Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 28
Járnsmíði frá fyrstu tíð Málmsmíði er fjölbreytt atvinnu­ grein. Innan greinarinnar eru stál­ smiðir, rennismiðir, blikksmiðir og málmsuðumenn ásamt málmsteypu­ mönnum. Atvinnumöguleikar eru miklir en þetta eru fagstörf sem eiga skildgreindar námsbrautir í fram­ haldsskólakerfinu. Málmsmíði er hluti innan VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Málmsmíði hefur þekkst á Íslandi frá örófi alda þrátt fyrir að hvorki nytjamálmar né steinkol séu í jörðu. Landsmönnum tókst engu að síðu að smíða talsvert af nauðsynlegustu áhöldum úr málmi ásamt fögrum listgripum, eins og fram kemur á vef Þjóðminjasafnsins. „Margar fornar smíðaaðferðir sem enn héldust fram eftir 20. öld voru nánast hinar sömu og snemma á járnöld. Það sést meðal annars af myndum á rúnasteinum frá víkingaöld og enn eldri fornleifa­ fundum. Það þarf vart að efa að Ís­ lendingar hafi fengizt við járnsmíðar frá fyrstu tíð og að ýmsir landnáms­ menn hafi verið járnsmiðir góðir. Menn gátu ekki lifað í landinu án járns og annarra málma til smíða og hafa því fljótt þurft að smíða margt til búa sinna, einkum úr járni. Vafa­ laust voru margir það sem síðar var kallað búhagir, gátu smíðað það sem þurfti til daglegs brúks, bæði úr málmi og tré. Járn var reyndar lengi dýrt og oft torfengið fyrr á öldum og var því sparað svo sem unnt var. Marg­ ir brúkshlutir voru gerðir úr tré einu saman, sáir trégyrtir og kistlar geir­ negldir eða tréseymdir, jafnvel voru skip tréseymd að hluta. Tvennt þurfti til járngerðar á Íslandi, mýrarrauða og viðarkol,“ að því er fram kemur á vefnum www.thjodminjasafn.is. Norðurlandameistaramót eldsmiða fer fram annað hvert ár og skiptast löndin fimm á að halda það. Það var síðast haldið í Firskars í Finnlandi á síðasta ári og tóku nokkrir Íslendingar þátt í mótinu. Íslensku keppendurnir stóðu sig vel á mótinu. Beate Stormo frá Kristnesi í Eyjafirði vann í flokki meistara en þess má geta að flokkurinn er ætl­ aður atvinnumönnum en Beate er bóndi. Einar Gunnar Sigurðsson keppti í flokki sveina og lenti í fjórða sæti og Ingvar Matthíasson keppti í flokki ungliða og hreppti annað sætið. Keppendur fá að vita smíðaverkefni hvers móts með dags fyrirvara. Að þessu sinni áttu þeir að framleiða tölustafi og fengu keppendur fjóra tíma til að klára verkið. Aðalmarkmið Norðurlandameistaramótsins er að viðhalda eldsmíðahefðinni í norrænu löndunum ekki síst svo þessi undirstöðugrein deyi hreinlega ekki út. Einnig snýst mótið um að styrkja samvinnu eldsmiða í löndunum fimm og ekki síst að hvetja og styrkja yngri eldsmiði til að afla sér sem víðtæk­ astrar reynslu til að viðhalda gæðum í greininni. Það eru tveir finnskir eldsmiðahópar sem skipu­ leggja mótið, Suomen Sepät ry og Taidesepät ry, en það verður næst haldið á Íslandi árið 2023. Félagið Íslenskir eldsmiðir var stofnað árið 2009 og er með vefinn www.eldsmidir.net. Eldsmiðir kEppa Þjóðminjasafnið Beate Stormo frá Kristnesi í Eyjafirði vann í flokki meistara. Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 Hardox harðhausar Grjótmulningshörpur Kurlhnífar Kerskóflur Toghlerar Ruslagámar Ýtutennur Malarflutningspallar Grjótflutningspallar Ripperar Skerar Sanddælurör Meðal þess sem Héðinn smíðar og endurnýjar með Hardox slitstáli má nefna: Héðinn hf. er eina íslenska fyrirtækið í “Hardox Wearparts” þjónustunetinu. Þessa viðurkenningu veitir SSAB, framleiðandi Hardox, einungis þeim fyrirtækjum sem standast ítrustu kröfur um þekkingu, tækjakost, lager og vinnubrögð við vinnslu á Hardox slitstáli. Ávallt til á lager Hardox í þykktum frá 4 mm upp í 50 mm. málmiðnaður Kynningarblað 4. nóvember 20168 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 0 -B A 3 8 1 B 3 0 -B 8 F C 1 B 3 0 -B 7 C 0 1 B 3 0 -B 6 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.