Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Þetta var stórskemmtilegt verkefni og afar áhuga-verð stúdía út frá mann-fræði og í raun samskipta-mynstri fólks,“ segir María Th. Ólafsdóttir búninga- hönnuður. María, sem er fastagestur í Vesturbæjarlauginni, stundar masters- nám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og sem lokaverkefni í einum kúrsi í náminu voru fyrirmælin þau að gera ljósmyndaverkefni sem væri í tengslum við samfélagið sem við búum í eða málefni sem stendur okkur nærri. Hún leitaði ekki langt yfir skammt og ákvað að búa til ljós- myndabókina Kominn tími, sem inniheldur myndir af þeim sem sækja Vesturbæjarlaugina, auk ýmissa upp- lýsinga um störf þeirra, á hvaða tíma dags þeir venja komur sínar á þennan vinsæla samkomustað og hvað þeir hafast þar helst að. „Ég fer sjálf í Vesturbæjarlaugina á hverju kvöldi um klukkan 20 og hitti alltaf sama fólkið, sem mér finnst dálítið magnað. Svo er kúltúrinn í lauginni líka spennandi, því þar má eiginlega segja það sem hver og einn vill og það fer ekki lengra. Þetta er nánast eins og skuldbindingalaust svæði. Fólk sest í heitan pott með öðru fólki sem það þekkir kannski ekki neitt, tekur þátt í umræðum sem eru oft og tíðum heitar, en svo fara þær umræður ekki lengra. Það sem fer fram í pottinum er skilið eftir í pottinum. Í lauginni eru allir jafnir og allir hafa rétt á sinni skoðun, og það er nokkuð sem við mættum hafa meira í huga úti í þjóðfélaginu. Það þarf ekki allt að vera svona svart og hvítt,“ útskýrir María og bætir við að Vesturbæjarlaugin sé að mörgu leyti frábrugðin öðrum sund- stöðum sem hún hefur sótt í gegnum tíðina. „Vesturbærinn er eins og suðu- pottur, ólgandi af mannlífi eins og New York, þar sem ég bjó einu sinni.“ María er farsæll búningahönnuður til margra ára og lítur á námið í hag- nýtri menningarmiðlum sem stór- skemmtilega áskorun fyrir sjálfa sig. Fyrir verkefnið, ljósmyndabókina Kominn tími, fékk hún hæstu ein- kunn og því liggur beint við að spyrja hvort ekki komi til greina að gefa bókina út í fleiri eintökum eða halda sýningu á myndunum. „Ég er ekki ljósmyndari svo ég hef ekki hugsað mér að gera neitt meira við þessar myndir, en hver veit hvað gerist?“ segir hún að lokum. kjartang@frettabladid.is Vesturbærinn ólgandi eins og New York María Th. Ólafsdóttir búningahönnuður tók myndir af fastagestum Vesturbæjarlaugarinnar og bjó til ljósmyndabók sem verkefni í hag- nýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Kúltúrinn heillar hana. María Th. Ólafsdóttir hefur búið í Vesturbænum í tvö ár og stundar Vesturbæjarlaugina grimmt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leikarinn Rúnar Freyr fer í æfingasal, potta og gufu klukkan 9 á morgnana og oft líka á kvöldin með börnin. MyND/ MARÍA Th. ÓLAFSDÓTTIR Neminn Ísak er eitt af viðfangsefnum Maríu í bókinni. hann notar útiklefann, fer í barnalaug, „friðar“-pott og gufu milli 20 og 21. MyND/MARÍA Th. ÓLAFSDÓTTIR Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni FÖSTUDAG OG LAUGARDAG KL. 09:00 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r30 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 0 -A B 6 8 1 B 3 0 -A A 2 C 1 B 3 0 -A 8 F 0 1 B 3 0 -A 7 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.