Fréttablaðið - 01.11.2016, Side 20
Bandaríski lúxusbílaframleiðand-
inn Cadillac hefur hug á því að loka
43% af þeim söluumboðum sem
selja Cadillac-bíla vestanhafs, eða
400 umboðum samtals. Þessi sölu-
umboð seldu öll minna en 50 Cad-
illac-bíla í fyrra og Cadillac hefur
boðið eigendum þeirra 100.000 til
180.000 dollara eingreiðslu ef þeim
verður lokað. Þessi 43% af sölu-
umboðum Cadillac seldu einung-
is 9% af þeim Cadillac-bílum sem
seldust í Bandaríkjunum í fyrra
og skipta því litlu máli fyrir heild-
arsölu Cadillac, en kosta aftur á
móti Cadillac skildinginn. Cadil-
lac er með mun fleiri söluumboð á
hvern seldan bíl en samkeppnisað-
ilar þess og mörg af þessum sölu-
umboðum eru að selja aðrar bíl-
gerðir en Cadillac. Cadillac hefur
hins vegar hug á því að allir sölu-
aðilar þess selji eingöngu Cadill-
ac-bíla. Í nýrri aðgerðaáætlun Cad-
illac ætlar fyrirtækið að skipta
söluumboðunum upp í 5 flokka og
ræðst afsláttur á Cadillac-bílum til
þeirra af því hve marga bíla þau
selja á hverju ári. Mörg smærri
söluumboð Cadillac-bíla eru ekki
hrifin af þessum áformum og því
hefur Cadillac boðist til þess að
greiða þeim fyrir að hætta sölu
Cad illac-bíla. Söluumboðin hafa til
loka ársins 2017 til að gera upp hug
sinn um hvort þau ætli að hætta að
selja Cadillac-bíla og þiggja ein-
greiðsluna frá Cadillac.
Cadillac vill loka 43%
söluumboða sinna
Cadillac.
Mercedes-Benz kynnti nýjan
pallbíl til leiks í Stokkhólmi á
dögunum sem fengið hefur heit-
ið X-Class. Bíllinn er enn á þró-
unarstigi en hann mun fara í
framleiðslu á næsta ári. X-Class
verður með aflmiklum vélum og
Mercedes-Benz ætlar að gera bíl-
inn sérlega góðan hvað aksturs-
eiginleika varðar og þægindi eins
og þýska lúxusbílaframleiðand-
anum er einum lagið. Hönnun
pallbílsins þykir hafa tekist mjög
vel. Hann er kraftalegur en um
leið með fágaðar línur. Að aftan
eru LED-ljósin mjög áberandi.
Bíllinn verður búinn mikl-
um lúxus í innanrýminu og mun
meiru en venja er í þessum flokki
bíla. Þá verður bíllinn með öllum
nýjasta öryggis- og akstursbún-
aði frá Mercedes-Benz. Merc-
edes Benz X-Class verður með
sex strokka V6 dísilvél sem skil-
ar 260 hestöflum en á sama tíma
er vélin sparneytin og umhverfis-
mild. X-Class mun hafa burðar-
getu upp á 1,1 tonn og dráttargetu
upp á 3,5 tonn. Bíllinn verður í
boði með 4MATIC fjórhjóladrif-
inu frá Mercedes-Benz.
Nýr X-Class
pallbíll frá
Mercedes-Benz
X-Class.
Nú hefur stærsta pöntun sem
bresku Rolls Royce verksmiðj-
urnar hafa fengið frá upphafi
verið afgreidd. Fyrir um tveim-
ur árum pantaði Stephen Hung
30 bíla af gerðinni Rolls Royce
Phantom í Extended Wheel-
base útfærslu til afnota fyrir
gesti hótels síns, The 13 Hotel
í Macau. Allir þessir bílar hafa
nú verið afhentir og eru þeir
allir í sama litnum, þ.e. rauðir.
Þessir bílar kostuðu samtals 20
milljónir dollara, eða 2,3 millj-
arða króna. Þessi pöntun sló út
14 bíla pöntun sem Rolls Royce
fékk árið 2006, en þar var einn-
ig um að ræða bíla sem nota
skyldi fyrir gesti hótels í Asíu,
í því tilviki fyrir Peninsula-hót-
elið í Hong Kong. Tveir af þess-
um 30 bílum sem afgreiddir voru
fyrir hótelið í Macau eru skreytt-
ir gulli hér og þar og demantar
eru að auki í Rolls Royce merki
þeirra. Þessir tveir bílar eru dýr-
ustu Rolls Royce Phantom bílar
sem framleiddir hafa verið. The
13 Hotel í Macau hefur ekki enn
verið opnað, en það mun ger-
ast snemma á næsta ári og ekki
kemur á óvart að hótelið er ætlað
ofurríku fólki og kostar dýrasta
gisting þar 130.000 dollara nótt-
in, eða um 15 milljónir króna.
Stærsta pöntun á Rolls Royce bílum afgreidd
Vespa 400.
Á atvinnubílasýningunni í Hann-
over í Þýskalandi í lok október
frumsýndu Toyota og Arctic
Trucks sameiginlega nýjan Toy-
ota Hilux Double Cab pallbíl með
svokallaðri AT35-breytingu. Í
grundvallaratriðum felur hún í
sér sömu aðgerðir og gerðar eru
á öðrum bílum frá Arctic Trucks
sem hannaðir eru til notkunar
á heimskautasvæðum, en fyrir-
tækin hafa unnið náið saman í
nærri tvo áratugi að breyting-
um og markaðssetningu á breytt-
um Toyota Hilux og Land Cruiser
jeppum. Helstu kostir breyting-
arinnar á Toyota Hilux AT35 eru
stærri dekk, endurhönnuð fjöðr-
un til að bæta aksturseiginleika
og hækkun undir lægsta punkt til
að auka drif- og akstursgetu við
erfiðar aðstæður, svo sem í snjó
og drullu.
Ekki bara Noregur, Rússland
og Ísland
Auk nýrrar ásýndar og spenn-
andi útlits sem AT35 framkallar
eru helstu kostir breytingarinn-
ar þeir að bíllinn hentar við mun
breiðari aðstæður en óbreytt-
ur. Það á við hvort sem bíllinn er
notaður til daglegra nota innan-
bæjar, í atvinnurekstri eða sem
þægilegur fjölskyldubíll sem nota
má við margbreytilegar aðstæður
á láglendi sem hálendi, allt eftir
áhugamálunum hverju sinni. To-
yota Hilux AT35 sem sýndur var
í Hannover hefur verið boðinn til
sölu í Rússlandi frá 2015 en er nú
einnig fáanlegur hér á landi og
í Noregi. Um þessar mundir er
unnið að skráningu á breytingu
bílsins fyrir Evrópumarkað sem
gert er ráð fyrir að klárist fyrir
árslok. Er þess að vænta að frá og
með ársbyrjun 2017 verði Toyota
Hilux AT35 fáanlegur á öllum
mörkuðum í Evrópu.
Pólfarar frá árinu 1987
Samstarf Toyota og Arctic
Trucks má rekja allt aftur til árs-
ins 1987 þegar hugmynd um að
senda tvo mikið breytta Land
Cruiser 80 bíla ásamt íslensk-
um ökumönnum með sænsku pól-
stofnuninni til Suðurskautslands-
ins varð að veruleika. Þar voru
bílarnir notaðir við afar erfið-
ar aðstæður til flutninga og vís-
indarannsókna og var þetta jafn-
framt í fyrsta sinn sem bílar
voru notaðir á Suðurskautsland-
inu. Leiðangurinn sýndi fram á
að mun hagkvæmara er að not-
ast við bíla en snjóbeltabíla og er
þessi samgöngumáti nú fyrsta
val þeirra sem hyggja á erfiða
leiðangra, bæði á Suðurskauts-
landinu og norðurheimsskauts-
svæðinu þar sem bílar frá Arctic
Trucks hafa einnig verið notað-
ir við hinar erfiðustu og köldustu
aðstæður.
Mikil sérþekking
Frá því að ævintýrið hófst hefur
starfsfólk Arctic Trucks byggt
upp mikla og einstaka sérþekk-
ingu á þessu sviði þar sem frá
upphafi hefur verið haft að
leiðar ljósi að bæta aksturs-
eiginleika og öryggi breyttra bíla,
hvort sem er við notkun innan-
bæjar eða við erfiðar aðstæð-
ur á jöklum eða hálendis slóðum.
Starfsmenn Arctic Trucks hafa
tekið þátt í fjölmörgum leið-
öngrum og skilja því frá fyrstu
hendi þær áskoranir sem bílarnir
þurfa að geta mætt. Þessi þekk-
ing og reynsla hefur gert fyrir-
tækinu kleift að bjóða bíla sem
mætt geta erfiðari aðstæðum en
nokkur annar aðili á markaðnum.
Bílum Arctic Trucks hefur verið
ekið á báða pólana, þeir hafa
verið notaðir í ferð stjórnenda
Top Gear á norður- segulpólinn
og í fjölmörgum ferðum á Suð-
urskautslandinu. Þar er nú stað-
settur floti bíla frá Arctic Trucks
sem notaður er af vísindamönn-
um á svæði þar sem ríkja ein-
hverjar erfiðustu veðurfarslegu
aðstæður í heiminum. Þess má
geta að ökumenn á bílum Arctic
Trucks settu heimsmet árið 2010
er þeir óku á Suður pólinn hraðar
en nokkurt farartæki hafði áður
gert. Auk Íslands starfrækir fyr-
irtækið starfsstöðvar í Noregi,
Bretlandi, Rússlandi, Póllandi,
Finnlandi og Sameinuðu arabísku
fursta dæmunum.
ToyoTa Hilux aT35 senn boðinn á
öllum mörkuðum í evrópu
Um þessar mundir er unnið að skráningu á breytingu bílsins fyrir Evrópumarkað
sem gert er ráð fyrir að klárist fyrir árslok. Er þess að vænta að frá og með
ársbyrjun 2017 verði Toyota Hilux AT35 fáanlegur á öllum mörkuðum í Evrópu.
Toyota Hilux AT35.
www.visir.is/bilar
BÍlaR
Umsjón blaðsins
Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík, sími 512 5000
Auglýsingar
Atli Bergmann atlib@365.is
Sími 512 5457
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
bílar
Fréttablaðið
2 1. nóvember 2016 ÞRIÐJUDAGUR
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
F
-D
2
8
0
1
B
1
F
-D
1
4
4
1
B
1
F
-D
0
0
8
1
B
1
F
-C
E
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K