Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 24
Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Innan málmiðnaðar eru margar löggiltar iðngreinar, svo sem blikksmíði, járnsmíði, ketil- og plötusmíði, mótasmíði, málmsteypa, rennismíði, vélvirkjun, stálsmíði og skipasmíði úr járni og stáli. NORDIC PHOTO/GETTY Innan málmiðnaðar eru marg- ar löggiltar iðngreinar, svo sem blikksmíði, járnsmíði, ketil- og plötusmíði, mótasmíði, málm- steypa, rennismíði, vélvirkjun, stálsmíði og skipasmíði. Málmur er samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði og innan fé- lagsins eru um fimmtíu fyrirtæki. Fyrirtæki í skipaiðnaði, fyrirtæki sem annast mannvirkjagerð ýmis- konar, svo sem byggingu raforku- vera, vélaviðgerðir og vélsmíði, framleiðslu véla og tækja fyrir matvælaframleiðslu. Einnig fyrir- tæki sem veita stóriðjunni þjón- ustu. „Stálmannvirki í bygging- um verða sífellt stærri hluti bygg- ingaframkvæmda og þjónusta við aðrar framleiðslugreinar er einn- ig stór þáttur starfsemi málmiðn- aðarfyrirtækja,“ segir Guðlaugur Þór Pálsson, formaður Málms. Málmur hefur starfað frá árinu 1992. Árið 1993 kom félag- ið að stofnun Samtaka iðnaðarins í gegnum Samband málm- og skipa- smiðja. Málmur er öflugur starfs- greinahópur innan Samtaka iðn- aðarins sem hefur þann tilgang að vinna að hagsmunum aðildarfyrir- tækja og efla samkeppnishæfni þeirra og arðsemi. Félagið hefur það að markmiði að auka vöxt og vegsemd málmiðnaðarins. „Mark- mið samtakanna er að auka fram- leiðni og að menntastefna greinar- innar sé skýr.“ Guðlaugur nefnir að málm- iðnaður á Íslandi eigi sér langa sögu sem meðal annars er tekin fyrir í bókinni Eldur í afli eftir Sumarliða R. Ísleifsson sem kom út árið 1987. Þar er rakin saga málm- iðnaðar á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Bókin Frá steðja til stafns er síðara bindi af sögu málmiðnað- ar og tekur aðallega fyrir tímabilið 1950-90 en bókin kom út árið 1994. „Það má með sanni segja að með vélvæðingu á Íslandi til lands og sjávar hafi þörf og uppgangur málmiðnaðar tekið stökk. Og hefur málmiðnaður ávallt skipt verulegu máli fyrir land og þjóð. Það er stað- reynd að þær þjóðir sem búa að öfl- ugum málmiðnaði eru þær þjóðir sem státa af mestri hagsæld og vel- ferð sinna þegna,“ lýsir Guðlaug- ur og bætir við að málmiðnaður eigi jafn mikið erindi í dag og áður. Hann hafi þróast og náð að fylgja kröfum markaðarins. Málmiðnaður er tæknigrein framtíðarinnar að sögn Guðlaugs og ljóst að framtíðin er björt ef rétt er staðið að málum. Þar skiptir mestu máli að nýta þekkingu og hæfni til að komast í fremstu röð. Slíkt krefst skipulegrar og markvissr- ar vinnu innan samtakanna sem og í fyrirtækjunum. „Þörf á fleiri starfsmönnum eykst stöðugt. Í dag er vöntun á starfsmönnum í grein- inni og hefur svo verið í langan tíma. Átak er í gangi til að kynna greinina og auka áhuga ungs fólks enda framtíðarmöguleikar miklir og tekjumöguleikar þar með. Auk þess er starfsaðstaða í fyrirtækjun- um yfirleitt til fyrirmyndar.“ Málmiðnaðurinn er tæknigrein framtíðar Málmiðnaður hefur skipt máli fyrir land og þjóð í gegnum tíðina. Framtíð iðnaðarins er björt að sögn formanns Málms – samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.   Guðlaugur Þór Pálsson, formaður Málms. Hlutverk IÐUNNAR fræðsluset- urs er að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði. IÐAN stend- ur fyrir mörgum áhugaverðum námskeiðum þar á meðal á málm- tæknisviði. Hér eru nokkur nám- skeið sem verða í boði á næstunni. l MIG/MAG-suða með duftfyllt- um og massífum vír 7. nóvember 2016 l Ál og álsuða 5. desember 2016 l Logsuða 21. nóvember 2016  Námskeið tengd málmsmíði Vélvirki ehf. Dalvíkurbyggð veitir alhliða þjónustu við skip báta og bíla af öllum stærðum og gerðum. Þjónustum fiskvinnsluna, höfnina, bændur, bæjarbúa og alla landsmenn eftir bestu getu. Líttu við hjá okkur og kynntu þér þjónustuna. Vélvirki ehf. Hafnarbraut 7, 620 Dalvíkurbyggð sími véladeild 466 1088 sími bíladeild 466 1094 Svalir hafa unnið að mannvirkjagerð með framsæknu hugarfari og góðum samskiptum að leiðarljósi. Kveðja, svalir.is Eigum til á lager ítalskt skrautjárn sem hentar í handrið o.. Getum einnig sérpantað smíðajárn. ÍTALSKT SMÍÐAJÁRN Ingi@jarnprydi.is | Gsm: 822 1717 Þjónusta Vélsmiðju Suðurlands ehf er á breiðum grunni varðandi hefbundna starfsemi vélsmiðju, nýsmíði, viðgerðum og ýmiss konar viðhald, ekki síst fyrir bændur og búalið. Vélsmiðja Suðurlands Selfossi • Gagnheiði 5 • 482 1980 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is MáLMIðNaðuR Kynningarblað 4. nóvember 20164 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 0 -A 1 8 8 1 B 3 0 -A 0 4 C 1 B 3 0 -9 F 1 0 1 B 3 0 -9 D D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.