Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 19
Á kjörtímabilinu 2009 til 2013 var tekin um það ákvörðun að ríkissjóð­ ur myndi styrkja inn­ flutning á svonefndu endurnýjanlegu elds­ neyti á bíla sem unnið er úr matjurtum, þ.e. lífeldsneyti á borð við lífdísil og etanól. Það var gert með því að fella niður sérstaka eldsneytisskatta af þessu eldsneyti, kolefnisgjald, al­ mennt vörugjald, sérstakt vöru­ gjald og olíugjald. Þessi ríkis­ styrkur er um 70 krónur á hvern lítra lífeldsneytis. Um leið voru settar sérstakar kvaðir í lög sem þvinguðu seljendur eldsneytis til slíkrar íblöndunar. Þessi skatta­ ívilnun rennur úr landi í formi hærra innkaupsverðs og minna orkuinnihalds hins endurnýjan­ lega eldsneytis og kemur því bíl­ eigendum ekki til góða í lægra eldsneytisverði og ekki fer hún í endurbætur á vegakerfi lands­ ins eins og sérstökum bensín­ sköttum var upphaflega ætlað. Þegar ákveðið er að nota peninga skattgreiðenda til að ná ákveðn­ um markmiðum er mikilvægt að kannað sé hvaða leið er hag­ kvæmust því oftast koma fleiri en ein leið til greina. Fjármunir streyma úr landi og bíleigendur tapa Í upplýsingum frá fjármála­ og efnahagsráðuneytinu kemur fram að á síðasta ári hafi þessi skatta­ ívilnun numið 1,1 milljarði króna. Fjármunir streyma úr landi, ríkis sjóður tapar, bíleigendur tapa, vegakerfið fær ekki pening­ inn og miðað við að bílar eru að­ eins með 4% af árlegum útblæstri CO2 er ávinningurinn fyrir um­ hverfið augljóslega hverfandi jafnvel þótt menn trúi því að líf­ eldsneytið dragi úr losun, sem er þó umdeilt. Hámarksárangur með þessari íblöndun innflutts lífelds­ neytis er samdráttur í losun um 30 þúsund tonn af CO2 á ári sem er um 0,2% af árlegum heildar­ útblæstri. Þá er miðað við þær gríðar lega hagstæðu forsend­ ur fyrir lífeldsneytið að útblástur CO2 frá því sé enginn. Framræst land 70% losunar CO2 Að þessum forsendum gefnum er kostnaðurinn við að draga úr útblæstri með íblöndun inn­ flutts lífeldsneytis um 35 þús­ und krónur á hvert tonn CO2. Er þetta mikill eða lítill kostn­ aður? Ein leið til að meta það er að bera hann saman við kostn­ að við aðrar leiðir að sama marki. Langstærsta uppspretta gróður­ húsalofttegunda af manna völd­ um hér á landi er framræst land. Framræsta landið er talið með um 70% af árlegri losun. Hægt er að stöðva þessa miklu losun með endurheimt votlendis en mikill meirihluti hins framræsta lands er ekki nýttur sem ræktarland í landbúnaði. Endurheimt votlendis hefur auk þess fjölmargar aðrar jákvæðar afleiðingar á borð við aukið fuglalíf og jákvæð áhrif á vatnsbúskap áa og vatna og þar með lífsskilyrði fiska. Ræktun matjurta til framleiðslu á lífelds­ neyti krefst þess hins vegar að land sé rutt undir nýja akra og þar með gengið á lífríkið. 2.000 sinnum dýrari aðferð Í skýrslunni „Endurheimt vot­ lendis“ sem umhverfisráðu­ neytið gaf út fyrr á árinu er mat lagt á kostnað við endur­ heimt votlendis og niðurstaðan sú að kostnaðurinn sé 16 krón­ ur á hvert tonn af CO2. Það er með öðrum orðum ríflega 2.000 sinnum dýrara að nota íblönd­ un lífeldsneytis til að draga úr losun en með því að endur­ heimta votlendi. Og þessi niður­ staða fæst með því að gefa sér gríðarlega jákvæðar forsendur fyrir árangr inum af íblöndun­ inni. Það var löngu orðið ljóst að íblöndun innflutts lífeldsneyt­ is er sóun á skattfé almennings. Nú liggur einnig fyrir að hægt væri að ná 2.000 sinnum meiri árangri í samdrætti gróður­ húsalofttegunda fyrir þetta fé með því að fara aðra leið, þ.e. endurheimt votlendis. Blöndun lífeldsneytis kostaði 1,1 milljarð Nemur 0,2% af árlegum útblæstri og hægt væri að ná 2.000 sinnum meiri árangri með endurheimt votlendis fyrir sama fjármagn. Fjármunir streyma úr landi og bíleigendur tapa. 1. nóvember 2016 ÞRIÐJUDAGUR Bílar ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Exide rafgeymarnir fást hjá:PIPA R\ TB W A • S ÍA • 1 64 68 7 0 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 F -D 7 7 0 1 B 1 F -D 6 3 4 1 B 1 F -D 4 F 8 1 B 1 F -D 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.