Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 42
Spáin gildir fyrir nóvember Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKlingStjörnuspá Siggu Kling 21. mars–19. apríl Hrúturinn 20. apríl–20. maí Nautið 21. maí–20. júní Tvíburinn Krabbinn 23. júlí–22. ágúst Ljónið 23. ágúst–22. september Meyjan 23. september–22. október Vogin 23. október–21. nóvember Sporðdrekinn 22. nóvember–21. desember Bogmaðurinn 22. desember–19. janúar Steingeitin 20. janúar–18. febrúar Vatnsberinn 21. júní–22. júlí Góður vetur fram undan Ég er svo dásamlega fegin því að geta sagt það að allt sé að verða svo dásamlegt hjá þér. Því þegar ég skrifa þetta beini ég líka þessum orð- um til mín. Ég á það stundum til að senda þér svolítið erfiða spá því ég er að segja þetta til mín. Ég les stjörnuspána mína alltaf þegar hún kemur út og verð alltaf jafn hissa. Ekki líta til baka þótt það verði einhverjir smá hnökrar á ástinni, þú átt það til að vantreysta í þeim málum. Nú áttu að segja, ég treysti á ástina. Þar sem þú elskar af öllu hjarta þá tekur það þig aðeins lengur að græða hjartasár heldur en flest önnur merki. Það er að koma inn í líf þitt mikil heppni og það er jafnvel þannig að ég geti sagt að það er komin mikil heppni. Til þess að þessi orka komi til þín, þarftu að vita hvað þú vilt. Hjá sumum ykkar hefur verið stöðnun og ef ég er að tala við þig er það út af því að þú veist ekki hvað þú vilt. Annars er mikill hraði í lífinu í kringum þig. Og lífið gengur betur og auðveldar upp heldur en nokkurn tíma fyrr. Ég veit að þetta er dásamleg spá fyrir Nautið. En þessi vetur mun leggjast vel í þig og þú átt að vera hamingjusamt. Notaðu lipur og ljúf orð Lífið gengur í miklum bylgjum hjá þér, sérstak- lega í fyrri parti lífsins. En það er bara til þess að þú þroskist betur og komir út úr skelinni. Þú hefur þá sterku orku sem er að koma til þín til að finna þér nýja leið til þess að láta draumana þína rætast. Þú hefur tilhneigingu til að hafa allt fullkomið og það setur þig í alltof mikla keppni og baráttuhug. Þú þarft að nota lipurð og ljúf orð til að fá fólk til að fylgja þér eftir. Þegar desembermánuður hefst, þá ertu kominn á svo fallegan stað að þér finnst þú vera í himnaríki. Hversu hressandi er það? Þér finnst þú eiga að vera svo skyldurækinn og passa allt í kringum þig en á móti langar þig að æða út í óvissuna og búa til ævintýri. Þú átt eftir að geta sameinað þetta tvennt núna og þá mun ekkert stoppa þig. Þú þarft að magna þinn karakter upp og þegar þú skilur það, þá sérðu að þessi ferð út í óvissuna mun færa þér svo miklu betri tíð og þú verður svo ánægður með sjálfan þig – og það er það eina sem þú þarft til að halda í hamingjuna. Tími fyrirgefningar Þú munt alltaf finna þér eitthvað skemmti- legt að gera. Alveg sama hversu oft þú dettur á rassinn í drullupollinn, þá stendur þú strax upp, þú ert eins og búmerang. Þú ert að plana og skoða og breyta í kringum þig og það gefur þér þá liti eða litauðgi sem þú þarft að hafa. Þú ert tengdur umhverfi þínu og það getur haft mikil áhrif á þig ef óreiða er í kringum þig. Ástin birtist í mörgum myndum hjá þér. Þú þarft að hafa traustan og stöðugan maka, elskhuga eða ástkonu svo taktu enga áhættu í þessum efnum og gefðu engan afslátt af ást þinni. Þú hefur trú á því góða í lífinu og það er það sem hjálpar þér að sigra þá sem þú telur vera andstæðinga þína. Þegar þú skoðar betur, þá var þetta fólk sem hefur reitt þig til reiði mögulega með lítið sjálfstraust. Ég vil bara segja að þú þarft bara að fyrirgefa því. Sem er akkúrat sá tími sem þú ert að fara inn í. Tími fyrirgefningar, uppgjörs, hreinsunar og skilyrðislausrar ástar. Þú átt eftir að hafa áhrif með gjörðum þínum svo það skiptir engu máli þótt fólk muni reyna að setja illgresi fyrir framan þig. Þinn tími er núna. Eitt skref í einu Elsku frábæra Ljónið mitt. Það býr mikill stríðs- maður í þér. Þú hefur afl og orku á við sjávar- föllin. Það eina sem þú þarft að tengja við þig til að hamingjan sé allt í kringum þig er að sýna öllum ást, virðingu, hjálpsemi og kærleika. Það gerir þig að þessu mikilmenni sem býr í þér. Það er mjög mikilvægt að þú skoðir hvar þú býrð. Þú þarft að vera rólegt og öruggt í umhverfi þínu til þess að þú getir fengið það sjálfstraust sem þú þarft. Flutningar eru til einskis nýtir fyrir þig, fyrr en þú ert farið að elska þar sem þú ert. Ef þú þolir ekki vinnuna þína, þá færðu ekki betri vinnu. Ef þú þolir ekki heimili þitt, þá færðu ekki betra heimili og ef þú þolir ekki maka þinn o.s.frv. Lærðu að þykja vænt um og meta það sem þú hefur í kringum þig, finndu út hvað er jákvætt við þína stöðu í dag. Taktu bara eitt skref í einu. Aldrei gefast upp Þú þarft á öllum þínum krafti að halda til að komast þangað sem þú vilt fara. Þú þarft nauð- synlega að vera með fókusinn réttan og vera í góðu formi til þess að allt gangi vel. Þú ert að nýta þér kraft sem er að koma til þín til að byggja þig upp eftir töluvert mikið álag undan- farið. Það er svo mikilvægt að passa sig á öllum öfgum svo sem eins og í áfengisneyslu; þótt það fari þér dásamlega vel að vera með glas í hendi, þá er það taugakerfi þitt sem höndlar það ekki. Lífið er langhlaup og mottóið þitt næsta mánuð er að gefast aldrei upp. Það er tákn sigur- vegarans og hann býr í þér. Ef þér finnst það sem þú ert að gera rosalega leiðinlegt og það er yfir þér þungi út af því, gefðu þér þá leyfi til að skipta um skoðun, því það má svo sannarlega og þetta er rétti tíminn til þess. Ég veit að kannski finnst þér þetta vera hálf ömurleg spá en ég er bara að skýra fyrir þér að fyrir 10 árum gat landsliðið okkar í fótbolta ekki nokkurn skapaðan hlut og engan grunaði að það mundi rústa Englend- ingum á EM. Það sem ég er að reyna að segja þér er að þú þarft að hafa svolítið fyrir þessu. Ekkert mun stoppa þig Þú ert að byrja tímabil sem varir í 12 mánuði Það er mjög mikilvægt að þú skoðir hvað er að ganga vel þessa stundina því það mun margfalda sig á þessu tímabili. Þú ert á vissum upphafsreit í lífi þínu þótt þú gerir þér ekki alveg grein fyrir því. Allar hindranir geta gert þig ótrúlega pirraða og þá magnarðu upp reiði sem gæti snúist gegn þér. Teldu upp að 10 áður en þú segir eitthvað sem þú gætir séð eftir. Og mundu að orðið „fyrirgefðu“ er fallegt orð. Lífsfylling er fólgin í litlu hlutunum í kringum þig. Farðu að taka betur eftir þeim, það gerir þig sterkari. Þú munt fara hnarreist áfram og enginn mun sjá á þér hvað þú hefur farið í gegnum og það er akkúrat þetta sem gerir þinn x-faktor, því verk- efnin í lífi þínu næstu mánuði munu öll leysast betur með þig svona hnarreista, það er lykillinn að þeim sigrum sem þú vilt vinna. Ekki horfa niður, horfðu beint fram, þá sérðu ljósið. Það er skínandi skært og þá mun ekkert stoppa þig. Spennandi tímabil fram undan Þú ert að skríða inn í mjög spennandi tímabil og það sem virðist gerast er að örlögin grípa í taumana og beina þér í rétta átt svo þú verður hissa. Þetta er magnað tímabil sem þú átt fram að jólum, í það minnsta. Og þó að þér finnist þú ekki komast út úr völundarhúsinu sem þú ert í, þá er það bara á næstu dögum eða vikum sem hlutirnir munu skýrast og þú finnur að þú ert kominn í miklu öruggari höfn. Láttu ástina finna þig, ekki leita að henni. Því þá ertu ekki heima þegar hún bankar. Það er líka gott fyrir ykkur sem eruð búin að lenda í ástarvitleysu að íhuga að ná í maka sem er kannski ekki alveg þín týpa. Því það hefur ekki virkað fyrir þig að ná í þínar týpur, svo breyttu til – þá gengur betur! Og fyrir þig, ef þú ert í föstu sambandi skaltu beina ástríðu þinni og ást í þá átt, vegna þess að uppgjör í ásta- málum núna eru ekki vænleg. Tilgangur lífsins er að leika sér og jörðin er leikvöllur. Þessu muntu sérstaklega átta þig á, fyrr en þig grunar. Haltu áfram á miklum hraða Ég vil að þú sjáir það skýrt að það fer þér betur að vera óstýrilátur en að fara eftir kerfinu í kringum þig. Það eiga náttúrulega að vera ein- hverjar reglur eins og ef það er hægri umferð í landinu, þá ekur þú ekki á vinstri akrein, og að vera tillitsamur við fólkið í kringum sig. Stundum finnst þér eins og þú vitir ekki ennþá hvað þú ætlar að gera þegar þú verður stór. Þú þarft ekki að vita það, því þú ert búinn að leggja góðan grunn að framtíð þinni. Svo haltu bara áfram á eins miklum hraða og þú getur, því þá líður þér best. Það er best fyrir þig á næstunni að drífa af hluti sem þú hefur ekki sinnt nógu vel og hvíla þig svo aðeins meira. Sofa betur og alls ekki fara í einhverja megrunarkúra eða setja ofurkraft í einhverja hreyfingu eða þess háttar. Svo taktu lífinu fagnandi því það er að gefa þér gjafir. Þolinmæði gagnvart öðrum í kringum þig og sjálfum þér eru lykilorð til þess að allt gangi eins vel og þú þorir að vona. Ástin elskar þig Það sem skiptir mestu máli fyrir þig er að hafa sterka sjálfsmynd. Þú átt það til að fara aðrar leiðir en fólkinu í kringum þig finnst þú eigir að fara. Það kemur fyrir að þú sért misskilin og sumum finnst þú stundum svolítið óvægin við aðra. Þér finnst svo mikilvægt að hafa sjálf- stæði þitt á hreinu svo þú getur slegið frá þér allharkalega ef að þér er vegið. Þú ert svo miklu tilfinningaríkari heldur en nokkurn í kringum þig grunar og þú tengist svo sterkum böndum, oft þeim sem eiga þig ekki skilið, svo nú þarftu að vega og meta hver á að valhoppa með þér inn í framtíðina. Þú ert að taka til í kringum þig og það hafa orðið litlir sigrar og til að auðvelda þér næstu þrjá mánuði þá er mikilvægt að þú skráir hjá þér hvað er að ganga vel í lífi þínu til að þú gleymir ekki að þú ert miklu betur stödd heldur en fyrir um það bil ári. Þú átt eftir að uppskera öryggi og staðfestu og það er lífsmottóið þitt. Ástin elskar þig þannig að elskaðu hana til baka. Tilfinningasamur Þú ert svo skemmtilegur kokteill af manneskju, þú átt auðvelt með að fá okkur hin til að hrífast með þér. Hins vegar áttu það til að taka að þér alltof margt í einu. Þú þarft að ákveða strax hvað skiptir máli. Þú elskar bæði sviðsljósið og ein- veru. Þú ert þannig kokteill. Þú ert svo skarpur og veist alveg muninn á réttu og röngu. Þú ert að fara á miklu léttara sex mánaða tímabil heldur en síðustu sex mánuðir hafa verið fyrir þig. Þá er ég ekki að segja að það verði ekki nóg að gera heldur er ég að segja þér að þú munir finna þér betri leiðir. Þú ert svo dásamlega tilfinninga- samur og tekur of mikið inn á þig röfl í öðru fólki. Næstu mánuðir færa þér mörg ævintýri og þú þarft ekki neinn með þér ef þú ætlar að fá þér betri vinnu eða gera eitthvað sem þér finnst stórfenglega merkilegt. Þú ert frjáls andi og þegar þú finnur hversu mikill karakter þú ert, þá halda þér engin bönd. Það fylgir þér hugrekki Þótt það hafi nú komið fyrir að þú sért eitthvað óöruggur þá fylgir þér mikið hugrekki. Þú ert að fara inn í tímabil þar sem hugrekkið mun njóta sín og þetta tímabil er líka til þess að þú horfist í augu við það sem þú hefur frestað og komir hlutunum í gegn. Þetta tímabil er byrjað þegar þú lest þessa spá og þú munt þjóta áfram eins og flugfiskur næstu mánuði. Ekki hafa áhyggjur af peningum, það er óþarfi því peningar hafa ekki áhyggjur af þér. Það dettur inn á borð á hárrétt- um tíma það sem þig vantar. Þannig að slepptu þessum kvíðaköggli sem læðist stundum aftan að þér. Ég elska hvað þú ert ólíkur fjöldanum, lærðu að elska það líka. Þú mátt vera eyðslusegg- ur á peninga en andlega þarftu að byggja þig upp og passa að eyða ekki þeirri orku til einskis. Lífið er svo yndislegt og það er setningin sem þú skalt segja um leið og þú vaknar, því þá færðu meira af yndislegu lífi. Mikið hryllilega get ég verið væmin, en þetta er bara staðreynd. 19. febrúar–20. mars Fiskarnir Hér eftir birtist spáin fyrsta föstudag hvers mánaðar Elsku ljúfi Hrúturinn minn Upphafsorð mín eru yfirleitt elsku sterki Hrútur- inn minn en þú þarft ekkert alltaf að vera sterkur. Það eru líka tímabil, eins og núna, sem þú mátt leggjast undir feld og vera latur. Leti getur líka verið sexí. Þú átt ekki að hafa á þér neinn járnaga. Því það þýðir ekki að þú sért að gefast upp heldur þýðir það að þú þarft ekki að stjórna öllu í kringum þig. Á þessu tímabili sem þú ert að fara inn í laðar þú til þín öðruvísi fólk. Þú sérð heildar- myndina af lífi þínu skýrar og setur orkuna þína á meiri hraða en þú ert vanur að gera. Ef það hafa verið erfiðleikar í ástamálum þínum, sem kemur svoldið skýrt fram í kortunum, þá skaltu muna það, að allt gerist af ástæðu. Það er mjög lítið til af tilviljunum. Ef þú ert á lausu, hjartað mitt, þá þarftu að muna að vera ekki feiminn. Hitt kynið á það til að misreikna þig og halda að þú hafir bara engan áhuga. Þú skalt segja þeim sem þú hefur áhuga á, hvort sem það er í ástamálum eða ef þig vantar einhvern til að vinna með, þá skaltu segja þeim það skýrt, þú hefur engu að tapa og allt að vinna, því það er að koma breyting á orku- stöðvum þínum og þú átt eftir að koma sjálfum þér á óvart. 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r26 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð Lífið 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 0 -C 4 1 8 1 B 3 0 -C 2 D C 1 B 3 0 -C 1 A 0 1 B 3 0 -C 0 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.