Fréttablaðið - 01.12.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 01.12.2016, Síða 4
stjórnsýsla Framkvæmdir við sumarhús við Þingvallavatn eru ekki í samræmi við heimildir Þingvalla- nefndar sem vill neyta forkaupsréttar og eignast steyptan grunn á lóðinni fyrir 70 milljónir króna. Í sumar sem leið var auglýstur til sölu steyptur grunnur að nýju sumarhúsi í þjóðgarðinum á bakka Þingvallavatns. Eigendurnir, hjónin Bogi Pálsson og Sólveig Dóra Magnúsdóttir, fengu 70 milljóna króna kauptilboð frá Gísla Haukssyni, eiganda fasteignafélagsins Gamma. Þingvallanefnd ákvað eftir umfjöll- un fjölmiðla að neyta forkaupsréttar og óskaði í lok október eftir afstöðu forsætisráðuneytisins til fjármögn- unar. Fram kemur í tölvupóstssamskipt- um starfsmanna forsætisráðuneytis- ins að ekki liggi peningar á lausu fyrir kaupunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður ákvörðun um málið látin bíða þar til ný ríkisstjórn tekur við. Vandséð er að byggingin á umræddri leigulóð í eigu ríkisins sé í samræmi við heimildir frá Þingvallanefnd. Í ágúst 2006 óskuðu lóðar hafarnir eftir því að tengja saman aðalhús og svefnskála með nýju anddyri í stað þess að þau væru tengd saman með palli og skjól- vegg. „Öll hönnunin miðar að því að raska ekki þeim jarðvegi sem húsið stendur á og í kring um það er og verður því alfarið notast við sömu undirstöður og núverandi hús eru byggð á, auk þess sem notast verður við eins mikið af núverandi byggingarefni og ástand þess leyfir,“ segir í erindi Boga Páls- sonar og Sólveigar Dóru Magnúsdóttur til Þingvallanefndar sem samþykkti beiðnina enda væri haft að leiðarljósi að raska sem minnstu. Framkvæmdirnar sem síðan hófust voru ekki í samræmi við það sem Þingvallanefnd samþykkti. „Í ljós hefur komið að lóðarleiguhafar létu rífa sumarhúsin sem stóðu á lóðinni árið 2008 og í stað þeirra var steyptur 133,7 fermetra grunnur úr steinsteypu á stöplum með kjallara en stærð kjall- arans er ekki innifalin í framangreindri stærð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi til forsætis- ráðuneytisins í lok október síðast- liðins. Í bréfi þjóðgarðsvarðar kemur fram að fyrirhuguð bygging sé í „verulegri andstöðu við gildandi byggingarskil- mála innan þjóðgarðsins“ og að „veru- legs ósamræmis gætir á milli fram- kvæmdanna sem þegar eru hafnar og orðalags bókunar nefndarinnar“ vegna umsóknar lóðarhafanna. „Þingvallanefnd telur að þar sem sumarhúsin voru rifin og steyptur var í stað þeirra grunnur á stöplum ásamt kjallara séu hugsanlega í reynd brostnar forsendur fyrir því að endur- bygging sumarhúsanna teljist til þeirra lagfæringa eða breytinga sem þegar var búið að samþykkja,“ skrifar þjóðgarðs- vörður forsætisráðuneytinu. Leigusamningurinn við Boga og Sól- veigu var endurnýjaður til tíu ára frá 1. janúar 2011. „Óheimilt er að valda jarðraski eða reisa mannvirki á hinni leigðu lóð eða nágrenni hennar nema að fengnu sam- þykki Þingvallanefndar,“ er meðal ann- ars undirstrikað í leigusamningnum. Þó að framkvæmdirnar á lóðinni virðist unnar í leyfisleysi þá vill Þing- vallanefnd að ríkið kaupi þar steypu- grunn fyrir 70 milljónir króna. Ekki á að beita ákvæði leigusamningsins um vanefndir. „Vanefni leigutaki skyldur sínar samkvæmt samningi þessum hefur hann fyrirgert leigurétti sínum,“ segir í samningnum. gar@frettabladid.is Ekki ráð á grunni sem steyptur var án leyfis Þingvallanefndar Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað ósk um 70 milljóna króna framlag svo Þingvallanefnd geti keypt 137 fermetra húsgrunn á leigulóð ríkisins í þjóðgarðinum. Nefndin telur framkvæmdir á lóðinni „hugsanlega“ ekki í samræmi við leyfi sem nefndin veitti. Til stóð að tengja tvö hús með anddyri í staðinn fyrir skjólvegg. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardagar 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „Ég er lesblind og þetta er fyrsta þykka bókin sem ég nenni að klára alveg […] Þetta er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið og mér finnst að hún ætti að vera fræg því hún er svo fyndin. U.A. 9 ára / Fréttatíminn (Um Tomma Teits – Undraheiminn minn) „Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ segir í bréfi þjóðgarðsvarðar til forsætis- ráðuneytisins. Mynd/SkjáSkot af auglýSingu faSteignaMarkaðarinS stjórnsýsla Steinþór Pálsson, banka- stjóri Landsbankans, og bankaráð bankans hafa náð samkomulagi um að hann hætti störfum hjá bankanum. Tilkynning þessa efnis var send út í gær. Ekki kemur fram í tilkynningu hverjar séu ástæður þess að Steinþór hættir, en bankinn hefur mikið verið gagnrýndur vegna sölu eignarhlutar í Borgun, meðal annars í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Haft er eftir Steinþóri í tilkynn- ingu frá bankanum að síðastliðin sex og hálft ár hafi verið viðburðar- rík og gríðarlega mikið hafi áunnist við að endurreisa fjárhag heimila og fyrirtækja. „Landsbankinn hefur tekið stakkaskiptum á þessum tíma og ég skil sáttur við mín störf,“ segir Steinþór í tilkynningunni. Hann vildi ekki tjá sig frekar um starfslokin þegar eftir því var leitað og vísaði í tilkynningu bankans. Haft er eftir Helgu Björk Eiríks- dóttur í tilkynningu að mörg krefj- andi úrlausnarefni hafi verið leidd til lykta undir forystu Steinþórs og staða bankans styrkst. Við starfi Steinþórs tekur tímabundið Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála, en staða bankastjóra verður auglýst fljótlega. Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bankanum af því að hann stóð sig ekki vel við rekstur hans. Er afkoma bankans besti vitnisburður þess en hann naut trausts bankaráðsins alveg þangað til í síðustu viku. Samanlagður hagnaður Lands- bankans á starfstíma Steinþórs Páls- sonar í bankanum nemur um 170 milljörðum króna samkvæmt árs- reikningum bankans frá 2010 og til dagsins í dag og níu mánaða uppgjöri þessa árs. Á sama tímabili hefur bank- inn greitt ríkissjóði 82 milljarða króna í arð. – hh / þþ Steinþór hættir sem bankastjóri Landsbankans Steinþór Pálsson hættir sem bankastjóri eftir að hafa stýrt landsbankum í á sjöunda ár. fréttablaðið/VilhelM Menntun Í dag munu 66 doktorar, sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands á tímabilinu 1. desember 2015 til 1. desember 2016, taka við gullmerki skólans við hátíð- lega athöfn. Þriðja árið í röð nær skólinn markmiði sínu um 60-70 brautskráningar úr doktorsnámi á ári eins og kveðið er á um í stefnu skólans. Viðstaddur athöfnina verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem flytur ávarp. Enn frem- ur flytur Sunna Gestsdóttir, doktor í menntavísindum, ávarp fyrir hönd brautskráðra doktora. – jhh HÍ heiðrar nýdoktora tækni GoPro hyggst reka fimmtán prósent starfsmanna sinna og loka afþreyingardeild fyrirtækisins. Fyrir- tækið, sem skilar ekki hagnaði, mun þannig skera niður um 200 störf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu sem GoPro sendi frá sér í gær. Afþreyingardeild GoPro hefur leit- ast við að markaðssetja íþróttamynd- bönd, tekin á myndavélar fyrirtækis- ins. Það hefur ekki gengið sem skyldi og mun fyrirtækið því beina sjónum sínum eingöngu að framleiðslu myndavéla og myndavéladróna. „Eftirspurn eftir vörum GoPro er mikil og við höfum nú breytt áherslum okkar til að einbeita okkur að kjarna fyrirtækis okkar,“ segir for- stjórinn Nicholas Woodman í frétta- tilkynningunni. – þea GoPro ræðst í niðurskurð Lóðarleiguhafar létu rífa sumarhúsin sem stóðu á lóðinni árið 2008 og í stað þeirra var steyptur 133,7 fermetra grunnur. Ólafur Örn Haralds- son, þjóðgarðs- vörður 15% starfsmanna GoPro missa vinnuna á næstunni. Rekstur Landsbankans var góður undir stjórn Steinþórs og ljóst er að hann er ekki að hætta hjá bank- anum af því að hann stóð sig ekki vel við rekstur hans. 1 . d e s e M b e r 2 0 1 6 F i M M t u d a G u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 F -5 E E 0 1 B 7 F -5 D A 4 1 B 7 F -5 C 6 8 1 B 7 F -5 B 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.