Fréttablaðið - 01.12.2016, Side 36

Fréttablaðið - 01.12.2016, Side 36
HANDBOLTI Fyrir aðeins fimmtíu dögum sátu Haukarnir í fallsæti Olís-deildarinnar með aðeins fjögur stig í húsi af fjórtán mögu- legum. Íslandsmeistararnir voru búnir að tapa fimm af sjö fyrstu leikjum sínum og höfðu fengið á sig 31 mark að meðaltali í leik. Það er því ekkert skrítið að þjálf- arinn Gunnar Magnússon hafi sofið illa þessa daga í september og októ- ber þegar meistaraliðið var nánast óþekkjanlegt úti á gólfinu. Nú, sjö vikum síðar, hafa hans menn farið í gegnum algjör hamskipti og nú síðast unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum á efstu liðum deildar- innar. Hvernig fór hann að þessu? Framleikurinn vekjaraklukkan Gunnar segir að vekjaraklukkan hafi farið í gang eftir 41-37 tap á móti Fram á heimavelli í lok sept- ember. „Við héldum alltaf fram að því að þetta væri að koma og væri að koma. Eftir það tap, þar sem við fengum á okkur 41 mark, þá áttum við okkur á vandamálinu að við værum bara lélegir og þyrftum að spýta verulega í lófana,“ segir Gunnar. Það fór ekki fram hjá mörgum að varnarleikurinn var akkillesarhæll liðsins í upphafi móts. „Við vorum í miklum vand- ræðum með vörnina hjá okkur. Við vorum með nýja leikmenn í nýjum stöðum sem tók smá tíma,“ segir Gunnar og bendir á eina tölfræði sem sýnir vel muninn á varnarleiknum. „Við erum búnir að tvöfalda fjöldann hjá okkur í fríköstum frá þessum Framleik. Það sýnir líka baráttuna og hugarástandið. Fá meiri baráttu og fá fleiri fríköst. Við erum búnir að tvöfalda fjölda hraðaupphlaupa og tvöfalda fjölda fríkasta sem við höfum fengið á okkur með því að bæta þessa vörn. Um leið og vörnin hefur skánað hjá okkur þá hefur mark- varslan líka verið betri,“ segir Gunnar. „Ég sagði það eftir þennan sept- embermánuð, þar sem við gátum ekki rassgat, að ég héldi að við kæmum bara sterkari út úr þessu. Í öllu þessu mótlæti, þegar við töp- uðum fimm leikjum af sjö, þá var aldrei einhver örvænting og aldrei datt mórallinn niður. Við umturn- uðum engu. Við vissum bara að við vorum lélegir og að við þyrftum að leggja harðar að okkur,“ segir Gunnar. Hann hugsaði þó um lítið annað en hvað hann gæti gert. Svaf ekki rólegur „Ég svaf ekkert rólegur á meðan liðið spilaði mjög illa. Mér stóð ekki á sama því ég fékk það til að virka sem við vorum að fara með inn í leikina. Ég lagði þá bara helm- ingi meira á mig eins og strákarnir. Ég vann bara myrkranna á milli til að finna lausnir og hvernig ég gæti snúið þessu við,“ sagði Gunnar og hann breytti nokkrum hlutum. Gunnar veltir einnig upp mögu- leikanum á að hans menn hafi verið saddir eftir velgengni síðustu ára. „Eitt af því sem ég skynjaði eftir þennan Framleik var að mér fannst við ekki ná því að gíra okkur inn í leikina. Mér fannst við vera í mjög góðu formi og það var því ekki vandamálið. Við náðum ekki að gíra okkur almennilega inn í þessa leiki,“ segir Gunnar og bætir við: „Margir í liðinu voru búnir að vinna tvö ár í röð og umræðan var síðan þannig að við værum langbestir og í undirmeðvitundinni héldu menn að þetta kæmi svolítið af sjálfu sér.“ Það var magnað að fylgjast með Haukalestinni á fullri ferð fyrr í þessum mánuðum þegar liðið vann fjögur topplið í deildinni með meira en 40 mörkum samanlagt. Koma sterkari út úr þessu „Við erum búnir að bæta okkar leik meira með því að fara í alla þessa vinnu innan og utan vallar. Við komum sterkari út úr þessu af því að við tókum á vandamálunum. Við vorum bara lélegir og hin liðin voru bara betri en við í byrjun október,“ segir Gunnar. Næsti leikur er einmitt á móti Fram í kvöld. Mótherjar kvöldsins voru vekjaraklukka Haukaliðsins fyrir tveimur mánuðum en hvernig verður framhaldið nú þegar allt er komið í lag? „Við erum ekkert komnir á þann stað sem við viljum vera á í deildinni. Við erum alls ekkert sáttir við stöðuna enn, því okkur langar að sjálfsögðu að komast á toppinn. Þangað stefnum við og við erum ekkert sáttir þangað til,“ segir Gunnar. Hann sér hungrið og leikgleðina aftur í sínum mönnum. Sér það í augunum á þeim „Inni í klefa, þegar við erum að fara í leikina, þá sér maður bara í aug- unum á mönnum hvort þeir eru til- búnir. Maður þarf ekkert að öskra þá í gang lengur því maður sér það bara að þeir eru tilbúnir. Það er allt annað að horfa á liðið í dag,“ segir Gunnar.  ooj@frettabladid.is Hamskipti Haukanna í handboltanum Það kostaði Gunnar Magnússon margar svefnlausar nætur að vekja sína menn í meistaraliði Hauka af værum blundi eftir matraðar- byrjun á mótinu. Það tókst hins vegar og liðið sem var í fallsæti fyrir mánuði hefur rúllað yfir topplið deildarinnar á síðustu vikum. Svekktur út í sjálfan sig Gunnar Magnússon horfði upp á sína menn tapa fjórum af fyrstu fimm leikjunum áður en hann áttaði sig almennilega á því að nú þurfti að hrista vel upp í hlutunum. „Ég sem þjálfari þarf að læra af þessu. Ég er svekktur yfir að hafa ekki skynjað þetta. Ég skynjaði þetta ekki á æfingunum,“ segir Gunnar. „Í fyrra unnum við deildina með ansi mörgum stigum og við mættum nánast í alla leiki til- búnir. Það var aldrei vandamál með hugar- farið. Ég skynjaði ekki í haust að þetta yrði vandamál. Næst þegar ég lendi í þessu, ef ég lendi í þessu, þá þarf ég að bregðast við fyrr heldur en ég gerði núna. Ég kannski vanmat aðeins vandamálið of lengi,“ segir Gunnar. Baumruk og allir hinir tilbúnir að hjálpa til Gunnar Magnússon var mjög ánægður með hvernig allt félagið brást við þegar ekkert gekk hjá karlaliðinu í upphafi tímabilsins. „Það leggjast allir á eitt. Stjórnin stóð dyggilega við bakið á mér og hjálpaði til eins og hún gat. Húsverðirnir, Petr Baumruk og þau öll þarna, voru öll að koma til mín og spyrja hvort þau gætu hjálpað. Það lögðust allir á eitt í félaginu fannst mér,“ segir Gunn- ar. „Oft þegar illa gengur þá sér maður úr hverju menn eru gerðir og hvernig félagið er. Mér fannst svo frábært að sjá alls staðar að það voru allir tilbúnir að hjálpa og leggja sitt á vogarskálarnar.“ Haukarnir hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin tvö tímabil og hér fagna þeir Íslandsmeistaratitli sínum síðasta vor. Slök byrjun með nánast óbreytt lið kom því mörgum mjög á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ✿ Staðan í Olís-deild karla 12. október LEIKIR S J T STIG SIGURLEIKIR HAUKANNA 1. Afturelding 7 6 0 1 12 (35-17) +18 2. ÍBV 7 4 1 2 9 (32-24) +8 3. Stjarnan 7 3 2 2 8 (33-28) +5 4. Valur 7 4 0 3 8 (34-29) +5 5. Grótta 7 3 1 3 7 (34-32) +2 6. Fram 7 3 1 3 7 1. desember 7. FH 7 3 1 3 7 15. desember 8. Selfoss 7 3 0 4 6 (40-30) +10 9. Haukar 7 2 0 5 4 ----------- 10. Akureyri 7 1 0 6 2 10. desember Reynslunni ríkari í næsta leik n Tap n Sigur ÍBV Afturelding Selfoss Valur -6 -1 +3 -4 +8 +18 +10 +5 LEIKUR 1 LEIKUR 2 MISMUNUR +14 +19 +7 +9 Ég lagði þá bara helmingi meira á mig eins og strák- arnir. Ég vann bara myrkranna á milli til að finna lausnir. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka- liðsins. 1 . D E S E M B E R 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R SPORT 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 F -A D E 0 1 B 7 F -A C A 4 1 B 7 F -A B 6 8 1 B 7 F -A A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.