Fréttablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Sterkari staða gegn
Sjálfstæðisflokknum
Daginn eftir kjördag virtist
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins,
Viðreisnar og Bjartrar fram-
tíðar blasa við. Of flókið væri
fyrir stjórnmálaflokka að starfa
í fimm flokka ríkisstjórn og því
er einhvers konar Lækjarbrekku-
stjórn með Viðreisnarkryddi
ógirnilegur kokteill. Hugmynd
Píratanna um að flokkurinn verji
minnihlutastjórn VG, Viðreisnar
og Bjartrar framtíðar falli er síðan
í meira lagi athyglisverð. Þótt
slík stjórn verði ef til vill ekki að
veruleika er ljóst að möguleikinn
á henni styrkir stöðu Viðreisnar
og Bjartrar framtíðar í samninga-
viðræðum við Sjálfstæðisflokk-
inn á næstu dögum.
Útlendingahatri hafnað
Síðustu ár hefur orðið vart við
uppgang öfgahreyfinga erlendis
sem ala á tortryggni í garð inn-
flytjenda og jafnvel fjandskap
í garð hælisleitenda og flótta-
manna. Á sama tíma fara fram
kosningar á Íslandi þar sem nýju
framboði sem elur á útlendinga-
hatri er hafnað. Flokkum sem
kalla eftir róttækum stjórnkerfis-
breytingum gengur ágætlega,
en borgaralegur flokkur sem
leggur höfuðáherslu á stöðug-
leika í efnahagslífinu hlýtur bestu
kosninguna. Áherslan á mann-
réttindi varð ofan á í nýliðnum
alþingiskosningum og fyrir það
eigum við öll að þakka.
jonhakon@frettabladid.is
Heildarsamtök á vinnumarkaði hafa unnið að mótun nýs samningalíkans byggðu á norrænni fyrirmynd, þar sem órjúfanlegt
samhengi er á milli efnahagslegs og félagslegs
stöðugleika.
Þrátt fyrir að uppstytta hafi orðið á þessari vinnu
verður það áfram viðfangsefni vinnumarkaðarins
að vinna að bættum vinnubrögðum við gerð kjara-
samninga.
Markmið ASÍ er að kjarasamningar skili varan-
lega auknum kaupmætti og bættum réttindum um
leið og þeir styðji við efnahagslegan stöðugleika.
Efnahagslegur stöðugleiki gerir kröfu um sveigjan-
leika fyrirtækja til að geta aðlagað sig síbreytilegum
aðstæðum á markaði. Forsenda slíks sveigjanleika
fyrirtækjanna er hins vegar að launafólk búi við
félagslegt öryggi til að mæta afleiðingum atvinnu-
missis, veikinda og slysa, barnsfæðinga eða tæki-
færa til endur- og símenntunar. Því verða stjórnvöld
og fyrirtæki að axla sinn hluta ábyrgðarinnar á
efnahagslega stöðugleikanum og viðurkenna að
honum fylgi jafnframt félagslegur stöðugleiki og
velferð. Annað verður ekki án hins!
Stjórnvöld forgangsraði í þágu velferðar
Alþýðusambandið vill samfélag jafnréttis og jafnra
tækifæra þar sem öllum er tryggð mannsæmandi
afkoma og réttur til heilbrigðisþjónustu, menntunar
og velferðar. Launafólk verður að geta treyst því að
stjórnvöld forgangsraði í þágu velferðar og tryggi
í það fjármagn með réttlátu skattkerfi sem dreifir
byrðunum. Um þetta þarf að ríkja breið sátt og skiln-
ingur milli stjórnmálanna og vinnumarkaðarins.
Það er þetta sem við köllum félagslegan stöðug-
leika – fyrirkomulag sem tryggir launafólki öryggi
og skjól en jafnframt tækifæri til þess að standa á
eigin fótum ef aðstæður breytast t.d. vegna breyt-
inga á vinnumarkaði, atvinnumissis, veikinda og
slysa eða þegar barn fæðist.
Félagslegur stöðugleiki
– hvað er það?
Gylfi
Arnbjörnsson
forseti ASÍ
Launafólk
verður að geta
treyst því að
stjórnvöld
forgangsraði í
þágu vel-
ferðar og
tryggi í það
fjármagn með
réttlátu
skattkerfi sem
dreifir byrð-
unum.
Vera kann að
lausnin á
vandanum
felist í sam-
tölum VG og
Sjálfstæðis-
flokksins.
Þjóðin hafnaði vinstristjórn undir forystu Pírata með afgerandi hætti í alþingiskosn-ingunum og Sjálfstæðisflokkurinn er sigur-vegari kosninganna. Flokkurinn er með fyrsta mann kjörinn í öllum kjördæmum og tæplega þrjátíu prósenta fylgi þrátt fyrir
klofningsframboð.
Forseti Íslands fundaði í gær með öllum formönnum
flokkanna. Engin stjórnskipunarvenja hefur löghelgast
um að forsetinn þurfi að afhenda stærsta flokknum
umboðið og engin venja heldur um að það sé „sigurveg-
ari“ kosninganna. Forsetinn getur í raun hagað þessum
málum dálítið eftir eigin höfði.
Í þessu sambandi má ekki gleymast að flokkarnir
gætu myndað stjórn án atbeina forseta og þá skiptir
ekki máli hver fær umboðið. Í ljósi úrslita kosninganna
hlýtur samt formaður Sjálfstæðisflokksins fyrstur að
fá umboð til myndunar nýrrar stjórnar enda eru fáir
möguleikar til stjórnarmyndunar í stöðunni án þátt-
töku Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður
VG, lét í ljós þá afstöðu á fundi forsetans í gær að hennar
fyrsti kostur væri myndun fimm flokka stjórnar. Eftir
kosningarnar hefur hún ítrekað lýst efasemdum um
að VG og Sjálfstæðisflokkur geti unnið saman í ríkis-
stjórn í ljósi þess hversu langt þessir flokkar eru frá
hvor öðrum í hugmyndafræðilegu tilliti. Það verður
mjög erfitt fyrir Katrínu að „selja“ slíka hugmynd innan
raða eigin flokksmanna. Vera kann að hún horfi einnig
til lærdóma sögunnar. Margir líta svo á að upphafið
að endinum hjá Samfylkingunni hafi falist í stjórnar-
myndun með Sjálfstæðisflokknum árið 2007. Þetta hafi
verið koss dauðans því Samfylkingin hafi verið stofnuð í
þeim tilgangi að sameina jafnaðarmenn og búa til sterkt
mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn.
Í gær var greint frá því að óformleg samtöl hefðu átt
sér stað milli Bjarna Benediktssonar og Óttars Proppé,
formanns Bjartrar framtíðar. Ef að baki slíkum samtöl-
um býr einlægur ásetningur til myndunar ríkisstjórnar
með breiðri skírskotun er ástæða til bjartsýni því þjóðin
þarf frið, stöðugleika og sátt. Ef Bjarni Benediktsson
býr yfir réttsýni og stjórnvisku þá sýnir hann auðmýkt
og virðir þau tæplega sextíu prósent þjóðarinnar sem
höfnuðu núverandi ríkisstjórn. Vera kann að hann verði
að mynda ríkisstjórn án þátttöku Framsóknarflokksins
til að ná slíkri sátt. Það er engum vafa undirorpið að
hann styrkir sjálfan sig pólitískt og styrkir ímynd sína
í íslensku samfélagi ef hann myndar ríkisstjórn inn á
miðjuna án þátttöku Framsóknar. Bjarna er hins vegar
vandi á höndum því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartr-
ar framtíðar og Viðreisnar lafir bara á einum þingmanni.
Bjarni útilokaði slíkt í raun óbeint með ummælum um
sterka ríkisstjórn á RÚV á sunnudagskvöld. Í slíku felst
líka afar mikil pólitísk áhætta því einn þingmaður hefði
líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér allt kjörtímabilið.
Að þessu sögðu er staðan flókin. Vera kann að lausnin
á vandanum felist í samtölum VG og Sjálfstæðis-
flokksins. Menn þurfa stundum að kyngja hugmynda-
fræðilegu stolti til að tryggja frið, stöðugleika og sátt í
samfélaginu.
Friður og sátt
89%
af lesendum dagblaða*
á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 18–49 ára
lesa Fréttablaðið daglega.
*Fréttablaðið og Morgunblaðið.
Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-sep. 2016
1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
F
-A
F
F
0
1
B
1
F
-A
E
B
4
1
B
1
F
-A
D
7
8
1
B
1
F
-A
C
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K