Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 eva sjöfn Helgadóttir og baldur Hannesson vinna að lokaverkefni sínu til meistaranáms í klínískri sálfræði sem snýst um að hanna meðferð eða fræðslu fyrir feður sem eiga barn á fyrsta aldursári. Þau baldur og eva sjöfn munu halda fimm skipta sál- fræðslu um einkenni kvíða, þunglyndis og streitu og nota til þess hugræna atferlismeðferð. mynd/gVa Baldur Hannesson og Eva Sjöfn Helgadóttir vinna nú að lokaverk­ efni sínu til meistaranáms í klín­ ískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefnið er rann­ sókn sem snýst um að hanna með­ ferð eða fræðslu fyrir feður sem eiga barn á fyrsta aldursári. Þau Baldur og Eva Sjöfn munu halda fimm skipta sálfræðslu um ein­ kenni kvíða, þunglyndis og streitu og nota til þess hugræna atferlis­ meðferð. Kynningartími verður haldinn í dag klukkan fimm í Há­ skólanum í Reykjavík í stofu M102. Baldur og Eva Sjöfn hvetja feður til að mæta í kynningartímann og at­ huga hvort þetta sé eitthvað sem þeir eru tilbúnir að taka þátt í. „Öllum feðrum með barn á fyrsta aldursári er velkomið að koma og kynna sér rannsóknina og sál­ fræðslumeðferðina ítarlega. Þátt­ taka þeirra er mjög mikil væg fyrir feður framtíðarinnar og fyrir rann­ sóknir á þessu sviði,“ segir Baldur. Eva Sjöfn bætir við að mark­ miðið með fræðslunni sé að kynna fyrir feðrum hvernig bregðast megi við vanlíðan eftir barnsburð. „Við vonumst til þess að námskeiðið dragi úr einkennum streitu, þung­ lyndis og kvíða ef þau er til staðar í upphafi en annars getur námskeið­ ið nýst þeim sem forvörn ef upp kemur vanlíðan síðar meir. Auk þess verða athugaðir aðrir þætt­ ir sem snúa að umhverfi feðranna eins og samband við maka, félags­ legur stuðningur og lífsgæði,“ út­ skýrir hún. Aðspurð af hverju þau hafi ákveðið að gera þessa rannsókn segja þau að það að eignast barn sé mikil breyting í lífi allra og það að annast ungbarn sé oft og tíðum mjög krefjandi. „Það er vitað að streita og álag í lífi hvers og eins getur ýtt undir kvíða og þung­ lyndiseinkenni. Því er mjög mikil­ vægt að foreldrum, jafnt feðrum sem mæðrum, sé veittur stuðn­ ingur. Þetta er mikilvægt fyrir fjölskylduna alla og samfélag­ ið í heild sinni,“ segir Eva Sjöfn. Baldur tekur undir þetta og segir helstu ástæðuna fyrir því að þau hafi ákveðið að fara af stað með þessa rannsókn vera fyrst og fremst þá að þau telji mikla þörf fyrir að halda utan um feður sér­ staklega þegar þeir eru að taka sín fyrstu skref í nýju hlutverki. „Komið hefur í ljós að feður geta einnig þjáðst af streitu, kvíða og þunglyndi eftir barnsburð rétt eins og mæður og er þetta því vonandi skref í að auka við geðþjónustu fyrir feður. Námskeiðið er þó ekki eingöngu ætlað nýbökuðum feðr­ um heldur ætti það líka að nýtast þeim sem eiga barn fyrir,“ lýsir hann. Þau Eva Sjöfn og Baldur hafa ekki fundið neinar erlendar fyrir­ myndir að námskeiðinu en segja það líklega eiga sínar skýringar í því að við sem þjóð stöndum mjög framarlega hvað varðar fæðingar­ orlof feðra og fleira og sé það kannski eðlileg þróun að við séum forsprakkar í því að sinna þess­ um stóra og mikilvæga hóp í lífi barna og mæðra. „Það eru margar mæður sem þjást af streitu, kvíða og/eða þunglyndi og því spyrjum við okkur, hvers vegna feður ættu ekki líka að upplifa svipaðar eða sömu tilfinningar. Við höldum að þetta sé hópur sem hefur ekki feng­ ið næga þjónustu hér á landi,“ nefn­ ir Baldur. „Feður eru þó annar af aðalum­ önnunaraðilum barnsins og því er mikilvægt að hjálpa feðrum sem eiga við tilfinningavanda að stríða. Við viljum að það verði vitundar­ vakning í þjóðfélaginu um að það sé mikilvægt að sinna feðrum jafnt sem mæðrum,“ segir Eva Sjöfn. Þau eru sammála um að það sé mikilvægt að allir geti gripið til verkfæra hugrænnar atferlismeð­ ferðar þegar þeir finni fyrir van­ líðan þar sem hún hefur sýnt fram á góðan árangur á ýmsum sviðum. „Við vonum því að þessi sálfræðslu­ meðferð eigi eftir að gagnast þeim feðrum sem koma til okkar og að hún sýni fram á góðan árangur svo við getum haldið áfram með nám­ skeiðið í framtíðinni.“ brugðist við van- líðan ungra Feðra Nýbakaðir feður geta glímt við kvíða, þunglyndi og streitu rétt eins og mæður. Lokaverkefni tveggja sálfræðinema snýst um að hanna meðferð eða fræðslu fyrir feður þar sem hugrænni atferlismeðferð er beitt. Verkefnið verður kynnt í dag og eru feður hvattir til að mæta. lilja björk Hauksdóttir liljabjork@365.is öllum feðrum með barn á fyrsta aldursári er velkomið að koma og kynna sér rann- sókn og sálfræðslumeðferð sem baldur Hannesson og eva sjöfn Helgadóttir vinna að á kynningarfundi í Hr í dag. nOrdiCPHOtOs/getty 2 FYRIR 1 Aðeins 1.490 kr. Texas-ostborgari með frönskum Gildir til 15.12.2016. Klipptu út og taktu með þér. Grandagarði 11 • www.texasborgarar.is Texas-ostborgari með frönskum 1.000 kr.! AIRWAVES-TILBOÐ HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN VIÐ HÖNDINA Stöð 2 Maraþon NOW er ný streymisveita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og vefspilara.* 2now.is 2.990 KR. Á MÁNUÐI *Þjónustan er einnig aðgengileg á myndlyklum Símans. MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 0 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 F -D 7 7 0 1 B 1 F -D 6 3 4 1 B 1 F -D 4 F 8 1 B 1 F -D 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.