Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 30
Hollur matur og hreyfing skipta mestu máli hjá Söru Snædísi Ólafsdóttur, verkefnisstjóra og jógakennara, þegar kemur að heilbrigði. „Ég held að það sé svo margt sem getur stuðlað að heil- brigði hjá fólki en þessir grunn- þættir geta gert kraftaverk og þess vegna reyni ég eftir fremsta megni að vanda það sem ég set ofan í mig og að hreyfa mig eins mikið og ég get. Það sem mér finnst líka skipta máli er að láta sér líða vel og að vera ánægður og sáttur við sjálfan sig,“ segir Sara sem hér ljóstrar upp ýmsu um sinn lífsstíl. Hvað færðu þér í morgunmat? Ég fæ mér alltaf það sama! Hafra- graut með chia-fræjum og hör- fræjum, smá lífrænt hnetusmjör, rúsínur eða döðlur, kaffibolla og vítamín. Þessi samsetning hefur ekki enn svikið mig, þess vegna er ég ekkert að breyta út af vananum. Uppáhaldsæfingin? Ég kenni jóga hjá Yoga Shala og Hreyfingu og æfi mikið jóga sjálf og finnst fátt jafn gott og að gera góða jóga- æfingu. Þá líður mér vel bæði líkamlega og andlega á meðan á æfingu stendur og mörgum klukkutímum eftir að henni lýkur. Ég fór svo vel út fyrir þægindarammann í sumar, en kærastinn minn sem er mikill CrossFit maður plataði mig á byrjendanámskeið hjá CrossFit Reykjavík. Það kom skemmtilega á óvart og hef ég verið að æfa það inn á milli síðan. Hefur þú stundað íþróttir lengi? Já, ég byrjaði þriggja ára í ballett og hef stundað einhvers konar hreyfingu síðan. Ég æfði ballett og nútímadans þar til ég varð 24 ára og síðan tók jóga og önnur hreyfing við. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Mér finnst fátt betra en fiskur með góðu meðlæti, til dæmis salati og sætum kartöflum. Ef ég fæ mér eitthvað spari þá er það hvítlaukssteiktur humar. Hvað finnst þér gott að fá þér í millimál? Ég fæ mér yfirleitt banana eða epli í millimál. Mér finnst einnig gott að vera með döðlur eða hnetublöndu í töskunni minni ef ég er í vinnunni eða mikið á hlaupum. Hvað færðu þér þegar þú ætlar að gera vel við þig? Ég myndi fá mér heimatilbúið popp með kókosolíu og sjávarsalti, það klikkar aldrei. Ertu morgunhani eða finnst þér gott að sofa út? Ég er svona mitt á milli. Ég er ekki að rífa mig á lappir fyrir allar aldir en svo finnst mér tímasóun að sofa of lengi líka. Drekkur þú kaffi/koffíndrykki? Já, ég drekk svona 1-2 kaffibolla á dag en fyrir mitt leyti er morgun- bollinn alveg nauðsynlegur og ég vakna ekki almennilega fyrr en ég hef drukkið hann. Svo veltur á ýmsu hvort ég fái mér annan bolla yfir daginn eða ekki. Ertu nammigrís? Nei, ég myndi nú ekki flokka mig sem nammigrís en mér finnst mjög gott að fá mér súkkulaði af og til. Gott súkku- laði og rauðvín er samt skotheld blanda með góðum vinkonum. Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér? Ég er svo heppin að lifa mjög fjölbreyttu lífi þessa dagana en ég lauk nýverið sumarstarfi sem flugfreyja hjá Icelandair og á næstu vikum byrja ég sem verkefnastjóri yfir fjármálaráðstefnu og rekstrar- stjóri hjá Yoga Shala. Við fjöl- skyldan vöknum yfirleitt um klukkan átta, klæðum okkur svo í rólegheitum og síðan er ferðinni heitið í leikskólann. Þó hann sé ekki nema þrjár mínútur í burtu tekur ferðalagið alltaf töluvert lengri tíma þar sem Áróra þarf að skoða og sýna okkur allt sem hún upplifir á leiðinni sem við erum eiginlega jafn spennt yfir og hún. Ég fæ mér grautinn minn og kaffibollann og fer yfir fréttir og tölvupóstinn en þessi stund er mjög heilög hjá mér. Ég kenni einkatíma í jóga klukk- an tíu og svo kenni ég annað- hvort í Yoga Shala eða Hreyf- ingu í hádeginu. Eftir hádegi fer ég að útrétta, hitta vinkonur eða undir bý þá vinnu sem fram undan er. Klukkan fjögur sæki ég eða kærastinn minn Áróru í leikskólann og við förum heim að leika okkur eða kíkjum í heimsóknir. Tíminn milli fjögur og sjö er alveg svakalega dýr- mætur að mínu mati og reynum við fjölskyldan alltaf að njóta hans eins vel saman og hægt er. Hún fer snemma að sofa eða oft- ast um átta leytið og þá eigum við allt kvöldið út af fyrir okkur til þess að gera það sem við vilj- um. Hvernig er dæmigerð helgi hjá þér? Helgarnar eru svo dýr- mætar að mínu mati og reynum við fjölskyldan yfirleitt að nýta þær sem best í að gera eitthvað saman, heimsækja vini eða ætt- ingja eða bara slappa af saman heima. Ég kenni jóga annan hvern laugardagsmorgun í Yoga Shala og kærastinn minn fer oft á CrossFit æfingu á laugardögum. Við förum stundum í brunch til foreldra minna, förum á róló eða í göngu- túr niður í bæ og svo heimsæki ég oft vinkonur mínar. Okkur er oft boðið í mat um helgar en kærast- inn minn er afbragðskokkur og hann töfrar líka oft fram dýrindis máltíðir um helgar. Fátt bEtra En góð jógaæFing Jógakennarinn Sara Snædís Ólafsdóttir reynir að hreyfa sig reglulega og vandar valið þegar kemur að mataræði. Hún er enginn nammigrís en þykir gott að fá sér stundum súkkulaði og rauðvín sem sé skotheld blanda. Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Sara Snædís byrjaði að æfa ballett þegar hún var þriggja ára. Hún æfði ballettinn og nútímadans þar til hún var 24 ára og síðan tók jóga og önnur hreyfing við. MYND/EYÞÓR &spUrtsvarað Icetrack ehf. Sími 773 4334 netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. Stærðir 32” - 54” J E P PA D E K K BAJA CLAW STZ MTZDEEGANATZp3 Við kynnum jólalitina frá Chanel í Sigurboganum 3. – 5. nóvember. Gréta Boða verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf. Verið velkomin. 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 0 -C D F 8 1 B 3 0 -C C B C 1 B 3 0 -C B 8 0 1 B 3 0 -C A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.