Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 8
m ar kh ön nu n eh f -20% NÝTT Í MERITENE ENERGIS 15X30G - 3 GERÐIR ÁÐUR: 2.598 KR/PK 1.990 Próteinríkur næringadrykkur Bretland Dómstóll í London komst í gær að þeirri niðurstöðu að breska þingið fari með ákvörðunarvald um það hvort Bretland segi sig úr Evrópu- sambandinu. Ríkisstjórn Bretlands geti ekki upp á sitt eindæmi virkjað 50. grein Lissa- bonsáttmála Evrópusambandsins, jafnvel þótt breska þjóðin hafi sam- þykkt útgöngu í þjóðaratkvæða- greiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Ríkisstjórn Theresu May og Íhalds- flokksins sagði úrskurðinn valda von- brigðum, en honum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þegar hefur verið gefið út að hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í þessu máli 7. desember næstkomandi. „Þjóðin kaus að yfirgefa Evrópu- sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði samþykki í lögum frá þing- inu,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Og stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar.” May hefur sagt stefnt að því að virkja útgönguákvæði Lissabon- samningsins, 50. greinina, í mars á næsta ári. Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna í sumar. Aðskilnaðarsinnar lýsa yfir áhyggjum af mögulegum svikum þingsins við kjósendur. Fjárfestirinn Gina Miller, sem höfðaði málið gegn bresku stjórninni, gengur ásamt fylgdarliði sinu út úr dómshúsinu í London í gær eftir að hafa borið sigur úr býtum. Nordicphotos/AFp Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný. Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi UKIP Segir dóminn breyta öllu „Þetta er alger „game-changer“ í málinu,“ sagði Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við fréttastofu í gær um dóminn. Eiríkur sagði það mikilvægasta við úrskurðinn að breska þingið sé fullvaldurinn í málinu. „Fullveldið í Bretlandi er ekki í höndum þjóðarinn- ar. Það er ekki í höndum drottningar. Það er ekki í höndum ríkisstjórnar. Það er í höndum þingsins. Það er æðsta vald Bretlands.“ Þá sagði Eiríkur þingið hafa rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun, burt- séð frá niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar. „Þingmenn verða í vanda staddir. Eiga þeir að fylgja eigin sannfæringu í málinu eða forskrift þjóðarinnar? Ég hugsa að mjög margir þingmenn – Bretar búa við einmenn- ingskjördæmi – muni skoða niðurstöðuna í sínu kjördæmi.“ Niðurstaða hvers kjördæmis verði svo lögð til grundvallar atkvæðis viðkomandi þingmanns. ✿ Misjöfn viðbrögð Fari svo að hæstiréttur staðfesti dómsúrskurðinn þá þarf stjórnin hins vegar að spyrja þingið, en engan veginn er ljóst hvort meirihluti sé á þingi fyrir útgöngu. Breska pundið tók dálítinn kipp við tíðindin, hækkaði um 1,4 prósent gagnvart bæði evru og dollar. Gengi pundsins hefur hríðlækkað eftir að þjóðin samþykkti útgöngu úr ESB í júní síðastliðnum. Evrópuandstæðingurinn Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, sagðist hins vegar í gær vera farinn að  hafa verulegar áhyggjur. Hætta sé á því að breskir þingmenn muni svíkja kjósendur, sem samþykktu í þjóðaratkvæða- greiðslu í sumar að Bretland ætti að ganga úr Ev r ó p u s a m - bandinu. „Við erum að stefna í hálfa útgöngu,“ sagði hann í útvarpsvið- tali í gær. Sjálfur ætli hann hins vegar að halda ótrauður áfram baráttu sinni gegn aðild Bret- lands að Evrópusambandinu: „Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný.” Hann sagði af sér formennsku í flokknum í sumar, eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda hafði hann þá náð fram helsta bar- áttumáli sínu. gudsteinn@frettabladid.is Juncker uggandi yfir töfunum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, er uggandi yfir þeim töfum á úrgöngu Bretlands sem dómurinn kann að valda. Þetta fullyrti tals- maður embættis hans í viðtali við Guardian í gær. Juncker er sagður ætla að funda með Theresu May forsætisráðherra í gegnum síma í dag. Juncker neitaði sjálfur að tjá sig um það hvernig Bret- ar hátta sínum enda úrsagnarinnar en talsmaðurinn sagði öll önnur aðildarríki Evrópusambandsins fara fram á að fimmtugasta grein Lissa- bonsáttmálans yrði virkjuð sem allra fyrst. Þá lýstu fleiri embættismenn Evrópusambandsins yfir áhyggjum sínum í viðtali við Guardian, þó í skjóli nafnleyndar. Það sem helst bar á góma var efi um hvort May næði að standa við gefið loforð um að virkja greinina fyrir aprílmánuð næsta árs. Var því haldið fram, líkt og Juncker gerði, að allar tafir væru óvelkomnar því þær ykju óvissu. Ríkisstjórnin ætti að una niðurstöðunni í stað þess að áfrýja til hæsta- réttar. Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins Þjóðin fékk að kjósa um brotthvarf en ekki áfangastað. Þess vegna ætti að kjósa aftur þegar samningar um úrsögn hafa náðst. Tim Farron, formaður Frjálslyndra demókrata Við verðum að virða yfirvald þingsins. Gina Miller, stefnandi í málinu Ríkisstjórnin verður að sýna þinginu skilyrðin sem lögð verða fram í úrsagnarviðræðunum. Það verður að ríkja algjört gagnsæi í þessum málum. Jeremy Corbyn, formaður Verkamanna- flokksins Þingmenn eru fulltrúar þjóðar- innar og þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið. Við ætlum að vinna eftir þeim niðurstöðum og fá sem hagstæðasta skilmála fyrir Bretland. David Davis, Brexitmálaráðherra 52% Var hlutfall Breta sem kusu 4 . n ó v e M B e r 2 0 1 6 F Ö S t U d a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 0 -B F 2 8 1 B 3 0 -B D E C 1 B 3 0 -B C B 0 1 B 3 0 -B B 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.