Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 12
Í dag 09.00 Fatima Ladies Open Golfst. 19.40 Brentford - Fulham Sport 2 19.45 KR - Þór Þ. Sport 20.30 Shrines Open Golfstöðin 22.00 Körfuboltakvöld Sport 00.00 Chicago - NY Knicks Sport Domino’s-deild karla: 19.15 Þór Ak. - Haukar Höllin Ak. Olís-deild kvenna: 19.30 Fylkir - Valur Fylkishöll Domino’s-deild karla Keflavík - Tindastóll 101-79 Stigahæstir: Amin Stevens 35/19 fráköst, Guðmundur Jónsson 23, Magnús Már Traustason 13 - Mamadou Samb 22/8 frá- köst, Pétur R. Birgisson 20/6 stoðsendingar, Christopher Caird 19. Snæfell - Stjarnan 51-100 Stigahæstir: Viktor Marinó Alexandersson 12 - Eysteinn Bjarni Ævarsson 14, Devon Austin 13, Arnþór Freyr Guðmundsson 13. Njarðvík - Skallagrím. 94-80 Stigahæstir: Stefan Bonneau 30, Björn Kristjánsson 20, Logi Gunnarsson 14/5 stoðsendingar - Flenard Whitfeld 27/12 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 24/7 fráköst/6 stoðsendingar, Bjarni Guðmann Jónsson 11/7 fráköst. ÍR - Grindavík 78-81 Stigahæstir: Matthías Orri Sigurðarson 20/6 stoðsendingar, Matthew Hunter 17/8 frá- köst - Lewis Clinch Jr. 20, Dagur Kár Jónsson 14, Ómar Örn Sævarsson 13/9 fráköst. 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r12 S p o r T ∙ F r É T T A b L A ð i ð GoLF „Þetta var skemmtilegur dagur. Ég var að slá ótrúlega vel og koma mér í færi sem ég náði svo að nýta mér,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, eftir frábæran annan hring á sterku móti í Abú Dabí sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Ólafía Þórunn fer á kostum í Sam­ einuðu arabísku furstadæmunum en eftir að fara fyrsta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari spilaði hún annan hring í gær á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún er í heildina búin að fá fimm­ tán fugla á fyrstu 36 holunum og er í forystu í mótinu eftir fyrri tvo keppnisdagana á þrettán höggum undir pari. Hún er með þriggja högga forskot fyrir helgina. Ólafía Þórunn hitti 17 af 18 flöt­ um sem er náttúrlega magnað og var því í ágætu færi nánast á hverri einustu holu. „Þessi völlur hentar mér vel. Ég elska þessar flatir. Ég kom mér líka í færi sem ég hefði getað nýtt betur. Þetta var samt alveg geggjaður dagur,“ sagði Ólafía Þórunn sem spilaði nánast fullkomið golf á Saad­ iyat­golfvellinum í Abú Dabí í gær. Síminn að springa Þessi 24 ára gamli tvöfaldi Íslands­ meistari sýndi enga taugaspennu á öðrum hring þrátt fyrir að vera í forystunni eftir þann fyrsta. „Það er ég sem ræð því hvort þetta hefur áhrif á mig eða ekki. Ég gerði allt bara eins og á fyrsta hringnum og bætti engri pressu á mig,“ sagði Ólafía Þórunn en hún segist ekki finna fyrir neinum taugatitringi úti á vellinum þrátt fyrir að vera að spila við sumar af þeim bestu. „Í rauninni var ekkert stress í mér og það kom kannski aðeins á óvart. Það var bara svo gaman í gær því allir á Íslandi voru svo glaðir fyrir mína hönd. Síminn var að springa af skilaboðum. Ég þarf bara að vera róleg núna og vonandi tekst mér það,“ sagði Ólafía Þórunn. Milljónir í boði Fari svo að Reykvíkingurinn haldi áfram að spila svona vel og vinni mótið fær hún 9,1 milljón króna í sigurlaun. Takist það mun hún ellefufalda heildarverðlaunafð sitt í Evrópumótaröðinni til þessa og rúmlega það. Ólafía hefur þrisvar sinnum fengið verðlaunafé fyrir þátttöku á LET­mótaröðinni og eru heildartekjurnar 790.000 krónur. Minnst fékk Ólafía 200.000 krónur fyrir að hafna í 44. sæti á móti í Andalúsíu en mest fékk hún ríflega hálfa milljón þegar hún náði 16. sæti á Tipsport Golf­meistara­ mótinu. „Þetta er alveg frábært. Ég er ekk­ ert taugaóstyrk heldur reyni ég bara að halda mér í núinu og spila vel. Vonandi get ég haldið svona áfram,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. tomas@365.is Ólafía ísköld í eyðimörkinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með forystu á sterku móti í Evrópumótaröð kvenna í Abú Dabí fyrir seinni tvo hringina. Fimmtán fuglar á fyrstu 36 holunum. Getur ellefufaldað verðlaunaféð sitt hingað til með sigri. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur spilað frábært golf í Abú Dabí en hún hitti 17 af 18 flötum á öðrum degi og fékk sjö fugla. LjÓSMYND/LET Það er ég sem ræð því hvort þetta hefur áhrif á mig eða ekki. Ég gerði bara allt eins og á fyrsta hringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir BORÐAPANTANIR: 552-1630 HVERFISGÖTU 56, 101 RVK AUSTURINDIA.IS DIWALI FIMM RÉTTA HÁTÍÐARMATSEÐILL Nýjast evrópudeild UeFA A-riðill Fenerbache - Man Utd 2-1 Zorya - Feyenoord 1-1 b-riðill Astana - Olympiakos 1-1 APOEL - Young Boys 1-0 C-riðill Anderlecht - Mainz 6-1 Qabala - St. Etienne 1-2 D-riðill Maccabi - AZ Alkmaar 0-0 Viðar Örn Kjartansson spilaði fyrir Maccabi. Zenit - Dundalk 2-1 e-riðill Austria Vín - Roma 2-4 Astra - Viktoria Plzen 1-1 F-riðill Athletic - Genk 5-3 Sassuolo - Rapid Vín 2-2 Arnór Ingvi Traustason spilaði fyrir Rapid. G-riðill Ajax - Celta Vigo 3-2 Panathinaik. - Standard 0-3 H-riðill Braga - Konyaspor 2-1 Gent - Shakhtar 3-5 i-riðill Schalke - Krasnodar 2-0 Nice - Salzburg 0-2 J-riðill PAOK - Qarabag 0-1 Fiorentina - Slovan 3-0 K-riðill Sp. Prag - Hapoel Beer 2-0 Southampton - Inter 2-1 L-riðill Villarreal - Osmanlispor 1-2 Zürich - Steaua 0-0 sport 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 0 -9 7 A 8 1 B 3 0 -9 6 6 C 1 B 3 0 -9 5 3 0 1 B 3 0 -9 3 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.