Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 1 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 4 . n ó v e M b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag sKOðun Þórlindur Kjartansson skrifar um forsetakosningar í Bandaríkjunum. 11 spOrt Ólafía Kristinsdóttir er í forystu á Evrópumótaröð kvenna í Abú Dabí. 12 lÍFið María Th. Ólafsdóttir tók myndir af fastagestum Vestur­ bæjarlaugarinnar. 30 tÍMaMót Ljósmyndarafélag Íslands fagnar 90 ára afmæli með ljósmyndasýningu. 18 plús 2 sérblöð l  FólK l  MálMiðnaður *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Siggu Kling Stjörnuspá sÍða 26 stjórnMál Formenn Bjartrar fram­ tíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynd­ uð með Sjálfstæðisflokki undir for­ ystu Benedikts Jóhannessonar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunar umboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formað­ ur Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunar­ umboðið. Það kom rækilega á óvart á mánu­ dag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Bene­ dikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að á mið­ vikudag hafi formennirnir reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt, en ekki Bjarni Bene­ diktsson, yrði forsætisráðherra. Málefni hafi ekki verið rædd á fund­ inum. Katrín Jakobsdóttir fundaði einn­ ig með Bjarna í gær. Fundurinn var nær tveggja tíma langur en flokk­ arnir náðu ekki saman. „Það er langt á milli þessara flokka málefna­ lega og við fórum yfir skattamál, menntamál og heilbrigðismál. Það var mikið að ræða enda langt á milli. Þetta voru bara rökræður um þetta og engin niðurstaða úr því.“ Katrín hefur rætt við formenn allra flokka. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Bjartrar framtíðar séu margir hissa á samstarfi við Við­ reisn. Fyrrverandi þingmenn flokksins óttast að við kosningar hafi flokkurinn færst til hægri. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist ekki viss um að sam­ starf Viðreisnar og Bjartrar fram­ tíðar sé klókt. „Þetta er auðvitað allt einhvers konar Hungurleikar. Eins konar taktík sem þeir hafa ákveðið að myndi henta þeim. Mér finnst athyglisvert hversu opinskátt það er. Í aðdraganda kosninganna var Björt framtíð í allt öðru banda­ lagi með þremur öðrum flokkum á vinstri væng og hefur nú snúið sér til hægri til Viðreisnar. Þetta er því kannski frekar eins konar hentug­ leikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós.“ – snæ Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. Þetta er því kannski frekar eins konar hentugleikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós. Eírkur Bergmann stjórnmála- fræðingur saMFélag Svört mynd er dregin upp af Efra­Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar. „Það er margt sem við viljum ekki vita um Efra­Breiðholt,“ segir sérfræðingur í heilbrigðiskerfinu sem Rauði kross­ inn vitnar í. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðar­ brot og mikil félagsleg vandamál. Þá eru margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður sagðar búa í hverf­ inu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Í skýrslunni er hverfið sagt skera sig úr að mörgu leyti. Fjórðungur íbúa sé af erlendum uppruna, hlut­ fallslega fleiri íbúar séu fatlaðir eða með geðraskanir, menntunarstig sé lægra og þar fram eftir götunum. Hins vegar segir að það beri að hafa í huga að hópurinn sem eigi í vanda sé mun minni en hinn. Flestir plumi sig vel og geti horft björtum augum til framtíðarinnar. Vandamálin eru hins vegar sögð til staðar. Til að mynda er minnst á hættu á því að innflytjendabörn einangrist félagslega. Hins vegar sé verkefnum á borð við unglinga­ smiðjur og skólasel ætlað að taka á vandanum. Í sumum tilfellum dugi það hins vegar ekki til. „Þetta er vaxandi hópur og sann­ leikurinn er sá að við erum ansi máttlaus hvað þennan hóp varðar. Það vantar róttæk úrræði sem við höfum ekki mótað enn þá,“ er haft eftir  starfsmanni velferðarsviðs borgarinnar. – þea Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé mættu saman til fundar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í Ráðherrabústaðnum í gær. Efni fundarins var hugsanleg myndun ríkisstjórnar en Bjarna var falið stjórnarmyndunarumboð á miðvikudag. Fréttablaðið/Ernir 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 0 -9 7 A 8 1 B 3 0 -9 6 6 C 1 B 3 0 -9 5 3 0 1 B 3 0 -9 3 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.