Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 22
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmsjónarmaðUr aUglýsinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Daníel Óðinsson sem starfar hjá JSÍ, járnsmiðju Óðins, segir að tölu- verðar breytingar hafi átt sér stað í stigahandriðum. „Mér sýnist allir vilja grófa, eldhúðaða járnið núna. Við höfum verið að setja það upp til dæmis á nýja Hard Rock staðnum, hjá Marel og í Hagkaupum í Smára- lind sem verða opnuð um helgina. Glerið er á undanhaldi vegna þess að það er orðið of dýrt. Ný reglu- gerð sem tók gildi 2012 gerir kröfu um breytingar á glerhandriði sem varð til þess að það varð tvöfalt dýrara en áður. Þetta eru örygg- iskröfur,“ segir Daníel en í reglu- gerðinni segir: „Á öllum glerhand- riðum skal vera samfelldur hand- listi með fullnægjandi festingum eða annar frágangur sem trygg- ir fullnægjandi fallvörn ef glerið brotnar. Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um fram- kvæmd þessarar greinar.“ Ryðfrí handrið hafa alltaf verið vinsæl en nú hafa þessi eldhúðuðu tekið við. Tískan breytist stöðugt og eftir tvö ár verður komið eitt- hvað nýtt,“ segir Daníel. „Þessi grófu handrið eru bæði tekin í fyrir tæki og á einkaheimili. Mér sýnist fólk vera svolítið að leita til fortíðar í hönnun, til dæmis eru fulningar að koma aftur,“ segir hann. „Þá eru dökkir litir nokkuð vinsælir. Þetta ískalda gler og stál er að hverfa.“ Járnsmiðja Óðins hefur starfað í þrjátíu ár og menn hafa fylgst vel með tískubreytingum. Fyrirtækið framleiðir handrið, borðplötur og klæðningar alls konar ásamt allri annarri stálsmíði. „Það eru ekki bara eldhúðuð handrið sem eru vinsæl því fyrirtækið framleið- ir mikið af veggklæðningum úr þessu efni. Það er vinsælt í sumar- bústaði, heimili og fyrirtæki. Þetta er mikið notað til að klæða arna,“ segir Daníel. Mikið hefur verið að gera í fyrir- tækinu sem annar vart eftirspurn. „Við erum mest í sérsmíði. Það er uppgangur í þjóðfélaginu sem við finnum vel fyrir. Og allir vilja fá verkið unnið í hvelli,“ segir hann og hlær. nú vilja allir eldhúðað járn Á undanförnum árum hafa stigahandrið úr gleri verið mjög vinsæl hér á landi. Nú er sú tíska á undanhaldi og gróft, eldhúðað járn að taka við. Tískustraumar breytast og mínímaltískan sem hér hefur verið allsráðandi er að hverfa fyrir kósíheitum. eldhúðað og gróft járn er mikið í tísku um þessar mundir. Það hefur komið í stað glersins sem var allsráðandi. stígi sem smíðaður er úr eldhúðuðu járni. annars konar skilrúm. daníel óðinsson hjá járnsmiðju óðins. mynd/gVa Ferro Zink hf. • www.ferro.is • ferro@ferro.is Árstíg 6 • 600 Akureyri • sími 460 1500 Álfhellu 12-14 • 221 Hafnarfjörður • sími 533 5700 ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI FYRIR MÁLM- OG BYGGINGARIÐNAÐ - Framleiðsluvörur, ljósastaurar, vegrið o.fl . - Smíðastál, svart og sand blásið og grunnað - Ryðfrítt stál - Plast - Ál - Boltar, rær og aðrar festingarvörur - Hesta- og girðingarvörur - Verkfæri og vinnufatnaður - Zinkhúðun - Alfa Laval búnaður fyrir matvælaiðnað mÁlmiðnaðUr Kynningarblað 4. nóvember 20162 elín albertsdóttir elin@365.is 0 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 0 -B 5 4 8 1 B 3 0 -B 4 0 C 1 B 3 0 -B 2 D 0 1 B 3 0 -B 1 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.