Fréttablaðið - 01.12.2016, Side 66

Fréttablaðið - 01.12.2016, Side 66
Verkið Norður Var sýNt í Verge gallery, sidNey, 2016; art system Wickham, NeWcastle, 2016. ljósmyNd heNNar Valley sNeak hlaut VerðlauN á experimeNtal photo prize í gaffa gallery, sidNey, 2016. „Þessi Bach fiðlukonsert er vel þekktur þó ég hafi ekki spilað hann jafn oft og hina. Reyndar bara tvisvar áður, fyrst í litlum bæ í Pýreneafjöllunum í Frakklandi og síðara skiptið í Ósló í Noregi. Í báðum tilfellum voru það allt öðru vísi tónleikar en þessir. Í Frakk- landi var ég með barokksveit og í Noregi var það lítil kammersveit sem ég leiddi sjálf. Nú er ég með Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir Elfa Rún Kristinsdóttir um Fiðlu- konsert í E-dúr eftir Bach sem hún leikur einleik í á aðventutónleikum Sinfóníunnar í kvöld í Hörpu. Tvö verk eftir Mozart ramma inn efnisskrá tónleikanna, fjörmikill forleikur að Brúðkaupi Fígarós og sinfónía númer 39 sem var ein sú síðasta sem hann samdi. Hamrahlíðarkórarnir koma fram með sveitinni í My heart is inditing, hátíðlegu kórverki eftir Händel sem var samið til flutnings við krýningu Karólínu Bretadrottningar í West- minster Abbey árið 1727. En hvernig vill Elfa Rún lýsa konsertinum sem hún leikur í? „Hann er mjög léttur og bjartur,“ segir hún. „Fallegur og ómstr- íður annar kafli og dansandi þriðji kafli.“ Hún kveðst hafa verið að hitta stjórnanda sveitarinnar nú, hinn norska, Eivind Aadland, í fyrsta skipti. „Okkur semur prýði- lega,“ tekur hún fram glaðlega. Elfa Rún átti heima á Akureyri fyrstu fimm ár ævi sinnar og svo í Reykjavík, uns hún hélt út til Þýska- lands í frekara tónlistarnám haust- ið 2003, þá nýlega útskrifuð úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands þar sem hún naut handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Auðar Hafsteinsdóttur. Síðustu tíu árin hefur hún búið í Berlín og á þar franskan eiginmann sem er selló- leikari. Ekki heyrist á mæli hennar að hún tali ekki íslensku upp á hvern dag. Þó segir hún „ábyggilega eitt og eitt orð týnt“. Hún hefur víða vakið athygli fyrir færni sína í fiðluleik og var meðal annars tilnefnd til Tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs árið 2015. Nýr geisladiskur hennar með par- títum meistara Bachs hefur líka fengið afburða góða dóma. Spurð hvort hún sé að spila úti um allan heim svarar Elfa Rún: „Já, mest á meginlandinu. En það kemur alveg fyrir að ég fer til ann- arra heimsálfa.“ Hún kveðst líka alltaf koma heim af og til, nú tók hún rúmlega ársgamlan son sinn með. „Ég var hér síðast að spila með barokkbandinu Brák austur í Skál- holti í sumar og ætla einmitt að spila með því bandi aftur núna á sunnudaginn í Norðurljósum í Hörpu,“ upplýsir hún. Kveðst svo fljúga aftur út á mánudaginn með þann litla. Fallegur, ómstríður og dansandi konsert á aðventutónleikum sinfóníuhljómsveitar íslands í hörpu í kvöld hljómar hátíðleg tónlist eftir þrjá meistara 18. aldar: Bach, händel og mozart. einleikari í fiðlukonsert í e-dúr eftir Bach er elfa rún kristinsdóttir. Elfa Rún er hvergi bangin þó hún hafi ekki áður spilað þennan fiðlukonsert með sinfóníuhljómsveit. Einu sinni verður allt fyrst. FRéttablaðið/GVa Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ananas á tilboði Sante er þýskt snyrtivörumerki sem er leiðandi í framleiðslu lífrænna snyrtivara.Sante er með eftirtaldar vottanir: BDIH vottun | Natrue vottun | Cruelty Free vottað | Vegan vottun á flestum þeirra vörum NÝTT Í Norður er nafn nýrrar sýningar í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur með ljósmyndum eftir Simone Darcy. Simone Darcy býr og starfar í Newcastle í Ástralíu og hafa verk hennar verið sýnd víða um heim. Hún dvaldi í listamiðstöðinni Nes- list á Skagaströnd árið 2015. Verkið Norður var sýnt í Verge Gallery, Sidney, 2016; Art System Wickham, Newcastle, 2016. Ljósmynd hennar Valley Sneak hlaut verðlaun á Experimental Photo Prize í Gaffa Gallery, Sidney, 2016. Umfjöllunarefni sýningarinnar er móðurhlutverkið og löngun til að upplifa eitthvað sem ekki getur orðið að veruleika. Mynd- málið tvinnar saman fegurð og sorg, þetta er saga kvenna þar sem sameiginleg reynsla kemur fyrir. Norður fjallar um ferðalag Simone Darcy um Ísland og samanstendur af myndum sem hún hefur tekið í tímans rás. Ummerki hins áþreifan- lega og óáþreifanlega eru í forgrunni og sjónum beint að tilfinningalegri og sjónrænni upplifun höfundar af landinu. Oft er upplifun okkar á ýmsum viðfangsefnum bundin fyrirfram ákveðnum hugmyndum og skil- greiningum. Höfundurinn skorar á gesti að leggja þessar skilgreiningar til hliðar og lesa í myndmálið óháð allri fyrirliggjandi vitneskju. Sýningin Norður verður opnuð í dag og stendur til 24. janúar á næsta ári. – mg Móðurhlutverkið og löngun til þess að upplifa Ein af myndum Simone Darcy á sýningunni Norður í ljósmyndasafni Reykjavíkur. 1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U d A G U r50 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 F -8 B 5 0 1 B 7 F -8 A 1 4 1 B 7 F -8 8 D 8 1 B 7 F -8 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.