Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 34
„Við vildum blása í lúðra, fagna þessu stórafmæli með einhverjum hætti og þetta varð niðurstaðan, að hafa skemmti- lega sýningu á stað þar sem almenningur gæti hæglega séð hana,“ segir Lárus Karl Ingason, formaður Ljósmyndarafélags Íslands. Félagið heldur upp á 90 ára afmæli sitt á þessu ári og blæs af því til- efni til heljarinnar sýningar sem verður opnuð í Kringlunni klukkan 13 í dag. Ljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1926 af átján starfandi atvinnuljós- myndurum sem höfðu fest sig í sessi í íslensku samfélagi. Lárus Karl segir greinina hafa farið í gegnum miklar breytingar á þessum níutíu árum sem félagið hefur verið starfandi og sífellt blasi nýjar áskoranir við ljósmyndurum. Það eigi ekki síst við hinn tæknilega hluta ljósmyndunar. „Tæknin ferðast hratt og það þarf að bregðast fljótt við nýjustu hræringum í tæknimálum, en það eru alltaf sömu gildin sem búa í höfðinu á okkur varðandi ljósmyndum. Verkefnið er alltaf að láta myndina ljóma á einhvern hátt,“ segir Lárus Karl og nefnir meðal annars til sögunnar þær miklu framfarir í gæðum sem hafa orðið í stafrænni tækni á undanförnum árum. Myndirnar á sýningunni í Kringlunni eru teknar á hinar ýmsu vélar og sumar þeirra á fyrstu stafrænu myndavélarnar sem komu á markað um aldamótin. „Þá voru „fælarnir“ mjög litlir og þær myndir þola þar af leiðandi ekki mikla stækkun. Við þurftum til að mynda að taka tillit til þess, en sumar þessara mynda á sýn- ingunni eru líka teknar á filmu,“ útskýrir Lárus Karl. Öllum starfandi ljósmyndurum var boðið að senda inn myndir á sýning- una, sem sérstök valnefnd valdi svo úr, en þátttaka var ekki bundin við þá sem eru félagar í Ljósmyndarafélagi Íslands. Alls sendu 45 ljósmyndarar inn milli 200 og 300 myndir og verða um 30 þeirra á sýningunni í Kringlunni. „Þetta var ærið verkefni fyrir valnefndina og myndirnar sem voru sendar inn eru afar fjölbreyttar og ólíkar. Þær sem verða á sýningunni eiga það allar sameiginlegt að hafa einhvers konar sérstöðu,“ segir Lárus Karl að lokum og hvetur almenn- ing til að bregða sér í Kringluna og berja sýninguna augum. kjartang@frettabladid.is Að láta myndina ljóma Ljósmyndarafélag Íslands fagnar 90 ára afmæli félagsins með ljósmyndasýningu í Kringl- unni. Alls sendu 45 atvinnuljósmyndarar inn myndir á sýninguna sem verður opnuð í dag. Lárus Karl Ingason, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, segir hugsunina að baki sýning- unni í Kringunni vera þá að færa ljósmyndirnar nær almenningi. FréttabLaðIð/GVa Tæknin ferðast hratt og það þarf að bregðast fljótt við nýjustu hræringum í tæknimálum, en það eru alltaf sömu gildin sem búa í höfðinu á okkur varðandi ljósmyndun Leonard Slye, sem síðar varð þekktur undir nafninu Roy Rogers, fæddist þennan dag árið 1911 í Cincinnati í Ohio. Rogers kom til Hollywood árið 1920 og starfaði þá við ávaxtatínslu. Snemma á fjórða áratugnum gekk hann til liðs við sönghópinn Hollywood Hillbillies, sem söng fyrst í útvarp árið 1931. Annar söng- hópur sem Rogers söng með var fenginn til að leika í ódýrum vestra og upp frá því fékk Rogers æ stærri hlutverk í bíó- myndum. Hann heillaði lýðinn ásamt hesti sínum, Trigger, og mótleikkonu, Dale Evans, og varð brátt einn af tíu launahæstu leikurum Hollywood. Þegar eiginkona Rogers lést árið 1946 kvæntist hann leikkonunni Dale Evans, sem leikið hafði á móti honum um árabil. Rogers stjórnaði einnig vinsælum útvarpsþætti, The Roy Rogers Show, sem var breytt í sjónvarpsþátt árið 1951. Hann varð einn auðugasti maður Holly- wood og átti fasteignir, nautgripi, hesta, ródeósýningar og veitingastaðakeðju. Roy Rogers lést árið 1998. Þ ETTA g E R ð I ST : 4 . n óV E M b E R 1 9 1 1 Roy Rogers fæddist 1520 Stokkhólmsvígin hefjast eftir að Kristján 2. hefur verið krýndur konungur Svíþjóðar í Stokkhólmi. 1869 Tímaritið Nature kemur fyrst út í Bretlandi. 1897 Fjórir bátar farast á Ísafjarðardjúpi í ofsaveðri og einn á Skjálfanda og með þeim tuttugu og tveir menn. 1942 Áhöfn Brúarfoss bjargar 44 mönnum úr áhöfn enska skips- ins Daleby, sem sökkt var á milli Íslands og Bandaríkjanna. 1966 Áin Arnó flýtur yfir bakka sína við Flórens og færir hálfa borgina í kaf. 1969 Tveir strætisvagnar skella saman á Skúlagötu í Reykjavík og sautján farþegar slasast. 1995 Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, er skotinn til bana af öfgasinnuðum Ísraela. 2008 Barack Obama er kosinn forseti Bandaríkjanna og verður þar með fyrstur þeldökkra manna til að gegna því embætti. Merkisatburðir Systir mín, mágkona og móðursystir, Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarkona og ljósmóðir, sem lést 24. október verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 7. nóvember kl. 12. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Líknarfélagið Alfa, bankanr. 0327 26 1948 kt. 651114-0120. Guðrún Sigurðardóttir Valur Steinn Þorvaldsson Sigríður Þóra Valsdóttir Sigurður Már Valsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Bjarni Halldór Magnússon Vestursíðu 24, Akureyri, lést 22. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir góða umönnun. Helena Guðlaug Bjarnadóttir Yngvi Hrafn Pétursson Baldur Bjarnason Sigríður Björk Ævarsdóttir Ásbjörn Garðar, Arnór Kári, Áróra Hrönn, Egill Váli, Embla Björk, Írena Lovísa Guðrún Magnúsdóttir Hallfríður Magnúsdóttir Áslaug Magnúsdóttir Yndisleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, Sigrún Gyða Sveinbjörnsdóttir sem lést 26. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 13.00. Ólafur Th. Ólafsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir og systir, Sigurborg „Bogga“ Sigurbrandsdóttir Railton Columbia MO, USA, lést 31. október sl. á University of Missouri Hospital and Clinics, Bandaríkjunum. Norman Railton Warren Kristjon Railton Alda Særós Þórðardóttir Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Klara Ólafsdóttir sjúkraliði, áður til heimilis að Núpasíðu 8e, Akureyri, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð mánudaginn 31. október, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð. Aðalgeir Aðalsteinsson Jón Jónsson María Elsa Erlingsdóttir Vilborg Jónsdóttir Ari Þór Jóhannesson Þorsteinn Yngvi Jónsson Virginia Galicia Isorena barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir mín, amma og langamma, Sólrún Bentsý Jóhannesdóttir hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ, sem lést á Ísafold föstudaginn 28. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Siggeir Stefánsson Hrafngerður Ösp Elíasdóttir Elsa Stefánsdóttir Jóhannes Stefánsson barnabörn og fjölskyldur. 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r18 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð TímamóT 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 0 -B 5 4 8 1 B 3 0 -B 4 0 C 1 B 3 0 -B 2 D 0 1 B 3 0 -B 1 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.