Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 4
 www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Sólin kemur upp um síðir og varpar ljósi á fannbarin fjöll Bræðingarmáttur 0,0017 Eða örlítið minni en vasaljóss sem beint er í opinn frysti SPÁNNÝ LJÓÐABÓK EFTIR HALLGRÍM HELGASON. LJÓÐIN KVIKNUÐU ÖLL Á GÖNGU- OG FÓTAFERÐUM HANS MEÐ TÍKINNI LUKKU. Í frétt Fréttablaðsins á þriðjudag um kjararáð birtust tvær rangar myndir af meðlimum ráðsins: Birt var mynd af Huldu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Viðlagatrygginga, í stað Huldu Árnadóttur lögmanns og mynd af Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni birtist en þar átti faðir hans að vera, sem ber sama nafn og starfstitil. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar. Leiðrétting vegna k jararáðs Meniga safnar saman og greinir upplýsingar um kauphegðun notenda sinna viðskipti Hamborgarafabrikkan var það veitingahús landsins sem Íslendingar versluðu mest við á þriggja mánaða tímabili sem náði til loka september. Samkvæmt niðurstöðum Meniga nam markaðs­ hlutdeild staðarins 8,7 prósentum meðal þrjátíu söluhæstu veitinga­ staða landsins, en hún dróst saman um 1,2 prósent milli ára. Næstvinsælasti staðurinn var Grillhúsið með sex prósenta hlut­ deild, en hún dróst saman um 0,8 prósent milli ára. Svo voru Vegamót þriðji vinsælasti staðurinn, með 5,8 prósenta hlutdeild og bætti við sig 0,6 prósenta hlutdeild milli ára. Ljóst er að hamborgarastaðir eru mjög vinsælir, en í fjórða og fimmta sæti eru Greifinn og TGI Fridays, og svo má nefna það að fleiri staðir sem selja hamborgara eru á listan­ um, til að mynda Roadhouse, Ruby Tuesday og Hamraborg Ísafirði. Grillstaðir almennt eru vinsælir en Bautinn Grill er með 3,3 prósenta hlutdeild, Rub 23 er með 2,9 pró­ senta hlutdeild og Grillmarkaður­ inn með 2,8 prósent. Hlutdeild Kringlukráarinnar eykst mest milli ára, eða um 1,4 prósent. Hlutdeild Hamborgara­ fabrikkunnar dregst aftur á móti mest saman milli ára. Sala hjá vinsælustu þrjátíu stöð­ unum nam 650 milljónum árið 2015, meðal notenda Meniga, og jókst um 17,5 prósent milli ára. Sala Hamborgarafabrikkunnar til notenda Meniga nam 41 milljón árið 2015 og jókst um 8,3 prósent. Sala Grillhússins nam 23 milljónum og jókst um 60,8 prósent, sala Greif­ ans nam 22 milljónum og jókst um 9,1 prósent milli ára. Langmest er hlutfallsleg sölu­ aukning hjá Apótekinu, en hún dregst mest saman eða um 13,3 pró­ sent hjá Grillmarkaðnum. Úrvinnsla Meniga byggir á töl­ fræðilegum samantektum sem aldei Fabrikkan söluhæst í sumar Hamborgarafabrikkan var með 8,7 prósenta markaðshlutdeild af 30 söluhæstu veitingahúsum landsins í sumar. Íslendingar versluðu næstmest við Grillhúsið og Vegamót. Íslendingar virðast sólgnir í hamborgara. 19.090 Fabrikkuborgarar voru seldir á síðasta ári eru persónugreinanlegar. Við skil­ greiningu á veitingahúsi er miðað við staði sem sérhæfa sig í mat sem snæddur er á staðnum, sem sérhæfa sig ekki fyrst og fremst í sölu áfengis eða skyndibita. Allir veitingastaðir sem reknir eru undir sama merkinu eru taldir með.saeunn@frettabladid.is Hamborgarafabrikkan var með 8,7 prósenta hlutdeild 30 söluhæstu staðanna. Fréttablaðið/SteFán Heimild: Meniga sala til Meniga-notenda 2015 Hamborgara­ fabrikkan Grillhúsið Greifinn Vegamót TGI Fridays VOX Roadhouse Slippbarinn Apotek Restaurant Sushisamba 41 milljón 23 22 19 19 18 17 17 17 16 650 milljónum króna nam sala söluhæstu 30 staðanna til notenda Meniga árið 2015. 8,7% 6,0% 5,8% 5,4% 4,6% 3,9% 3,8% 3,8% 2,3% 2,8% n Sala til notenda Meniga n Markaðshlutdeild sölu- hæstu staðanna Bandaríkin Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Í gær fullyrti fréttastöðin Fox News að alríkislögreglan FBI telji 99 prósent líkur á því að leyniþjón­ ustur allt að fimm landa hafi brotist inn í einkapóstþjón hennar þegar hún notaði hann á meðan hún var utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama. Þar með séu allar líkur á því að hún verði ákærð. Fréttastöðin hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildar­ mönnum, sem hún segir hafa góða innsýn í rannsóknir FBI. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór á miðvikudag hörðum orðum um James B. Comey, yfirmann FBI, fyrir að hafa blandað sér í kosninga­ baráttuna á lokasprettinum. „Við störfum ekki á grundvelli ófullkominna upplýsinga,“ sagði Obama, og þótt hann hafi ekki nefnt Comey á nafn, þá þótti aug­ ljóst hvern hann átti við. Comey fullyrti í síðustu viku að hugsanlega þurfi að hefja nýja rann­ sókn á tölvupósti Clintons, þar sem hafin væri rannsókn á tölvupósti fyrrverandi þingmannsins Anthony D. Weiner, sem er jafnframt fyrr­ verandi eiginmaður aðstoðarkonu Clinton, Huma Abedin. Verulega hefur dregið saman með Clinton og Donald Trump í skoð­ anakönnunum síðustu daga. – gb Enn eitt áfallið fyrir stuðningsmenn Clinton á lokasprettinum Hillary Clinton hefur dalað verulega í skoðanakönnunum vegna atburða síðustu daga. nordiCpHotoS/Getty orkuMáL Íbúar og eigendur lögbýla og sumarhúsa í Miðdal, Dallandi og Hamrabrekkum vilja að lögð verði hitaveita á svæðið með tengingu við Nesjavallaæð. Veitur ohf. hafa gefið leyfi fyrir því að opnað verði á úrtak í dæluskúr meðfram Hafravatnsvegi neðan Dallands en bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ eru enn að skoða veit­ ingu framkvæmdaleyfis. „Undirrituð leggur til að farið verði í viðræður við umrædda íbúa um að Hitaveita Mosfells­ bæjar eignist umrædda hitaveitu, viðhaldi henni og reki, ásamt því að selja heita vatnið til íbúa í sam­ ræmi við samþykkta gjaldskrá HM hverju sinni,“ segir framkvæmda­ stjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar í umsögn til bæjarstjórnar. – gar Tengja sumarhús við Nesjavallalínu á nesjavöllum. Fréttablaðið/GVa 4 . n ó v e M B e r 2 0 1 6 F Ö s t u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 0 -B 0 5 8 1 B 3 0 -A F 1 C 1 B 3 0 -A D E 0 1 B 3 0 -A C A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.