Fréttablaðið - 01.11.2016, Side 30
Tesla hefur nú sent frá sér útgáfu
8.0 af hugbúnaði fyrir Model S og
Model X bílana og þar er að finna
margar nýjungar. Eins og ávallt
er uppfærslan sótt sjálfvirkt í
gegnum netið, en allir Tesla-
bílar eru nettengdir og greið-
ir Tesla fyrir alla notkun. Um er
að ræða langþróaðasta hugbúnað-
inn í sjálfstýringu í bílum sem al-
menningur getur keypt. Bíllinn er
þó ekki sjálfakandi, þar sem öku-
maður þarf ennþá að sitja undir
stýri og mögulega grípa inn í.
Meiri kröfur eru nú gerðar til við-
bragða ökumanns ef bíllinn telur
þörf á slíku inngripi.
Safnar gögnum og
sendir betrumbætur
Ein af nýjungunum sem fylgja út-
gáfu 8.0 er fólgin í því að unnið
er nánar með gögn frá radar bíls-
ins sem greinir nú þrívíða mynd
af umhverfinu framan við bílinn.
Þannig er hægt að beita neyðar-
hemlun mun fyrr en ella, sem
eykur öryggi. Tesla safnar einn-
ig gögnum frá bílaflota sínum í
rauntíma til að betrumbæta kort
og akstursupplýsingar. Eigendur
bílanna hafa tekið eftir því hvern-
ig bílarnir læra á götur og verða
betri í að keyra sjálfir eftir því
sem meira er keyrt með sjálfstýr-
ingu. Gögnum er hlaðið í gagna-
grunn sem sendir betrumbæt-
ur til allra bíla. Nú verður þessi
aðferð notuð til að „hvítmerkja“
staði sem ökumenn telja vera í
lagi og hemla sjaldan á.
Hægt að stjórna
hitastigi inni í bílunum
Allar Teslur í Evrópu eru með
ókeypis Premium-áskrift að
Spot ify og hefur umhverfið
vegna streymis tónlistar verið
þróað mikið. Einnig er hægt að
nota einkareikning eiganda og
samtengja við önnur tæki. Þegar
hlustað er á Spotify í síma færist
tónlistin sjálfkrafa í bílinn þegar
sest er inn í hann. Í Bandaríkj-
unum hafa 30 manns dáið á þessu
ári vegna of mikils hita inni í
bílum. Í þessari útgáfu stýrikerfis
bílsins er hægt að stilla hámarks-
hitastig sem má vera inni í bílnum.
Það hefur alla tíð verið hægt að
ákvarða hitastigið í bílunum með
appi í símanum, en þá er það stillt
fyrir ákveðinn tíma. Elon Musk,
aðaleigandi Tesla, hefur gefið það
upp að í útgáfu 8.1 verði einnig
hægt að stilla lágmarkshitastig
í bílunum. Það mun væntanlega
gagnast íslenskum notendum
betur, þar sem hægt er að halda
bílunum frostfríum, eða við
t.d. 10°C allan veturinn. Vegna
stærðar rafhlöðunnar í Model S
og X hefur þetta lítil áhrif á drægi
þeirra. Tesla eru einu bílarnir sem
fá reglulega uppfærslu á stýrikerfi
og öllum hugbúnaði og batna þeir
því sífellt með tímanum. Ljóst
er að aðrir framleiðendur munu
reyna að feta sig í þessa átt með
tímanum, enda eykur þetta upp-
lifun, öryggi og gæði bílanna.
Tesla sendir
uppfært
stýrikerfi 8.0
í alla bíla
Tesla hefur nú sent frá sér hugbúnað
fyrir Model S og Model X bílana.
Vespa er þekktara fyrir framleiðslu léttmótorhjóla en bíla en
fyrirtækið framleiddi hins vegar þennan Vespa 400 bíl á árunum
1957 til 1961. Framleiðsla hans náði mestum hæðum árið 1958
er framleiddir voru 12.130 bílar en bæði sölu og framleiðslu fór
hnignandi eftir það og átti það helst skýringar í því að bíllinn var
afllaus, þótti ansi lítill, með afar skrítna skiptingu og einkar illa
hljóðeinangraður. Það hefur þó ekki komið veg fyrir það að nú eru
þessir bílar verðmætir söfnunarbílar, enda ekki ýkja mörg eintök
til af þeim svona heilleg eins og þessi sem hér sést. Nú er verið að
bjóða þennan bíl á eBay á 39.975 dollara, eða 4,7 milljónir króna,
en enginn hefur þó ennþá stokkið á það verð og mun lægri tilboð
komin í hann. Þessu tiltekna eintaki, sem er af árgerð 1960, hefur
aðeins verið ekið 8.000 kílómetra og er hann því svo til ónotaður
og eiginlega ekkert sést á honum. Allir íhlutir hans eru uppruna
legir og virka sem skyldi. Bíllinn er að sjálfsögðu í ökuhæfu ástandi.
Vespa 400 er með 14 hestafla vél og hámarkshraða sem er 83,4
km/klst. og því má ná á um 25 sekúndum. Uppgefin eyðsla hans í
breskum prófunum var 5,11 lítrar.
Vespa 400
boðin upp
á eBay á
39.950
dollara
522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
Taktu Krók á leiðarenda
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
á þinni leið
Bílar
Fréttablaðið
12 1. nóvember 2016 ÞRIÐJUDAGUR
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
1
F
-D
7
7
0
1
B
1
F
-D
6
3
4
1
B
1
F
-D
4
F
8
1
B
1
F
-D
3
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K