Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 6
heilbrigðismál Reynsla síðustu ára sýnir að flytja þarf sjúklinga í um níu þúsund skipti á milli starfs- stöðva Landspítalans í Fossvogi og á Hringbraut á hverju ári. Slíkir flutningar geta reynst þeim veikustu stórhættulegir og beinbrotnum börnum mjög erfiðir. Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga á LSH, staðfestir að daglega þarf að flytja 25 sjúklinga að meðaltali – og koma upp aðstæður þar sem notast þarf við flutninga- bíla í stað sjúkrabíla þar sem fyrir- ferðarmikill búnaður þarf að fylgja hinum veika. Varla þarf að fjölyrða um óhagræðið og kostnaðinn sem af þessu hlýst, segir Ólafur en hver ferð bætir heilum degi við dvöl hvers sjúklings á spítalanum með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir einstaklinginn. Ólafur segir að þessir flutningar geti verið lífshættulegir og nefnir dæmi af hjartasjúklingi sem þarf að fara í hjarta- og lungnavél. „Þetta eru sjúklingar sem eru lífshættulega veikir og eiga sér þá einu von að komast í þessa vél sem er einungis staðsett á Hringbraut. Ef allt væri eðlilegt myndi okkur aldr- ei detta það í hug að flytja þennan sjúkling – aldrei nokkurn tímann,“ segir Ólafur. „Það er annað dæmi sem truflar okkur mjög mikið og það eru börn með ákveðna tegund af bein- brotum. Þau koma brotin í Fossvog, og um hluta þess hóps gildir að það þarf að flytja þau í ákveðnum fyrir- ferðarmiklum búnaði í sendibíl á milli spítalanna, með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Það er með öllu óásættanlegt að þurfa að gera þetta, en eins og allir vita er barna- þjónustan staðsett við Hringbraut en slysaþjónustan í Fossvogi,“ segir Ólafur. Spurður hvort sjúklingur hafi beinlínis látist vegna flutnings á milli staða svarar Ólafur því til að flutningur sjúklinga milli spítala hafi klárlega átt þátt í að tefja grein- ingu og meðferð margra sjúklinga, en erfitt sé að fullyrða að flutning- urinn einn og sér sé orsök dauðs- falls. „En því oftar sem þarf að flytja sjúkling, þeim mun meiri áhættu er hann settur í, og ef um lífshættuleg veikindi er að ræða er augljóst að viðbótarflutningur eykur lífshætt- una verulega, og það að óþörfu. Þetta er óásættanlegt fyrir okkur öll. Svo vel vill til að við eigum frábært sjúkraflutningafólk sem stendur sig með mikilli prýði, en það getur ekki bjargað öllu og það er slæmt að búa við klofinn spítala sem setur það, og okkur öll, í þessa aðstöðu,“ segir Ólafur. En það þarf að flytja fleira á milli húsa Landspítalans en veikt fólk; um 25.000 ferðir þarf á milli húsa með sýni hvers konar og fjölmargar ferðir sérhæfðra starfsmanna á milli staða þar sem þeirra er þörf á hverjum tíma. Þessu til viðbótar nefnir Ólafur að þegar komið er með sjúklinga á Hringbraut bíður oft flókinn flutn- ingur með fárveikt fólk um rangala og upp lyftur, sem eru allt of litlar fyrir tækjabúnaðinn. svavar@frettabladid.is Flytja þarf fárveikt fólk Flytja þarf sjúklinga á milli húsa Landspítalans í 9.000 skipti árlega. Slíkt er þeim veikustu lífshættulegt. Sárt að þurfa að flytja beinbrotin börn, segir læknir. Þær aðstæður koma upp reglulega að flytja þarf fólk í flutningabílum á milli spítalanna í Fossvogi og á Hringbraut því nauð- synleg tæki eru svo fyrirferðarmikil að þau komast ekki í sjúkrabíl. Mynd/LSH Já, nú verðurgaman! Kringlukráin Kringlunni 4-12 103 Reykjavík Sími 568 0878 kringlukrain@kringlukrain.is www.kringlukrain.is 4. - 5. NÓV. Kjósa um framkvæmdir fyrir rúmar 450 milljónir samfélag Framkvæmdafé í hverfa- kosningu Reykjavíkur hefur verið hækkað um helming og er nú 450 milljónir króna. Í gær var opnaður kosningavefur fyrir framkvæmdir í hverfum borgarinnar í fimmta sinn þar sem íbúar í Reykjavík geta tekið þátt í ákvörðunum með bein- um hætti. Standa kosningar í tvær vikur á vefslóðinni kosning.reykja- vik.is eða til og með 17. nóvember. Hugmyndum var safnað hjá íbúum í júní og bárust rúmlega 900 hugmyndir sem var 50 pró- senta aukning frá 2015. Tíminn frá hugmyndaskilum hefur verið nýttur til að vinna úr innsendum hugmyndum. Svipaðar hugmyndir hafa verið sameinaðar og búið er að áætla framkvæmdakostnað við hverja þeirra. Breiðholt fær mest úthlutað eða um 70 milljónir, svo Grafarvogur, og Laugardalur og Vesturbær fá um 55 milljónir en fjármunum er skipt eftir stærð hverfa. Kjalarnes fær minnst, eða 13 milljónir. Til að tryggja minnstu hverfunum lág- marksfjárhæð til umráða er fjórð- ungi fjárheimildarinnar skipt jafnt milli hverfa. – bbh 240 Flóttamenn drukknuðu eftir að tveimur bátum hvolfdi. En það er ekki nokkur spurning að það eru allt of mörg dæmi um það að öryggi sjúklinga hafi verið ógnað á þessari flutnings- leið – það er ekki nokkur spurning. Ólafur Baldurs- son, fram- kvæmdastjóri lækninga Verkefnið í heild er í fjórum fösum. Hugmyndasöfnun; umræða um hug- myndir og úrvinnsla; kosningar og framkvæmd. FréttabLaðið/Ernir ÍtalÍa Talið er að um 240 flóttamenn hafi drukknað í Miðjarðarhafi í gær og fyrradag út af ströndum Líbíu. Fólkið er sagt hafa verið um borð í tveimur bátum sem báðum hvolfdi. Fréttir af þessu bárust með öðru flóttafólki sem bjargað var úr haf- inu og var flutt til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Um hundrað þeirra drukknuðu á miðvikudag þegar upplásinn gúmmí- bátur sökk. Annar gúmmíbátur fórst síðan í gærmorgun og þar er talið að um 140 manns hafi látið lífið. Af fyrri bátnum björguðust 29 manns en aðeins tveir lifðu af seinna slysið, svo vitað sé. Alls hafa þá meira en 4.200 drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er þessu ári í tilraun til að komast yfir til aðildar ríkja Evrópusambandsins, ýmist frá Tyrklandi eða frá norður- strönd Afríku. Á síðasta ári er talið að nærri 3.800 hafi drukknað þar í hafinu en árið 2014 voru það nærri 3.300 manns. Hernaðaraðgerðir Evrópusam- bandsins gegn smyglurum, sem reyna að koma fólki ólöglega yfir hafið, hafa orðið til þess að mennirnir eru að mestu hættir að senda fólk með tré- bátum út á Miðjarðarhaf. Í staðinn er nánast eingöngu notast við uppblásna gúmmíbáta sem eru enn hættulegri farartæki. Yfirleitt fylgir enginn flótta- fólkinu þannig að það þarf sjálft að sjá um að stýra bátunum yfir hafið. – gb Hundruð flóttamanna drukknuðu í vikunni 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 f Ö s t U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 0 -C 4 1 8 1 B 3 0 -C 2 D C 1 B 3 0 -C 1 A 0 1 B 3 0 -C 0 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.