Fréttablaðið - 04.11.2016, Síða 44

Fréttablaðið - 04.11.2016, Síða 44
GLAMOUR Farðu inn á Glamour.is og fáðu daglegar fréttir úr heimi hönnunar, lífsstíls og tísku. l Facebook l Instagram l Twitter #Glamouriceland Klæddu þig rétt fyrir Airwaves Tónlistarhátíðin Airwaves nær hápunkti sínum um helgina. Það er sérstakur stíll sem fylgir tónleikagest- um og hér eru nokkrar lykilflíkur sem Airwaves-farar af báðum kynjum ættu að skoða. Götutískan er þar í fyrirrúmi jafnt og þægindin. Bomberjakkinn Þessi jakki kom aftur á tískuradarinn á seinasta ári og er ekkert á leiðinni neitt þennan veturinn. Þægilegur jakki, sérstaklega á þessum árstíma, hvorki of heitur og fyrirferðarmikill né of þunnur svo maður krókni á röltinu milli tónleikastaða. Hettu-peysan Hetturpeysa er ein vinsælasta flík lands- ins um þessar mundir og má nota við hvað sem er. Töffaraleg, hlý og svo má bregða hettunni yfir höfuðið þegar rignir; hentugt. Bakpokinn Er ekki best að reyna að hafa báðar hendur tómar þegar maður er að dilla sér við taktfasta tóna? Bak- pokinn er ekki bara fyrir skólabækur heldur einstaklega góður yfir hátíðir sem þessar þar sem maður er að flakka á milli í bænum. Þægilegur skóbúnaður Það er mjög mikilvægt að vera í þægi- legum skóbúnaði á tónlistarhátíðum. Bæði til að geta dansað að vild og svo stendur maður mikið eða gengur á milli. Að vera í óþægilegum skóm getur eyðilagt heilt kvöld – fallegir flatbotna leðurskór eða bara einfald- lega strigaskór eru til dæmis gott val. Höfuðfat Það er alltaf gaman að skoða klæðaburð gesta tón- listarhátíða eins og Airwaves en ein flík er yfirleitt meira áberandi en aðrar og það er hatturinn. Ekki er vitað hvað það er nákvæmlega við hattinn sem gerir hann að tilvöldum höfuðbúnaði á tónleikum en hann gefur óneitanlega skemmtilegt yfirbragð. Rifnar gallabuxur Já, það má ekki gleyma aðalflíkinni. Gallabuxuunum. Flíkin sem kemur í mörgum ólíkum sniðum og stílum en í ár eiga þær helst að vera ljósbláar og örlítið rifnar neðst eða á hnjám. Svona ef maður vill fara eftir trendunum góðu. Netsokka- buxurnar eru að koma sterkar inn aftur. 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r28 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 3 0 -B F 2 8 1 B 3 0 -B D E C 1 B 3 0 -B C B 0 1 B 3 0 -B B 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.