Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2016, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 04.11.2016, Qupperneq 2
 Þingflokkur Framsóknar mætti til fyrsta þingflokksfundar í Alþingishúsinu í gær. Andrúmsloftið hefur verið spennuþrungið að undanförnu. FréttAblAðið/Vilhelm Veður Norðangola og stöku él með norður- og austurströndinni, en bjartviðri sunnan og vestan til. Frystir sums staðar í inn- sveitum um landið norðan- og austan- vert. sjá síðu 22 Alþingi Þingflokkur Pírata er þre- falt stærri í dag en hann var fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Birgitta Jónsdóttir pírati segir flokkinn ekki ætla að nota sama þingflokksherbergi, enda sé það of lítið. „Flokkar eiga ekki nein þing- flokksherbergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið,“ segir Birgitta. Það passi best fyrir stærð þingflokks Pírata, en Fram- sóknarflokkurinn var í græna her- berginu á síðasta kjörtímabili. Birgitta segir þingmenn vera mjög mikið í þinghúsinu, einkum við þinglok um jól og á vorin. Þá sé nauðsynlegt að geta haft þannig aðstöðu að allir geti verið á sama stað. Píratar hafa haldið tvo þing- flokksfundi frá síðustu kosningum. Vegna plássleysis í gamla þing- flokksherberginu hefur flokkurinn fengið lánað herbergi forsætis- nefndar þingsins. „Við erum bara heimilislaus eins og er. Skrifstof- urnar okkar eru bara fyrir þriggja manna þingflokk. En við gerum ráð fyrir því að þetta leysist allt,“ segir Birgitta. Svandís Svavarsdóttir, þing- maður VG, segir umræðuna um skipan í þingherbergin vera ótíma- bæra. „Við erum bara enn þá að fara yfir þetta af því að gula her- bergið sem við höfum alltaf verið í er heldur þröngt og það er ekki kominn neinn botn í það hvernig við leysum það. Skrifstofa þingsins hefur yfirumsjón með því og það væri hægt að leysa það með ýmsu móti, meðal annars með græna herberginu. En við erum ekki búin að botna það,“ segir Svandís. Hún Heimilislausir Píratar vilja græna herbergið Þingflokksherbergi Pírata rúmar flokkinn ekki lengur, enda þingflokkurinn orðinn þrefalt stærri. Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir því að Píratar fari í græna herbergið. Hafa fundað í herbergi forsætisnefndar eftir kosningarnar. bendir á að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær þingið kemur saman, ekkert sé vitað hvernig næsta ríkisstjórn verður og þessi mál þurfi að skoðast samhliða því. Stækka vegna Airwaves Bæjarins beztu pylsur hafa nú bætt við sig aukapylsuvagni í miðbæ Reykjavíkur. Er það gert vegna mikillar ásóknar á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. Aukavagninn var settur upp í gámi og stendur við hlið þess gamla. Hátíðinni lýkur á sunnudaginn næstkomandi en á meðal þeirra listamanna sem munu koma fram á hátíðinni eru PJ Harvey, múm, Santigold, Mugison og Dr. Spock . FréttAblAðið/Vilhelm mynd sem þú mátt ekki missa af - v a r i e t y- E n t e r t a i n m e n t w e e k l y “emily blunt gives rachel multiple dimensions” “superb job” “emily blunt is perfect” “solid thriller” “the girl on the train is sexy and brutal” “vivid performances from the cast” Dómsmál Systurnar Hlín Einars- dóttir og Malín Brand hafa verið ákærðar í fjárkúgunarmálinu svo- kallaða. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé af þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og öðrum manni sem Hlín hefur sakað um nauðgun. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í mánuðinum. Ákæran var útgefin af ríkissaksóknara í gær. –þea Búið að ákæra Hlín og Malín malin brand eftir yfirheyrslu í fyrra- sumar. FréttAblAðið/Vilhelm Viðskipti  Eigendur iPhone síma virðast vera minna tryggir Apple en áður ef marka má rannsókn UBS- greiningaraðilanna Stevens Miluno- vich og Benjamins Wilson. Business Insider greinir frá því að smám saman virðist notendur iPhone vera að færa sig yfir til ann- arra síma. Í Bandaríkjunum og Evr- ópu eru notendur iPhone frekar tryggir Apple, en í austri, sér í lagi í Kína, er fjöldi notenda farinn að skipta út símanum.  Árið 2010 héldu 95 prósent eig- enda iPhone sig við merkið þegar þeir keyptu nýjan síma en árið 2016 er þetta hlutfall orðið um 75 prósent. Hlutfallið er þó ennþá hærra en hjá Android og Samsung. Samsung-símaeigendur virðast þó verða tryggari með tímanum, ef litið er fram hjá síðasta fjórðungi þegar sprenging í Galaxy Note 7 hafði áhrif. Notendur iPhone í Bandaríkj- unum, Bretlandi, Japan og Þýska- landi halda enn fast í símana en í Kína hefur áróður gegn Apple haft þau áhrif að einungis 55 prósent fengu sér iPhone aftur á síðasta árs- fjórðungi, samanborið við rúmlega 80 prósent á sama ársfjórðungi fyrir tveimur árum. Sala hjá Apple hefur dregist saman um 30 prósent milli ára í Kína. – sg Tryggðin minnkar hjá Apple iPhone eigendur eru líklegri til að fá sér iPhone 7 í evrópu en í Kína. Þessa dagana er verið að skipta upp herberginu sem Samfylkingin hefur verið í. Ástæðan er sú að þingflokkarnir verða sjö, en voru sex á síðasta kjörtímabili og því vantar eitt herbergi. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir að verið sé að ganga frá herbergjaskipaninni þessa dagana. Ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Þetta er ákaflega þröngt og erfitt að eiga við þetta. Ég er búinn að leggja ákveðnar hugmyndir fyrir flokkana en það er auðvitað háð því hvað menn þurfa mikið pláss og hvort þeir geta verið áfram á sínum stað eða þurfa að skipta,“ segir Helgi. jonhakon@frettabladid.is Flokkar eiga ekki nein þingflokksher- bergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið. Birgitta Jónsdóttir Pírati 4 . n ó V e m b e r 2 0 1 6 F Ö s t u D A g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 0 -9 C 9 8 1 B 3 0 -9 B 5 C 1 B 3 0 -9 A 2 0 1 B 3 0 -9 8 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.