Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 32
Ein af skyldum Fríkirkjunnar er að tryggja þjónustu um land allt. Fríkirkjan er óháð
landfræðilegum mörkum og fólk
um allt land tilheyrir henni. Frí-
kirkjan leitast við að sinna þjón-
ustu um land allt m.a. með góðum
samskiptum sem er nokkuð
auðvelt að gera með fjölbreyttri
nútímasamskiptatækni sem og
með góðum samgöngum. Skyld-
ur evangelísk lúterskra kirkna
helgast eingöngu af köllun Jesú
Krists og sú köllun er og á að vera
óháð landfræðilegum mörkum og
landamærum veraldlegra þjóð-
ríkja.
Nú ritaði biskupsritari þjóð-
kirkjunnar, Þorvaldur Víðisson,
hér í blaðið þann 21.11. sl. „Þjóð-
kirkjan ber þær skyldur umfram
aðra kristna söfnuði á Íslandi að
tryggja þjónustu um land allt.“ Hér
gætir einhvers misskilnings. Hér
virðist það gefið í skyn að köllun
Krists til þjóðkirkjunnar sé mikil-
vægari, helgari eða a.m.k. umfram
aðrar lúterskar kirkjur.
Fríkirkjan er ekki einn af söfn-
uðum þjóðkirkjustofnunarinnar.
Fríkirkjan í Reykjavík er sjálfstætt
evangelískt lúterskt trúfélag og
hún á sína eigin sögu sem nær
langt aftur til þess tíma er við feng-
um trúfrelsi. Í 62 gr. Stjórnarskrár
Íslands segir: „Hin evangelíska lút-
erska kirkja skal vera þjóðkirkja á
Íslandi, og skal ríkisvaldið að því
leyti styðja hana og vernda …“
Því er hin lúterska Fríkirkja sam-
kvæmt stjórnarskrá sjálfstæður
hluti af „þjóðarkirkjunni“ í víðri
merkingu þess orðs en lýtur ekki
stjórn Biskupsstofu eða kirkju-
þings þjóðkirkjustofnunarinnar.
Æðri köllun þjóðkirkjunnar?
Starfseiningar þjóðkirkjustofnun-
arinnar eru aftur á móti afmark-
aðar með landfræðilegum sóknar-
mörkum. Það er m.a. frá þeim tíma
þegar sóknarmörk ríkiskirkjunnar
voru hluti af stjórnsýslumörkum
og stjórntækjum danska ríkisins
þegar við vorum þeirra nýlenda.
Reyndar nær hugmyndin um land-
fræðileg sóknarmörk allt aftur til
miðalda og þess tíma kristindóms
þegar trúarstríð geisuðu í Evrópu
og kirkjustofnanir börðust um
landfræðileg yfirráðasvæði til að
drottna yfir. Sá kristindómur olli
það miklu böli að hann hefur með
tímanum að mestu afkristnað Evr-
ópu og svipt hefðbundnar ríkis-
kirkjur trúverðugleika.
Hér á öldum áður höfðu emb-
ættismenn ríkiskirkjunnar hlut-
verki að gegna víða um land gagn-
vart hinu veraldlega yfirvaldi. Það
var á sviði, uppfræðslu og mennta,
skráningar upplýsinga um heilsu-
far, á sviði manntals og sálgæslu.
Öll þau hlutverk eru nú komin á
hendur annarra fagstétta og stofn-
ana. Aðeins hið trúarlega svið er nú
eftir og í nútíma samfélagi telst það
til einkamála.
Það að ríkislaunaður embættis-
maður þjóðkirkjunnar hafi búsetu
á tilteknu svæði gerir hvorki jörð-
ina sem hann stendur á, ákveðin
landsvæði né samfélagið sem þar
býr „meira kristið“. Forræðis-
hyggja í anda miðaldakirkjunnar á
þessu sviði á ekki lengur við í dag
og veldur skaða. Samkvæmt Lúter
eru allir kristnir menn prestar og
köllun eins er ekki annarri köllun
æðri.
Tilraunir þjóðkirkjustofnunar-
innar til að skapa henni hlutverk
umfram önnur kristin trúfélög sem
dæmigerðri ríkisstofnun eins og t.d.
RÚV eru ótrúverðugar og ganga alls
ekki upp. Vísað er í óljósar borgara-
legar og þjóðernislegar skyldur sem
talsmenn þjóðkirkjunnar telja
hana gegna umfram önnur trú-
félög en þær eru einfaldlega ekki
lengur til staðar. Eða að það eru
almennar skyldur sem allir þegnar
landsins bera en hafa ósköp lítið
með kirkju eða kristni að gera. Það
sem að baki liggur er þörfin fyrir að
réttlæta árlegar milljarðagreiðslur
til þjóðkirkjunnar umfram önnur
evangelísk lútersk trúfélög sem
ættu að njóta jafnræðis.
Fagrar hugsjónir
Markmið Fríkirkjunnar er ekki
að hún vaxi sem mest og verði
sjálfri sér til dýrðar. Hún tekur
ekki miðaldakirkjuna eða ríkis-
kirkjur til fyrirmyndar. Markmið
hennar er m.a. að stuðla að lýð-
ræðislegu jafnræðisfyrirkomulagi
lífsskoðana og trúmála hér á landi.
Hennar tilgangur er m.a. að vera
vettvangur fyrir einlæga trúarleit
og tjáningu, þar sem fólk samein-
ast um bjarta lífssýn, fagrar vonir
í anda Krists. Þegar þeim mark-
miðum er náð má Fríkirkjan vel
leysast upp í frumeiningar sínar.
En nú þurfum við öll í sameiningu
að skapa þjóðinni trúverðuga og
lýðræðislega umgjörð lífsskoðana
og trúmála. Þörfin hefur sjaldan
verið brýnni en einmitt nú. Þegar
margir óttast vaxandi erlend áhrif
framandi trúarbragða hér á landi
þá eru það áherslur á mannrétt-
indi sem vernda okkur best, ekki
afturhvarf til kirkju miðalda. Með
því að leggja áherslu á mannrétt-
indi og að manngildið er æðra allri
bókstafshyggju, æðra allri þröng-
sýnni stofnunarhyggju, þá erum við
að starfa í anda Jesú frá Nasaret og
hins þýska Lúters sem við kennum
okkar kirkjudeild við. Það er í anda
okkar æðri máttar, þess frumglæðis
ljóssins sem við förum brátt að
syngja um á aðventu og ljósanna
hátíð.
Skyldur Fríkirkjunnar og köllun
Hjörtur Magni
Jóhannsson
Fríkirkjuprestur
við Tjörnina
Þar af leiðandi hafa fjölmargar
greinar verið skrifaðar í áraraðir
í íslenskum fjölmiðlum og fréttir
birtar á vefsíðum af allmörgum
mistökum og óviðeigandi hegðun
af völdum þjónustu Barnaverndar
gegnum tíðina, við verðum því að
spyrja okkur að því hvort börnin séu
í raun undir alvöru verndarvæng hjá
þessari stofnun.
l Er íslenska ríkið að kappkosta
að reyna allar mögulegar aðgerðir
til að tryggja og vernda hagsmuni
Íslensk stjórnvöld eru afar vanþróuð í málefnum
varðandi barnavernd og jafnrétti foreldra
François
Scheefer
fv. formaður
félags um vináttu
og nemenda-
skipti Frakklands
og Íslands
KRINGLUNNI, 2 HÆÐ.
SÍMI 568 9111
Breiðari lespunktur
með nýrri tækni
barna sem eru fórnarlömb í miðjum
hjónaskilnaði foreldra þeirra?
l Er íslenska ríkið að kappkosta
að virða grundvallarréttindi barna,
eins og að minnast á evrópska
mannréttindasáttmálann og grund-
vallarfrelsið og jafnvel líka New
York alþjóðasamninginn um rétt-
indi barnsins?
l Væntanlega ekki, sökum þess
sívaxandi fjölda barna sem fá ekki
að sjá annað foreldrið sitt. Við þann-
ig aðstæður er komið í veg fyrir
grundvallarrétt þeirra til fjölskyldu-
lífs þrátt fyrir að sáttmálarnir tryggi
það í samræmi við framangreinda
samninga sem Ísland hefur fullgilt.
l Er það ástæða þess að íslenska
ríkið, ólíkt því sem er í mörgum
öðrum Evrópulöndum, fellst ekki á
að fullgilda fjölda viðbóta og mjög
mikilvæga samninga sem miða samt
að áhuga á vernd barnsins?
Eins og við best vitum, þá er „Evr-
ópski sáttmálinn (nr.160) um nýt-
ingu réttinda barna“ gerður í Strass-
borg á Evrópuþinginu 25. janúar
1996 og hefur aldrei verið fullgiltur
af Íslandi þrátt fyrir eftirkallanir frá
Evrópuþinginu. En þessi samningur
styrkir New York alþjóðasamning-
inn um réttindi barnsins sem er
mikilvægt tæki til að gera börnum
kleift að nýta rétt sinn.
Þar til annað kemur í ljós, þá
hefur „tilgerður sáttmáli síðan 19.
október 1996 um dómsvald, gild-
andi lög, viðurkenningu, fullnustu
og samvinnustofnun vegna ábyrgð-
ar foreldra og ráðstafanir til verndar
börnum“ frá Haag aldrei verið full-
giltur af Íslandi þrátt fyrir ítrekanir
frá Evrópuþinginu.
Á sama hátt, þrátt fyrir endur-
tekna kröfu Evrópuþingsins frá
október 2015, hefur Ísland enn ekki
fullgilt „Sáttmála (nr.192) um sam-
band varðandi börn“ sem var gerður
í Strassborg þann 15. maí 2003,
sem er mikilvæg stoð til að styrkja
nýtingu og verndun persónulegra
sambanda barna og þá sérstaklega
til að styrkja framkvæmdir gildandi
alþjóðlegra löggerninga á þessu
sviði.
Við skulum muna að síðasta vetur
hafði Guðmundur Steingrímsson
alþingismaður þegar leitt þetta
óeðlilega ástand í ljós, að enn í dag
eru börn svipt réttindum sínum
til að viðhalda og lifa með bæði
móður- og föðurfjölskyldu sinni
eftir afleiðingar skilnaðar. Þúsund-
um foreldra, aðallega feðrum, vegna
núríkjandi einhliða, hlutdrægrar
sterkrar stöðu mæðra í kerfinu í
landinu, er ólöglega og ómannúð-
lega hafnað: „Eftir skilnað hætti
annað foreldrið að vera til […] Eftir
skilnað er faðir inn ekki leng ur faðir,
borg ar bara meðlag. Báðir for eldr ar
eru for eldr ar og hafa rík ar skyld ur.“
Það er ekki aðeins útilokun
þeirra, heldur einnig fyrst og fremst
fullkomin sönnun þess að jafnrétti
foreldra er ekki til staðar þegar það
kemur að hatrömmum skilnaðar-
málum.
Ísland heldur áfram að hrópa,
fyrir allt og ekkert, um að það verði
að vera algjört jafnrétti milli karla
og kvenna, rök samt heyrð í síðustu
forsetakosningaumræðu. Það er
frábært, en íslensk stjórnvöld ættu
í raun að setja þessi jafnréttismál
í framkvæmd alls staðar, byrja á
mæðrum og feðrum þar sem allir
verða að hafa sömu réttindi og sömu
skyldur þrátt fyrir skilnað þeirra.
Börn skilja aldrei við foreldra
sína. Það verður að ábyrgjast að
grundvallarréttindi þeirra séu
algerlega og að fullu tryggð, eins og
foreldra þeirra, til að byrja með lög-
giltur réttur til að vera í sambandi og
lifa saman. Hvað annað gæti verið
eðlilegra?
Þar til annað kemur í ljós,
þá hefur „tilgerður sáttmáli
síðan 19. október 1996 um
dómsvald, gildandi lög,
viðurkenningu, fullnustu
og samvinnustofnun vegna
ábyrgðar foreldra og ráðstaf-
anir til verndar börnum“ frá
Haag aldrei verið fullgiltur af
Íslandi þrátt fyrir ítrekanir
frá Evrópuþinginu.
Það sem að baki liggur er
þörfin fyrir að réttlæta ár-
legar milljarðagreiðslur til
þjóðkirkjunnar umfram
önnur evangelísk lútersk
trúfélög sem ættu að njóta
jafnræðis.
1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U d A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
0
1
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:2
0
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
7
F
-5
0
1
0
1
B
7
F
-4
E
D
4
1
B
7
F
-4
D
9
8
1
B
7
F
-4
C
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K