Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 20
Hrefna á það til að tala við blómin þegar hún vökvar. Instagram-myndaveggurinn vekur athygli allra sem koma í heimsókn til Hrefnu og fjölskyldu. Hrefna Daníelsdóttir, sem heldur úti heimilis- og fatablogginu href- nadaniels.com, er fædd og uppal- in á Akranesi og heldur þar skand- inavískt heimili með eiginmanni og þremur dætrum. Hún prýð- ir það einna helst með pottaplönt- um og telst svo til að tegundirnar séu orðnar sautján. Aðspurð segist hún halda mest upp á monsteruna og friðar liljurnar. Plönturnar setja mikinn svip á heimili Hrefnu. Hún segir þær þó ekki eingöngu hafa fagurfræðilegt gildi heldur bæta þær loftgæðin og hafa hjálpað henni við að losna við raka í gluggum. „Ég er líka með friðarlilju í öllum svefnherbergj- um heimilisins enda eru þær tald- ar hafa góð áhrif á heilsuna.“ Hrefna segist alin upp við að hafa blóm í kringum sig og finnst þau tilheyra. „Í upphafi búskapar keypti ég gjarnan túlípana og rósir. Eftir að ég eignaðist fleiri potta- blóm hefur það hins vegar minnk- að enda lífga þau alveg jafn mikið upp á heimilið og hafa auk þess þann kost að endast lengur.“ Hrefna er með blóm í öllum her- bergjum heimilisins að þvotta- húsinu undanskildu. „Þar er ég bara með gerviblóm enda vantar glugga.“ Bæta loftgæðin og gleðja augað Lífsstílsbloggarinn Hrefna Daníelsdóttir fær ekki nóg af pottaplöntum og prýðir heimili sitt á Akranesi með hátt í tuttugu mismunandi tegundum. Hún er líka með skemmtilegan myndavegg sem gestir hennar þreytast ekki á að skoða. Hrefna heldur mest upp á monsteruna. Vera Einarsdóttir vera@365.is Hrefna heldur úti lífsstílsblogginu hrefnadan.com Blómin sjást hvert sem litið er á heimili Hrefnu. Jukkan tekur sig vel út hjá Hrefnu. Svefnherbergið er ekki undanskilið þegar kemur að blómum. Aðspurð segist Hrefna skipta mest við blómabúðina Grósku á Akranesi. „Svo á ég það til að kippa með mér blómum úr Bónus og Krónunni.“ Hún segir mikla um- hirðu fylgja blómunum en að hún hafi gaman af henni. „Mér þykir vænt um blómin mín og á það til að tala við þau um leið og ég vökva,“ segir hún og hlær. Aðrir heimilis- meðlimir eru á sömu línu og segir hún eiginmanninn jafnvel hugsa enn betur um blómin. „Móðir hans er með grænustu fingur sem ég veit um og hann er alltaf með blóm á pallinum á sumrin. Hann er svo að vasast í mínum yfir vetrartímann.“ Spurð hvort hún hyggist halda áfram að bæta við blómum segist hún reyna að halda aftur af sér svo hún endi ekki á að búa í gróðurhúsi. „Ég er í smá pásu en um leið og eitt- hvað fer eða deyr, eins og stundum gerist, er ég fljót að bæta í safnið.“ Annað sem vekur athygli á heim- ili Hrefnu er skemmtilegur mynda- veggur með Insta gram-myndum sem hún prentar út með reglulegu millibili. „Þetta er fjölskyldu- og minningaveggur sem flestir sem koma í heimsókn staldra við og skoða og þá sérstaklega vinkonur dætra minna.“ Hrefna segist safna myndunum inn á læsta instagram- síðu og prenta út hjá Prentagram í reglulegum skömmtum. „Ég hengi þær svo upp með kennaralími og er að verða búin að þekja heilan vegg. Það er svo aldrei að vita nema ég haldi áfram.“ 2 FYRIR 1 Aðeins 1.490 kr. Texas-ostborgari með frönskum Gildir til 15.12.2016. Klipptu út og taktu með þér. Grandagarði 11 • www.texasborgarar.is Texas-ostborgari með frönskum 1.000 kr.! AIRWAVES-TILBOÐ 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r4 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 0 -C 9 0 8 1 B 3 0 -C 7 C C 1 B 3 0 -C 6 9 0 1 B 3 0 -C 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.