó litlar líkur
á að átt hafi verið við úrslitin. Það
forskot sem Trump hefur á þeim
svæðum, sem grunurinn beinist
helst að, skýrist algerlega þegar
kjósendahópurinn á þeim svæðum
er skoðaður með tilliti til kynþáttar
og menntunar.
SIEMENS
Uppþvottavélar
SN 45M508SK (stál)
SN 45M208SK (hvít)
13 manna. Fimm kerfi. Zeolith®
tryggir mjög góða þurrkun.
Fullt verð: 119.900 kr.
Fullt verð: 129.900 kr.
Jólaverð (hvít):
Jólaverð (stál):
87.900 kr.
97.900 kr.
Orkuflokkur
SIEMENS
Þvottavél
WM 14N2S7DN
1400 sn./mín. Tekur mest 7 kg.
Kolalaus mótor.
Fullt verð: 99.900 kr.
Jólaverð:
79.900 kr.
Orkuflokkur
10 ára
ábyrgð
á
iQdrive
mótorn
um.
Tekur mest
SIEMENS
Þurrkari
WT 45H207DN
Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A++.
Fullt verð: 119.900 kr.
Jólaverð:
89.900 kr.
Tekur mestOrkuflokkur
Zeolith®
þurrkun
Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út.
Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði.
Sjá nánar á sminor.is.
Cactus
Hangandi ljós
65540-01
Fullt verð: 13.900 kr.
Jólaverð:
9.500 kr.
Vill ekkert við nýnasistana kannast
Donald Trump segist afneita „hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert
athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan umfjöllun fjölmiðla.
Borgarstjóri New York
býst til varnar
Bill de Blasio,
borgarstjóri í New
York, segist ætla
að fara í mál við
alríkisstjórn Don
alds Trump verði
þess krafist að allir
múslimar láti skrá sig sérstaklega,
eins og Trump hefur boðað.
„Við munum beita öllum þeim
ráðum sem við höfum til að verja
fólkið okkar,“ sagði de Blasio í ræðu,
sem hann flutti á mánudag í sal
Cooper Union skólans í New York.
Þar í sama sal flutti Abraham Lin
coln fræga ræðu árið 1860 þar sem
hann færði rök fyrir því að alríkið í
Washington hafi vald til að skipta
sér af þrælahaldi í einstökum ríkjum
Bandaríkjanna.
Í ræðu sinni kom Blasio ekki
einungis múslimum til varnar, heldur
einnig innflytjendum og öðrum
íbúum sem telja sér ógnað vegna
kosningaloforða Trumps.
„Ef alríkisstjórnin vill að lögreglu
þjónarnir okkar slíti í sundur innflytj
endafjölskyldur, þá munum við neita
að verða við því,“ sagði hann. Meðal
annars muni hann tryggja að konur
fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu
ætli stjórn Trumps að hætta að
fjármagna kynferðis og fjölskyldu
fræðslu.
„Ef gyðingar, eða múslimar eða fé
lagar í LGBTsamfélaginu, eða hvaða
samfélagshóp sem er, verða fyrir
ár ásum eða eru hafðir að skotspæni,
þá munum við finna árásármennina,
handtaka þá og lögsækja,“ sagði de
Blasio enn fremur.
Fjöldi fólks fylgdist með þegar donald trump yfirgaf skrifstofur dagblaðsins the new York times að loknu viðtali á þriðju-
daginn. nordiCphotos/aFp
✿ Endurtalning í þremur ríkjum gæti fellt Trump
2 4 . n ó v E m B E r 2 0 1 6 F i m m T U d a G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
2
4
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:5
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
6
9
-A
4
C
8
1
B
6
9
-A
3
8
C
1
B
6
9
-A
2
5
0
1
B
6
9
-A
1
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K