Fréttablaðið - 04.11.2016, Page 26

Fréttablaðið - 04.11.2016, Page 26
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is „Ég er alin upp innan um vélar. Pabbi er vélvirki og vinnur við þetta. Ég fékk oft að koma með honum í vinnuna og var þá að græja eitthvað og gera á verkstæðinu. Ég fékk aðeins að smíða en var samt aðallega að gera við,“ segir Ragn- hildur Halla Þórunnardóttir, nem- andi í gunndeild málm- og véltækni- greina við Verkmenntaskólann á Akureyri. Ragnhildur hóf nám í haust og er ánægð með skólann. Fáar stelpur sé þó að finna í deildinni en það trufl- ar hana ekki neitt. „Skólinn gengur bara vel, allavega enn þá. Þetta er mjög skemmtilegt nám og stemningin er fín í bekknum,“ segir Ragnhild- ur. „Við erum bara þrjár stelpur í allri grunndeild málmiðna, hinar tvær eru eldri en ég og ég þekki þær ekkert. Mér finnst ekkert erf- itt að vera eina stelpan en það getur verið krefjandi. Vinkonur mínar eru flestar á náttúrufræðibraut, hestabraut, íþróttabraut og á félags- fræðibraut.“ Hvers konar verkefni eruð þið að fást við í skólanum? „Náminu er skipt niður í nokkra flokka en í málmsmíðinni erum við til dæmis að smíða skaft á hamar og blikk- kassa,“ segir Ragnhildur. Ertu búin að ákveða hvað tekur við eftir Verkmenntaskólann? „Mig langar að fara til Noregs eða til ein- hvers af Norðurlöndunum og læra iðnaðarverkfræði.“ Þegar Ragnhildur er ekki í skól- anum þeytist hún um á krossara. Hún segir motocross-sportinu fylgja heilmiklar viðgerðir sem hún sinnir á verkstæðinu ásamt pabba sínum, sem einnig er í sportinu. „Við pabbi erum aðallega að taka í sundur varahluti og fleira, í bíla og hjól en ég á krossara og það fylgir því sporti dálítið að græja það. Ég á Suzuki rmz 250 fjórgengis, 2005 árgerð. Ég byrjaði í moto crossinu í haust eða um sama leyti og ég byrjaði í skólanum. Ég er ekkert að keppa eða neitt slíkt, þetta er bara hobbí hjá mér. Ég er með pabba í þessu en hann á líka hjól. Við förum yfirleitt upp í sveit til ömmu og afa á Tjörnesi að hjóla, en ég er frá Húsavík,“ segir Ragnhildur. „Fyrir utan motocrossið eru áhugamálin frjálsar íþróttir og snjósleðar og svo allt sem tengist því og vera með vinum mínum og fjölskyldu.“ Á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri má lesa viðtal við Ragn- hildi. „Skólinn gengur bara vel, allavega enn þá. Þetta er mjög skemmtilegt nám og stemningin er fín í bekknum.“ Stefnir á iðnaðarverkfræði í Noregi Ragnhildur Halla Þórunnardóttir hóf nám í grunndeild málm- og véltæknigreina við Verkmenntaskólann á Akureyri í haust. Hún segir námið skemmtilegt og stefnir á nám í iðnaðarverkfræði í einhverju Norðurlandanna í framhaldinu. Í frístundum þeytist hún um á krossara. „Ég á Suzuki rmz 250 fjórgengis, 2005 árgerð. Ég byrjaði í motocrossinu í haust.“ myNd/RagNHilduR Halla ÞóRuNNaRdóTTiR „Pabbi er vélvirki og vinnur við þetta. Ég fékk oft að koma með honum í vinnuna og var þá að græja eitthvað og gera á verkstæðinu.“ myNd/óSkaR ÞóR HalldóRSSoN Við pabbi erum aðallega að taka í sundur varahluti og fleira, í bíla og hjól en ég á krossara og það fylgir því sporti dálítið að græja það. Ragnhildur Halla Þórunnardóttir Plast tappar Glerfestingar Fánastangir Fánaborgir Fjaðurstál Málmtækni er þjónustufyrirtæki í málm- og plastiðnaði Helstu vöruflokkar Málmtækni HF I Vagnhöfði 29 I 110 Reykjavík I 580 4500 I www.mt.is Ryðfrítt stál 303 304 316 & fl. Plötur Stangir Fittings Ál 5754 6082 6061 7075 Plötur Stangir Beygjur Gataplötur Ál Klæðningar og undirkerfi Litaðar ál plötur Plast PEHD 300 500 1000 POM PA PTFE PC PET PP PEEK PVC Járn Galv Rafgalv Kaldvalsað Heitvalsað Aluzink Poly stál Loftsíur F3 F4 F5 F7 F9 Paintstop Hepa Dúkar Pappasíur Rammar Bandsagarblöð Eir Messing Blý Zink málmiðNaðuR kynningarblað 4. nóvember 20166 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 0 -A 6 7 8 1 B 3 0 -A 5 3 C 1 B 3 0 -A 4 0 0 1 B 3 0 -A 2 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.