Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 04.11.2016, Qupperneq 16
þeim tíma. Það var hins vegar Atli Eðvaldsson sem náði að landa hinum langþráða titli sumarið 1999. Atli hafði sjálfur spilað með KR frá 1990 til 1993 en fyrstu þrjú árin voru KR-ingar að flestra mati með meistaralið í höndunum án þess þó að vinna titilinn. Eftirmaður Atla, Pétur Pétursson, var einn- ig með honum í KR-liðinu frá 1990 til 1991, o g P é t u r gerði KR að meisturum á fyrsta ári sumarið 2000. Eftir eitt slakt ár 2001, þar sem Pétur missti meðal annars starfið sitt, tók Willum Þór við og KR vann titilinn tvö fyrstu ár hans. Willum Þór hætti aftur á móti eftir dapurt tímabil sumarið 2004. KR-ingar voru í neðri hluta deildarinnar þegar Rúnar Krist- insson tók við af Loga Ólafssyni sum- arið 2010. Rúnar átti eftir að ná besta árangri KR-þjálfara í 85 ár með því að vinna titil á fjórum tímabilum í röð þar á meðal vann liðið Íslands- meistaratitlana 2011 og 2013. Eftirmaður Rúnars, Bjarni Guð- jónsson, hefði að öllu eðlilegu átt að falla í meistaramótið en hann sker sig þó úr á einum stað. Bjarni vann tvo Íslandsmeistaratitla sem leikmaður KR en þeim Atla, Pétri, Willum Þór og Rúnari tókst aldrei að verða Íslands- meistarar með KR-liðinu. ooj@frettabladdi.is 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r16 S p o r T ∙ F r É T T A b L A ð i ð FóTboLTi KR-ingar vilja að KR-ingar þjálfi liðið sitt. Það fer ekkert fram hjá neinum þegar litið er yfir þjálf- ara KR-liðsins undanfarin ár. Næsti þjálfari liðsins er líka röndóttur í gegn og hann fellur líka fullkomlega í það mót þjálfara sem hafa skilað KR-ingum Íslandsmeistaratitlinum undanfarin sautján ár. Willum Þór Þórsson verður þjálfari KR-liðsins næsta sumar. Stjórn KR gekk frá því í gær og mun kynna nýja „gamla“ þjálfarann á næstu dögum. Sumarið 2016 hjá KR skiptist í tvo hluta. Þann hluta sem Bjarni Guð- jónsson stýrði og skilaði KR í hóp lélegustu liða Pepsi-deildarinnar og þann sem Willum Þór Þórsson stýrði þegar KR-liðið fékk langflest stig af öllum liðum deildarinnar. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að Willum Þór fái nú fastráðningu sem þjálfari KR. Það voru bara tvö lið í deildinni sem fengu færri stig en KR þegar Bjarni sat í þjálfarastólnum (fallliðin Þróttur og Fylkir) og KR-liðið fékk sex stigum meira en Íslandsmeist- arar FH eftir að Willum Þór kom til bjargar í júnílok. Willum Þór Þórsson hefur þegar skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum í hús. Það gerði hann 2002 og 2003 og varð þar með fyrsti þjálfari KR í meira en sextíu ár til að vinna titil- inn tvö ár í röð. Willum Þór hafði líka komist í hóp með Óla B. Jónssyni síðasta sumar þegar hann tók aftur við KR. Willum verður nú fyrsti þjálfarinn frá 1970 til að fá að taka aftur við KR-liðinu sem fastráðinn framtíðarþjálfari. KR-ingar biðu í 31 ár eftir Íslands- m e i s t a r a t i t l - inum frá 1968 til 1999 og fjölmargir þjálfarar fengu að spreyta s i g á Passar í meistaramótið hjá KR-ingum Þjálfarar Íslandsmeistaraliða KR undanfarin 48 ár hafa allir átt tvennt sameiginlegt. Willum Þór Þórsson passar vel inn í þann hóp. Atli Eðvaldsson Gerði KR að Ís- landsmeisturum 1999. Lék áður 65 leiki (18 mörk) með KR í efstu deild. Varð aldrei Íslands- meistari með KR sem leikmaður. Pétur Pétursson Gerði KR að Ís- landsmeisturum 2000. Lék áður 75 leiki (30 mörk) með KR í efstu deild. Varð aldrei Íslands- meistari með KR sem leikmaður. Íslandsmeistaraþjálfarar KR frá 1969 til 2016: Sama leið sem gekk svo vel fyrir sex árum KR-ingar fara nú nánast sömu leið og haustið 2010 en þá heppnaðist þjálfararáðning þeirra frábærlega. Fyrir sex árum tók Rúnar Krist- insson við KR-liðinu í neðri hluta deildarinnar á miðju tímabili 2010 og skilaði liðinu upp í fjórða sæti. Rúnar hélt síðan uppteknum hætti og gerði KR að Íslandsmeisturum sumarið eftir. Rúnar setti sum- arið 2010 nýtt met yfir flest stig þjálfara á tímabili sem hann hóf ekki með liðinu. Willum Þór sló einmitt það met Rúnars í sumar. Willum Þór Þórsson Gerði KR að Ís- landsmeisturum 2002 og 2003. Lék áður 120 leiki (16 mörk) með KR í efstu deild. Varð aldrei Íslandsmeistari með KR sem leikmaður. Rúnar Kristinsson Gerði KR að Ís- landsmeisturum 2011 og 2013. Lék áður 140 leiki (21 mark) með KR í efstu deild. Varð aldrei Íslands- meistari með KR sem leikmaður. Rúnar Kristinsson stýrði KR-liðinu í 99 leikjum, fimm fleiri en Óli B. Jónsson gerði í sínum skorpum með KR frá 1945 til 1970. Willum Þór stýrði KR í 54 leikjum frá 2002 til 2004 auk 13 leikja síðasta sumar. Willum Þór þarf því eitt og hálft tímabil til að verða fyrstur til að stýra KR í hundrað leikjum í efstu deild. hAFnAboLTi Í fyrsta skipti í fjölmörg ár hafði heimurinn óvenju mikinn áhuga á úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series. Ástæð- an er sú að þar mættust tvö lið sem höfðu ekki unnið í ansi langan tíma. Cleveland Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 en stuðn- ingsmenn Chicago Cubs höfðu beðið enn lengur, eða frá árinu 1908. Samanlagt höfðu félögin beðið í 176 ár eftir meistaratitli. Það varð því eitthvað undan að láta og það gerðist eftir ótrúlega dramatík. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða meistari og fátt benti til ann- ars en að Cleveland myndi hafa betur er liðið komst í 3-1 í einvíginu. Með bakið upp við vegginn náði lið Cubs að jafna 3-3 og tryggja sér oddaleik í Cleveland. Ótrúlegur úrslitaleikur Í oddaleiknum náði Cubs heima- hafnarhlaupi hjá fyrsta manni sem steig út á völlinn. Ótrúleg byrjun. Cubs komst 3-1 yfir og svo aftur í 5-1. Er aðeins tvær lotur voru eftir var staðan 6-3 fyrir Cubs og stuðn- ingsmenn þeirra að tryllast úr spenningi. Í næstsíðustu lotunni náði Cleve- land að jafna, 6-6, og þar sem ekkert var skorað í níundu lotunni þurfti að framlengja. Í tíundu lotunni náði Cubs að skora tvö stig en Indians aðeins eitt og Chicago-liðið vann því sögulegan 8-7 sigur í hádrama- tískum leik þar sem einnig þurfti að fresta leik um tíma vegna rigningar. Ekkert lið í bandarískum íþrótt- um hefur þurft að bíða eins lengi eftir titli og Chicago Cubs. 108 ár er langur tími. Cubs spilaði í þremur af fyrstu fimm World Series og vann árin 1907 og 1908. Síðan hefur ekk- ert gengið. Á árunum 1910 til 1945 komst Cubs sjö sinnum í World Series en tapaði alltaf. Árið 1945 var síðan bölvun lögð á félagið sem er fyrir löngu orðin heimsþekkt. Bölvunin fræga Það gerði William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago. Hann tók geitina sína reglulega með á leiki liðsins á hinum goðsagna- kennda heimavelli Cubs, Wrigley Field. Í World Series var Sianis og geitinni aftur á móti meinuð inn- ganga á völlinn. Svo reiður varð Sianis að hann lagði bölvun á félagið. Sagði að það myndi aldrei aftur ná að verða meistari. Hann sendi meira að segja símskeyti með bölvuninni til eig- anda félagsins. Svo illa hefur gengið síðan að fólk var löngu byrjað að trúa á bölvunina sem hefur verið kölluð „Billy Goat-bölvunin“. Er Cubs hefur átt möguleika hefur allt snúist í höndunum á þeim á ótrúleg- an hátt. Þá hefur ávallt verið talað um þessa bölvun sem hefur loksins verið aflétt. henry@frettabladid.is Bölvun aflétt Ein merkasta stund í bandarískri íþróttasögu kom er Chicago Cubs varð hafnaboltameistari í fyrsta skipti í 108 ár. Úrslitaleikurinn var ein dramatík frá upp- hafi til enda og endirinn í anda myndar frá Disney. Gleði leikmanna Chicago Cubs eftir oddaleikinn var fölskvalaus. fRéttABlAðið/GEtty Bölvunina á félagið lagði kráareigand- inn William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago og tók geitina sína reglulega með á heimaleiki liðsins. 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 0 -B A 3 8 1 B 3 0 -B 8 F C 1 B 3 0 -B 7 C 0 1 B 3 0 -B 6 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.