Fréttablaðið - 01.12.2016, Page 26

Fréttablaðið - 01.12.2016, Page 26
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Nútímasamfélög krefjast háskólamenntunar á öllum sviðum enda er hún forsenda almennra efnahagslegra og félagslegra framfara. Þar með er ekki sagt að öll störf krefjist háskólamenntunar en flestir viðurkenna að hún er grunnstoð góðra lífskjara og velferðar hér á landi. Með þetta í huga er dapurlegt að horfast í augu við hversu lítill efnahagslegur ávinningur háskólamenntunar er á Íslandi. Tekjuaukning sem rekja má til háskólamenntunar er til muna minni hér á landi en í nágrannalöndunum, eða 16% þegar miðað er við tekjur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Í Finnlandi og Danmörku geta háskólamenntaðir gert ráð fyrir að langskólamenntun færi þeim 40 prósenta tekjuaukningu. Í Noregi og Svíþjóð er hún 25,30 prósent (skv. OECD). Sú tíð er liðin að háskólagráða tryggi fólki gott og öruggt starf. Hún eykur vissulega líkurnar á því og bætir samkeppnisstöðu fólks á vinnumarkaði en kjör háskóla- menntaðra, sérstaklega hjá hinu opinbera, eru langt frá því að vera samkeppnishæf við einkamarkað og útlönd. Það er bæði málefnalegt og í raun samfélagsleg nauðsyn að umbuna háskólamenntuðum í samræmi við fjárfest- ingu þeirra í langskólanámi. Krafa BHM um að menntun skuli metin til launa hefur hljómað um samfélagið á liðnum misserum. Árið 2015 gripu 18 aðildarfélög BHM til verkfallsaðgerða til að fylgja henni eftir. Þeim aðgerðum lauk illu heilli með lagasetningu á Alþingi. Ríf- lega ári eftir úrskurð gerðardóms hafa félagsmenn okkar enn ekki fengið greitt samkvæmt sérstöku menntunar- ákvæði hans. Hinu sama ákvæði hefur hins vegar verið smurt yfir vinnumarkaðinn með ákvörðunum kjararáðs og samningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hafa aðilar Salek-samstarfsins virt kröfu BHM um að menntun sé málefnaleg breyta við ákvörðun launa að vettugi og hleypt af stað nýju „höfrungahlaupi“ um kaup og kjör. Við þetta verður ekki unað. Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveitandi á Íslandi – verður að láta af láglaunastefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskóla- menntaðra hjá hinu opinbera. Um slíkar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að ríkja samstaða á vinnumarkaði, enda eru þær nauðsynlegar ef ekki á að horfa til auðnar í starfs- stéttum sem mynda hryggjarstykkið í menntun og velferð þjóðarinnar. Borgar sig að fara í háskóla? Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveit- andi á Íslandi – verður að láta af láglauna- stefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskóla- menntaðra hjá hinu opinbera. Þórunn Svein- bjarnardóttir formaður BHM Snemma í barnæsku er okkur kennt að neysla mjólkur sé nauðsynleg til að viðhalda tann-heilsu og styrkleika beina. D-vítamínið og kalkið í mjólkinni þjónar þessu hlutverki. Við mennirnir erum hins vegar eina tegundin sem lifir á jörðinni sem heldur áfram að neyta mjólkur eftir fyrstu mánuðina í lífi sínu. Gæði mjólkur fyrir heilsu eru stórlega ofmetin og margir fara í gegnum lífið án þess að neyta mjólkurafurða í miklum mæli. Mjólkin er hins vegar ein kalkríkasta fæða sem völ er á og það er erfitt fyrir manneskjuna að verða sér úti um aðrar kalkríkar vörur á lágu verði. Þessi staðreynd og sterk markaðssetning landbúnaðarins er svo ástæða þess að mjólkurafurðir eru jafn útbreiddar og raun ber vitni. Við sem samfélag þurfum að fara að svara því hvers konar fyrirkomulag við viljum hafa á framleiðslu og sölu mjólkurafurða hér á landi enda er ljóst að núverandi kerfi er löngu gengið sér til húðar. Áfrýjunarnefnd sam- keppnismála felldi nýlega úr gildi ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins og lækkaði sekt MS um 440 milljónir króna. Í málinu var meðal annars tekist á um hvort samnings- ákvæði um að selja tiltekið magn af hrámjólk á lægra verði en almennt bauðst hefði fallið undir þá vernd sem 71. gr. búvörulaga tryggði afurðastöðvum Mjólkursam- sölunnar. Áfrýjunarnefndin klofnaði í úrskurði sínum og Jóhannes Karl Sveinsson, formaður nefndarinnar, skilaði sératkvæði. Þar segir meðal annars: „Ég tel svo ekki vera og rétt lögskýring leiði til þess að 71. gr. undanþiggi einungis verkaskiptinguna sjálfa ákvæðum samkeppnis- laga. Ekki sé í þeirri grein nein heimild til að markaðs- ráðandi aðili taki höndum saman við aðra á markaði til að mismuna í verði á ómissandi hráefni.“ Þetta er það sem MS gerði. Fyrirtækið mismunaði kaupendum á hrámjólk. Sú staðreynd stendur þrátt fyrir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þessi mismunun MS var bara talin lögmæt af meirihluta áfrýjunarnefndarinnar. Dómstólar munu svara því hvort meirihlutinn hafði rétt fyrir sér. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 5. ágúst 2010 var á það bent að íslenskur mjólkurmarkaður hefði „mörg einkenni samráðshrings“ sem á heilbrigðum samkeppn- ismarkaði bryti í bága við 10. gr. samkeppnislaga. Það er út af fyrir sig afrek að fyrirtæki eins og Arna í Bolungarvík þrífist í samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins. Það hefur fyrirtækinu tekist með mjög fjölbreyttu vörufram- boði og nýjungum, meðal annars grískri jógúrt með alls kyns bragðtegundum sem keppinauturinn hefur ekki átt svar við til þessa. Vörur Örnu njóta líka vinsælda því mörgum neytendum er misboðið og þeir hafa tekið ákvörðun um að sniðganga vörur MS. Af þessu hafa verið sagðar margar fréttir á síðustu árum. Við þurfum hins vegar fleiri fyrirtæki eins og Örnu í Bolungarvík. Til þess að það gerist þarf að breyta búvörulögum. Það þarf að brjóta upp þennan samráðshring sem mjólkuriðnaðurinn á Íslandi er. Vonandi hefur ný ríkis- stjórn og nýtt löggjafarþing hugrekki til þess að taka það löngu tímabæra skref neytendum á Íslandi til hagsbóta. Brjótum upp hringinn Dómstólar munu svara því hvort meirihlutinn hafði rétt fyrir sér. www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is Yfir 300 vörutegundir fyrir veitingastaði, mötuneyti og fyrir þig ! Vildu alla burt Eftir upplausnarástandið í apríl, þegar upp komst um aflandsfélagið Wintris, létu stjórnarflokkarnir tveir, Sjálf- stæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn, undan kröfu háværra kjósenda um nýjar kosningar. Allir stjórn- málamenn sem áttu aðild að aflandsfélögum skyldu burt og einhverra hluta vegna voru mál Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal lögð að jöfnu við mál Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar og eiginkonu hans. Alveg sama hversu gerólík málin voru að eðli. Öll skyldu þau burt Eftir kosningar, þar sem annar stjórnmálaflokkurinn styrkti stöðu sína, hafa stjórnmála- menn síðan keppst við að úti- loka hver annan í ríkisstjórnar- samstarfi. Nú hafa formenn VG og Sjálfstæðisflokksins ákveðið að athuga hvort forsendur séu fyrir samstarfi. Ljóst er að þau þurfa fleiri að borðinu til að mynda stjórn og deilt er um hver það á að vera. Ljóst þykir að VG horfi til Samfylkingar- innar. Og það yrði vissulega áhugavert að fylgjast með við- brögðum við því, eftir allt sem á undan er gengið, að Samfylking- in og VG myndu sameinast um það að tryggja áframhaldandi aðild Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórn. jonhakon@frettabladid.is 1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U d A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð SKOÐUN 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 F -8 B 5 0 1 B 7 F -8 A 1 4 1 B 7 F -8 8 D 8 1 B 7 F -8 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.